Fótbolti

Benóný Breki með tvö gegn Eist­lendingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benóný Breki Andrésson var markahæsti leikmaður KR í Bestu deildinni síðasta sumar.
Benóný Breki Andrésson var markahæsti leikmaður KR í Bestu deildinni síðasta sumar. vísir/hulda margrét

KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson skoraði tvö mörk þegar íslenska fótboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri sigraði það eistneska, 0-3, í lokaleik sínum í riðli 1 í fyrstu umferð undankeppni EM.

Ísland lauk leik með fjögur stig í 3. sæti riðilsins. Það dugði því miður ekki til að komast á næsta stig keppninnar. Tvö efstu liðin í riðlunum þrettán komust þangað auk liðsins sem var með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Það var Grikkland en úrslitin gegn neðsta liði riðilsins voru dregin frá.

Staðan var markalaus í hálfleik hjá Íslandi og Eistlandi í dag en íslensku strákarnir settu í annan gír í seinni hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiks fiskaði Benóný Breki vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr.

Á 61. mínútu komst Ísland í 0-2 þegar Blikinn Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði. Benóný rak svo síðasta naglann í kistu Eistlendinga þegar hann skoraði á 68. mínútu.

Lokatölur 0-3, Íslandi í vil og flottur endir hjá íslensku strákunum í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×