Fótbolti

Men­dy stefnir Man City

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Benjamin Mendy spilar í dag í Frakklandi.
Benjamin Mendy spilar í dag í Frakklandi. Christopher Furlong/Getty Images

Benjamin Mendy, leikmaður Lorient í Frakklandi, ætlar í mál við fyrrum vinnuveitanda sinn, Manchester City. eftir að félagið hætti að borga honum laun eftir að leikmaðurinn var kærður fyrir fjölda nauðgana árið 2021. Mendy var sýknaður í öllum ákæruliðum fyrr á þessu ári.

Hinn 29 ára gamli Mendy var árið 2021 handtekinn og á endanum kærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot. Fyrr á þessu ári var hann sýknaður af öllum ákæruliðum en Man City hætti að greiða leikmanninum laun eftir að hann var handtekinn.

Vinstri bakvörðurinn hefur nú stefnt fyrrum vinnuveitanda sínum fyrir að borga honum ekki full laun eftir að hann var handtekinn. Þá vill hann fá samning sinn við City greiddan að fullu en sá átti að enda sumarið 2023. 

Ekki kemur fram í frétt Sky Sports hversu háa upphæð er um að ræða en hún hleypur á milljónum punda.

Mendy gekk í raðir Man City árið 2017 og varð þrívegis enskur meistari ásamt því að vera í leikmannahópi Frakklands þegar Frakkar urðu heimsmeistarar sumarið 2018. Hann spilaði siðast fyrir City í ágúst 2021 og spilar í dag fyrir Lorient í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×