Hátt í tvö þúsund manns með offitu muni lenda í vandræðum Helena Rós Sturludóttir skrifar 22. nóvember 2023 12:16 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferð og heimilislæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa miklar áhyggjur af breyttri greiðsluþátttöku á lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði mismuni sjúklingum eftir efnahag og hátt í tvö þúsund manns muni lenda í vandræðum. Lyfjastofnun tilkynnti um breytingu á greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy í byrjun mánaðar. Sérfræðingar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mótmæla þessum breytingum og segja þær hindra getu heilbrigðisstarfsfólks til að veita sjúklingum með offitu viðeigandi meðferð og vilja að breytingarnar verði endurskoðaðar strax. Fáir sem fái lyfin niðurgreidd Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferð og heimilislæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Þetta eru í rauninni góð lyf þegar þau eru rétt notuð og mikilvægt þau við meðferð á þessum alvarlega sjúkdómi. En núna eru greiðsluþátttakan svo hert að það eru fáir sem fá lyfin niðurgreidd og þetta skapar svo mikla mismunun sjúklinga sem núna þurfa að greiða þessa meðferð sjálfir sem er vissulega dýr,“ segir Erla. Heilbrigðisstarfsfólk hafi skilning fyrir því að takmarkanir þurfi að vera. „Þarna er verið að fara alltof langt og í rauninni hvetja okkur til að veita ranga meðferð,“ segir Erla. Frá 1. janúar til 1. nóvember þessa árs hafi hátt í tvö þúsund manns fengið lyfinu Saxenda ávísað og mjög fáir þeirra uppfylli þau þröngu skilyrði sem eru nú fyrir greiðsluþátttöku. Þeir sem uppfylli skilurðin séu orðnir það veikir að þeir ættu í raun að fara í efnaskiptaaðgerð frekar en að fá lyf. „Vandinn stækkar eins og snjóbolti“ „Þarna eru um tæplega tvö þúsund manns að fara lenda í vandræðum. En fyrir voru í rauninni skilyrðin það ströng að það er fullt af fólki sem er ætti að vera á lyfinu en fá ekki lyfin þannig vandinn stækkar eins og snjóbolti,“ segir Erla. Einstaklingar fái verri sjúkdóm fyrir vikið og tapi frekari heilsu sem muni kosta ríkið meira. „Við erum bara að horfa á einstakling með sjúkdóm sem við vitum að við getum haft áhrif á og bætt heilsu gríðarlega en við verðum eiginlega bara að horfa á sjúklingana og segja heyrðu við getum ekki hjálpað þér. Þetta er svo rangt,“ útskýrir Erla. Lyfið Saxenda hafi kostað um 45 þúsund krónur á mánuði og Wegovy sem kom á markað í nóvember kosti um 27 þúsund krónur. „Ríkið hefði verið að spara hvort eð er bara við breytinguna á nýja lyfinu sem er bæði öflugra og hentugra heldur en gamla lyfið,“ segir Erla og bætir við að ríkið hefði sparað kostnað án þess að breyta reglum um greiðsluþátttöku. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. 2. nóvember 2023 14:42 Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Lyfjastofnun tilkynnti um breytingu á greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy í byrjun mánaðar. Sérfræðingar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mótmæla þessum breytingum og segja þær hindra getu heilbrigðisstarfsfólks til að veita sjúklingum með offitu viðeigandi meðferð og vilja að breytingarnar verði endurskoðaðar strax. Fáir sem fái lyfin niðurgreidd Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferð og heimilislæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Þetta eru í rauninni góð lyf þegar þau eru rétt notuð og mikilvægt þau við meðferð á þessum alvarlega sjúkdómi. En núna eru greiðsluþátttakan svo hert að það eru fáir sem fá lyfin niðurgreidd og þetta skapar svo mikla mismunun sjúklinga sem núna þurfa að greiða þessa meðferð sjálfir sem er vissulega dýr,“ segir Erla. Heilbrigðisstarfsfólk hafi skilning fyrir því að takmarkanir þurfi að vera. „Þarna er verið að fara alltof langt og í rauninni hvetja okkur til að veita ranga meðferð,“ segir Erla. Frá 1. janúar til 1. nóvember þessa árs hafi hátt í tvö þúsund manns fengið lyfinu Saxenda ávísað og mjög fáir þeirra uppfylli þau þröngu skilyrði sem eru nú fyrir greiðsluþátttöku. Þeir sem uppfylli skilurðin séu orðnir það veikir að þeir ættu í raun að fara í efnaskiptaaðgerð frekar en að fá lyf. „Vandinn stækkar eins og snjóbolti“ „Þarna eru um tæplega tvö þúsund manns að fara lenda í vandræðum. En fyrir voru í rauninni skilyrðin það ströng að það er fullt af fólki sem er ætti að vera á lyfinu en fá ekki lyfin þannig vandinn stækkar eins og snjóbolti,“ segir Erla. Einstaklingar fái verri sjúkdóm fyrir vikið og tapi frekari heilsu sem muni kosta ríkið meira. „Við erum bara að horfa á einstakling með sjúkdóm sem við vitum að við getum haft áhrif á og bætt heilsu gríðarlega en við verðum eiginlega bara að horfa á sjúklingana og segja heyrðu við getum ekki hjálpað þér. Þetta er svo rangt,“ útskýrir Erla. Lyfið Saxenda hafi kostað um 45 þúsund krónur á mánuði og Wegovy sem kom á markað í nóvember kosti um 27 þúsund krónur. „Ríkið hefði verið að spara hvort eð er bara við breytinguna á nýja lyfinu sem er bæði öflugra og hentugra heldur en gamla lyfið,“ segir Erla og bætir við að ríkið hefði sparað kostnað án þess að breyta reglum um greiðsluþátttöku.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. 2. nóvember 2023 14:42 Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. 2. nóvember 2023 14:42
Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15
Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. 14. september 2023 09:54
Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00