Innlent

Piltar grunaðir um al­var­lega hópárás í Kópa­vogi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Árásin á að hafa átt sér stað í nágrenni við Elliðavatn.
Árásin á að hafa átt sér stað í nágrenni við Elliðavatn. Vísir/Vilhelm

Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar kynferðisbrot, líkamsárás, frelsissviptingu, og rán sem eiga að hafa átt sér stað í Kópavogi í ágúst á þessu ári.

Þeir sem eru grunaðir í málinu eru ungir piltar eða menn og nokkrir talsins. Brotaþolinn er samkvæmt heimildum Vísis á sama aldri.

Landsréttur úrskurðaði í málinu í gær, en í úrskurðinum kemur fram að þau brot sem eru til rannsóknar geti varðað allt að sextán ára fangelsi.

Með úrskurðinum fær lögregla heimild til að skoða síma konu sem tengist málinu, en þegar atvik málsins áttu sér stað var hún kærasta eins sakborningsins. Lögreglu grunar jafnframt að hún hafi sótt einn þeirra sem grunaður er í málinu.

Landsréttur hefur gefið lögreglu heimild til að rannsaka síma konu sem var unnusta manns sem er grunaður í málinu.Vísir/Vilhelm

Fram kemur að konan hafi neitað að svara hvort raunin sé sú. Hún hafi ekki viljað tjá sig um mögulega aðild sína, hvar hún hafi verið og með hverjum þegar brotin áttu sér stað. Þá hafi hún neitað að segja til um hvort einn þeirra grunuðu hafi verið kærasti hennar.

Lögreglan taldi mikilvægt að fá síma konunnar til að upplýsa um málið og komast að hlut hvers og eins í því.

Samkvæmt heimildum Vísis fór myndband af árásinni í dreifingu. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi haft það í huga þegar það gerði kröfu um að komast í síma konunnar.

Í úrskurðinum kemur fram að meint brot hafi átt sér stað í Kópavogi kvöldið fjórtánda ágúst. Samkvæmt heimildum Vísis áttu atvik málsins sér stað í nágrenni við Elliðavatn Líkt og áður segir varðar málið kynferðisbrot, líkamsárás, frelsisviptingu og rán.

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×