Enski boltinn

Mendy sýknaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benjamin Mendy mætir í Chester Crown Court réttarsalinn.
Benjamin Mendy mætir í Chester Crown Court réttarsalinn. Getty/Christopher Furlong

Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy var sýknaður af ákærum gegn sér þegar breskur dómstóll komst að niðurstöðu í breska Chester Crown Court réttarsalnum í dag.

Mendy er fyrrum leikmaður Manchester City en hinn 28 ára gamli Frakki hefur ekki spilað fótbolta síðan málin gegn honum komu upp. Mendy missti samning sinn hjá City.

Mendy hafði verið ákærður um nauðganir og tilraunir til nauðgana gegn tveimur konum.

Frakkinn hafði verið sýknaður af ákærum fyrir nauðganir og kynferðisárás á fjórar konu í janúar en þá komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu í málum tveggja kvenna. Kviðdómur komst aftur á móti að niðurstöðu í því máli í dag eftir að hafa tekið sér þriggja klukkutíma umhugsunarfrest. Mendy er því laus allra mála.

Hann var sakaður um að ráðast á og nauðga 24 ára konu á heimili hans í Cheshire í október 2020.

Hann var líka sakaður um tilraun til að nauðga annarri konu sem var 29 ára gömul. Hún sagði að hann hefði brotið á sér tveimur árum fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×