Þingkona sakar kollega um byrlun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2023 22:16 Málið hefur vakið mikla athygli í Frakklandi. Vincent Koebel/Getty Sandrine Josso, þingkona á franska þinginu hefur sakað öldungardeildarþingmanninn Joël Guerriau um að hafa byrlað sér þar sem hún var gestur á heimili hans í síðustu viku. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Sandrine hafi óttast að hún fengi hjartaáfall eftir byrlunina. Hún segir öldungardeildarþingmanninn, sem hún hefur þekkt í tíu ár, hafa laumað E-töflu ofan í kampavínsglas sitt. Hann neitar sök. Sandrine, sem er þingkona miðjuflokksins MoDem, segir Joël hafa boðið sér síðasta þriðjudag að fagna með sér endurkjöri sínu til öldungadeildarinnar. Hann hafi fyrst boðið henni á veitingastað en síðan farið fram á að hún mætti heim til sín. Fiktaði stöðugt í ljósarofum Hann hafi borið fyrir sig að þar yrði minni hávaði, færra fólk og að hann myndi elda fajitas. Hann hafi þá hellt kampavíni í glas inni í eldhúsi á meðan hún var inni í stofu og segir Sandrine að hegðun hans hafi verið öll hin einkennilegasta. Öldungardeildarþingmaðurinn hafi stöðugt fiktað í ljósarofum og fært birtustigið í herberginu ýmist upp eða niður og ítrekað skálað við hana eins og til þess að fá hana til að drekka vínið alveg örugglega. „Ég leit fram í eldhús og sá hann setja lítinn poka ofan í skúffu. Á þeim tímapunkti fann ég fyrir einkennum og áttaði mig á því að hann hefði verið með eiturlyf í höndunum. Ég fann fyrir hjartsláttartruflunum og sagði við sjálfa mig að ég yrði að flýja.“ Þingkonan segist hafa nýtt sér smáforrit í hvelli til þess að panta sér leigubíl á heimili öldungardeildarþingmannsins. Hún hafi sagt honum að hún þyrfti að fara aftur í vinnuna. Við hafi tekið hryllilegar tíu mínútur þar sem hann hafi fylgt henni niður í lyftunni þar sem hún hafi átt erfitt með að halda sér á fótum. Sandrine var hjálpað af leigubílstjóra og öðrum kollegum sem hringdu á sjúkrabíl. Þá segir Guardian að blóðprufur á spítalanum hafi leitt í ljós að þingkonan hafi sannanlega innbyrt E-töflur. Segist hafa farið glasavillt Sandrine hefur rætt atvikið opinskátt og segist með því vonast til þess að vekja konur til umhugsunar um byrlanir, sem hefði fjölgað til muna í Frakklandi. Hún segir hvern sem er geta lent í slíku, hvenær sem er og á hvaða aldri sem er. Joël Guerriau hefur verið vikið úr flokki sínum, miðjuflokknum Horizons, vegna málsins. Þá hafa kollegar hans kallað eftir því að hann segi af sér þingmennsku. Hann var handtekinn vegna málsins og einnig fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni. Lögmaður hans hefur fullyrt að öldungardeildarþingmaðurinn hafi ekki ætlað sér að byrla þingkonunni. Hann hafi ekki vitað hvernig efni væri um að ræða og þá hafi hann farið glasavillt þegar hann rétti þingkonunni glasið. Frakkland Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Sandrine hafi óttast að hún fengi hjartaáfall eftir byrlunina. Hún segir öldungardeildarþingmanninn, sem hún hefur þekkt í tíu ár, hafa laumað E-töflu ofan í kampavínsglas sitt. Hann neitar sök. Sandrine, sem er þingkona miðjuflokksins MoDem, segir Joël hafa boðið sér síðasta þriðjudag að fagna með sér endurkjöri sínu til öldungadeildarinnar. Hann hafi fyrst boðið henni á veitingastað en síðan farið fram á að hún mætti heim til sín. Fiktaði stöðugt í ljósarofum Hann hafi borið fyrir sig að þar yrði minni hávaði, færra fólk og að hann myndi elda fajitas. Hann hafi þá hellt kampavíni í glas inni í eldhúsi á meðan hún var inni í stofu og segir Sandrine að hegðun hans hafi verið öll hin einkennilegasta. Öldungardeildarþingmaðurinn hafi stöðugt fiktað í ljósarofum og fært birtustigið í herberginu ýmist upp eða niður og ítrekað skálað við hana eins og til þess að fá hana til að drekka vínið alveg örugglega. „Ég leit fram í eldhús og sá hann setja lítinn poka ofan í skúffu. Á þeim tímapunkti fann ég fyrir einkennum og áttaði mig á því að hann hefði verið með eiturlyf í höndunum. Ég fann fyrir hjartsláttartruflunum og sagði við sjálfa mig að ég yrði að flýja.“ Þingkonan segist hafa nýtt sér smáforrit í hvelli til þess að panta sér leigubíl á heimili öldungardeildarþingmannsins. Hún hafi sagt honum að hún þyrfti að fara aftur í vinnuna. Við hafi tekið hryllilegar tíu mínútur þar sem hann hafi fylgt henni niður í lyftunni þar sem hún hafi átt erfitt með að halda sér á fótum. Sandrine var hjálpað af leigubílstjóra og öðrum kollegum sem hringdu á sjúkrabíl. Þá segir Guardian að blóðprufur á spítalanum hafi leitt í ljós að þingkonan hafi sannanlega innbyrt E-töflur. Segist hafa farið glasavillt Sandrine hefur rætt atvikið opinskátt og segist með því vonast til þess að vekja konur til umhugsunar um byrlanir, sem hefði fjölgað til muna í Frakklandi. Hún segir hvern sem er geta lent í slíku, hvenær sem er og á hvaða aldri sem er. Joël Guerriau hefur verið vikið úr flokki sínum, miðjuflokknum Horizons, vegna málsins. Þá hafa kollegar hans kallað eftir því að hann segi af sér þingmennsku. Hann var handtekinn vegna málsins og einnig fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni. Lögmaður hans hefur fullyrt að öldungardeildarþingmaðurinn hafi ekki ætlað sér að byrla þingkonunni. Hann hafi ekki vitað hvernig efni væri um að ræða og þá hafi hann farið glasavillt þegar hann rétti þingkonunni glasið.
Frakkland Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira