Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2023 10:55 Intuens segist geta greint yfir 400 sjúkdóma með heilskimun, þar sem allur líkaminn er rannsakaður í segulómun sem tekur um það bil klukkustund. Getty/NurPhoto/Vernon Yuen Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar eftir því var leitað en fyrirtækið hefur svarað gagnrýninni á Facebook-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að fagfélög lækna hafi ekki sett sig í samband við Intuens og leitað eftir umræðu um málið. „Við erum alltaf opin fyrir yfirvegaðri og málefnalegri umræðu, og við viljum gjarnan bæta ferla okkar og fræðsluefni ef við fáum góðar ábendingar. Okkar mat er að hræðsluáróður og úthrópanir á samfélagsmiðlum (og öðrum miðlum) geri engum gott,“ segir á Facebook. Þar segir einnig að gera megi ráð fyrir að af skjólstæðingum fyrirtækisins muni aðeins um 130 á ári þarfnast frekari rannsókna. Læknar hafa stigið fram og gagnrýnt þjónustu Intuens harðlega og meðal annars bent á að algengt sé að góðkynja breytingar, „incidentaloma“, finnist gjarnan í segulómun. Oft sé um að ræða breytingar sem viðkomandi hefði annars aldrei fundið fyrir né vitað af en þegar þær finnist kalli þær á frekari inngrip og jafnvel meðferð. Þá segja þeir rannsóknina geta veitt falskt öryggi, þar sem fólk hunsi mögulega einkenni þegar það er nýbúið að gangast undir svokallaða heilskimun. „Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið,“ segir í aðsendri grein á Vísi sem undirrituð er af formönnum Læknafélags Íslands, Félags heilsugæslulækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags íslenskra röntgenlækna. „Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt.“ Eiga í viðræðum við heilsugæslu Á Facebook-síðu Intuens segir að fyrirtækið eigi í samningaviðræðum við ónefnda heilsugæslu um að taka að sér þau tilfelli þar sem vísa þarf fólki áfram. Intuens vilji stuðla að fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu, frekar en að bíða eftir að fólk verði veikt. Forvarnagildi heilskimunar sé verulegt, samkvæmt reynslu sambærilegra fyrirtækja erlendis, til að mynda í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Danmörku. „Við skiljum áhyggjur heimilislækna, sem nú þegar eru undir gríðarlegu álagi, um að þetta auki enn frekar álagið á þeim. Einstaklingur, sem áður taldist heilbrigður, er nú með eitthvað sem skoða þarf betur - og á Íslandi eiga allir rétt á að fá lækningu, sem betur fer,“ segir á Facebook. „Undanfarið höfum við unnið hörðum höndum að því að semja við heilsugæslu sem getur tekið við þessum einstaklingum frá okkur. Viðkomandi heilsugæsla hefur þá fullt aðgengi að öllum upplýsingum um viðkomandi, og getur vísað áfram og fylgt eftir. Við erum vongóð um að þessir samningar klárist hratt á næstu dögum.“ Intuens áætlar að geta tekið á móti um tíu einstaklingum á dag, fimm daga vikunnar, sem jafngildi um 2,600 einstaklingum á ári eða 217 á mánuði. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja tölur erlendis frá sýna að athuga þurfi mál nánar hjá um fimm prósent einstaklinga, sem jafngildi 130 á ári eða um ellefu á mánuði. „Tölurnar eru nú ekki hærri en það,“ segja þeir. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ segir á Facebook-síðu Intuens. „Fjöldi Íslendinga hefur undanfarin ár leitað út fyrir landsteinana til þess að komast í heilskimun. Við erum stolt af því að geta boðið þessa góðu þjónustu í fyrsta skipti á Íslandi.“ Heilbrigðismál Vísindi Tækni Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar eftir því var leitað en fyrirtækið hefur svarað gagnrýninni á Facebook-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að fagfélög lækna hafi ekki sett sig í samband við Intuens og leitað eftir umræðu um málið. „Við erum alltaf opin fyrir yfirvegaðri og málefnalegri umræðu, og við viljum gjarnan bæta ferla okkar og fræðsluefni ef við fáum góðar ábendingar. Okkar mat er að hræðsluáróður og úthrópanir á samfélagsmiðlum (og öðrum miðlum) geri engum gott,“ segir á Facebook. Þar segir einnig að gera megi ráð fyrir að af skjólstæðingum fyrirtækisins muni aðeins um 130 á ári þarfnast frekari rannsókna. Læknar hafa stigið fram og gagnrýnt þjónustu Intuens harðlega og meðal annars bent á að algengt sé að góðkynja breytingar, „incidentaloma“, finnist gjarnan í segulómun. Oft sé um að ræða breytingar sem viðkomandi hefði annars aldrei fundið fyrir né vitað af en þegar þær finnist kalli þær á frekari inngrip og jafnvel meðferð. Þá segja þeir rannsóknina geta veitt falskt öryggi, þar sem fólk hunsi mögulega einkenni þegar það er nýbúið að gangast undir svokallaða heilskimun. „Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið,“ segir í aðsendri grein á Vísi sem undirrituð er af formönnum Læknafélags Íslands, Félags heilsugæslulækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags íslenskra röntgenlækna. „Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt.“ Eiga í viðræðum við heilsugæslu Á Facebook-síðu Intuens segir að fyrirtækið eigi í samningaviðræðum við ónefnda heilsugæslu um að taka að sér þau tilfelli þar sem vísa þarf fólki áfram. Intuens vilji stuðla að fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu, frekar en að bíða eftir að fólk verði veikt. Forvarnagildi heilskimunar sé verulegt, samkvæmt reynslu sambærilegra fyrirtækja erlendis, til að mynda í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Danmörku. „Við skiljum áhyggjur heimilislækna, sem nú þegar eru undir gríðarlegu álagi, um að þetta auki enn frekar álagið á þeim. Einstaklingur, sem áður taldist heilbrigður, er nú með eitthvað sem skoða þarf betur - og á Íslandi eiga allir rétt á að fá lækningu, sem betur fer,“ segir á Facebook. „Undanfarið höfum við unnið hörðum höndum að því að semja við heilsugæslu sem getur tekið við þessum einstaklingum frá okkur. Viðkomandi heilsugæsla hefur þá fullt aðgengi að öllum upplýsingum um viðkomandi, og getur vísað áfram og fylgt eftir. Við erum vongóð um að þessir samningar klárist hratt á næstu dögum.“ Intuens áætlar að geta tekið á móti um tíu einstaklingum á dag, fimm daga vikunnar, sem jafngildi um 2,600 einstaklingum á ári eða 217 á mánuði. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja tölur erlendis frá sýna að athuga þurfi mál nánar hjá um fimm prósent einstaklinga, sem jafngildi 130 á ári eða um ellefu á mánuði. „Tölurnar eru nú ekki hærri en það,“ segja þeir. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ segir á Facebook-síðu Intuens. „Fjöldi Íslendinga hefur undanfarin ár leitað út fyrir landsteinana til þess að komast í heilskimun. Við erum stolt af því að geta boðið þessa góðu þjónustu í fyrsta skipti á Íslandi.“
Heilbrigðismál Vísindi Tækni Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira