Leikmennirnir þrír eru Colin Bell, Francis Lee og Mike Summerbee.
#ManCity have confirmed a new statue honouring Colin Bell, Mike Summerbee and Francis Lee will be unveiled next Tuesday morning outside the Etihad Stadium. It has been created by sculptor David Williams-Ellis. pic.twitter.com/ddfWoDdDaq
— Man City International (@ManCityINT) November 23, 2023
Myndhöggvarinn David Williams-Ellis fékk það verkefni að minnast áranna frá 1968 til 1976 þegar City vann ensku deildina, enska bikarinn, enska deildarbikarinn tvisvar og Evrópukeppni bikarhafa.
Bell, Lee og Summerbee voru lykilmenn á þessum árum og voru saman með 368 mörk í 1277 leikjum fyrir félagið.
Bell er fimmti leikjahæstur í sögu Manchester City en Summerbee er í áttunda sætinu. Bell er líka fjórði markahæstur og Lee er í sjöunda sæti á markalista leikmanna City.
Bell lést 74 ára gamall árið 2021 en hinn 79 ára gamli Lee lést í síðasta mánuði. Summerbee heldur upp á 81 árs afmælið sitt fimmtánda desember næstkomandi.
Áður höfðu Vincent Kompany, David Silva og Sergio Aguero fengið af sér styttur fyrir utan Etihad leikvanginn.
We're delighted to reveal that world-renowned sculptor David Williams-Ellis is the artist behind a permanent tribute to legendary triumvirate Colin Bell, Francis Lee and Mike Summerbee
— Manchester City (@ManCity) November 23, 2023