Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2023 14:42 Lyfin eru ein þau vinsælustu í heimi um þessar mundir. EPA-EFE/Ida Marie Odgaard Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar. Um er að ræða þyngdarstjórnunar-og sykursýkislyf sem hafa notið mikilla vinsælda. Saxenda töluvert dýrara Í tilkynningu Lyfjastofnunar segir að stofnuninni beri lögum samkvæmt að endurmeta greiðsluþátttöku lyfja reglulega og ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Ekki sé gengið jafn langt hér á landi og í skilyrðum hinna Norðurlandanna. Að beiðni Sjúkratrygginga Íslands hafi Lyfjastofnun ákveðið að endurskoða greiðsluþáttöku fyrir Saxenda. Óskuðu Sjúkratryggingar eftir því að einstaklingsbundinni greiðsluþátttöku í Saxenda yrði hætt í kjölfar markaðssetningar á lyfinu Wegovy. Byggði beiðni Sjúkratrygginga meðal annars á því að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans og að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Miði við offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar kemur meðal annars fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent Lyfjastofnun tillögu að vinnureglum varðandi greiðsluþátttöku Wegovy sem byggir á samráði við lækna sem hafa sérhæft sig í offitumeðferð fullorðinna og barna sem eiga við þyngdartengd vandamál að stríða. Fram kemur að Svíþjóð og Finnland hafi ekki verið með greiðsluþátttöku á Wegovy. Þá hafi greiðsluþátttöku lyfsins í Noregi og Danmörku verið einstaklingsbundin og sett ströng skilyrði þar sem lyfið er talið of dýrt miðað við klínískan ávinning. Lyfjastofnun muni skilyrða einstaklingsbundna greiðsluþátttöku Wegovy við einstaklinga sem þjást af offitu eins og hún er skilgreind af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, eru með þyngdartengdan fylgisjúkdóm og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð offitu. Þá skuli einstaklingsbundin greiðsluþáttaka einnig taka til unglinga sem þjást af offitu, eins og hún er skilgreind fyrir börn af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð vegna offitu unglinga á aldrinum 12-18 ára. Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar. Um er að ræða þyngdarstjórnunar-og sykursýkislyf sem hafa notið mikilla vinsælda. Saxenda töluvert dýrara Í tilkynningu Lyfjastofnunar segir að stofnuninni beri lögum samkvæmt að endurmeta greiðsluþátttöku lyfja reglulega og ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Ekki sé gengið jafn langt hér á landi og í skilyrðum hinna Norðurlandanna. Að beiðni Sjúkratrygginga Íslands hafi Lyfjastofnun ákveðið að endurskoða greiðsluþáttöku fyrir Saxenda. Óskuðu Sjúkratryggingar eftir því að einstaklingsbundinni greiðsluþátttöku í Saxenda yrði hætt í kjölfar markaðssetningar á lyfinu Wegovy. Byggði beiðni Sjúkratrygginga meðal annars á því að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans og að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Miði við offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar kemur meðal annars fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent Lyfjastofnun tillögu að vinnureglum varðandi greiðsluþátttöku Wegovy sem byggir á samráði við lækna sem hafa sérhæft sig í offitumeðferð fullorðinna og barna sem eiga við þyngdartengd vandamál að stríða. Fram kemur að Svíþjóð og Finnland hafi ekki verið með greiðsluþátttöku á Wegovy. Þá hafi greiðsluþátttöku lyfsins í Noregi og Danmörku verið einstaklingsbundin og sett ströng skilyrði þar sem lyfið er talið of dýrt miðað við klínískan ávinning. Lyfjastofnun muni skilyrða einstaklingsbundna greiðsluþátttöku Wegovy við einstaklinga sem þjást af offitu eins og hún er skilgreind af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, eru með þyngdartengdan fylgisjúkdóm og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð offitu. Þá skuli einstaklingsbundin greiðsluþáttaka einnig taka til unglinga sem þjást af offitu, eins og hún er skilgreind fyrir börn af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð vegna offitu unglinga á aldrinum 12-18 ára.
Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira