Foreldrar stúlkunnar samþykkja sambandið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2023 11:41 Mike Villa Fonseca er í vandræðum. Instagram/Mike Villa Fonseca Foreldrar 15 ára stúlkunnar sem á í sambandi með 28 ára þingmanni Moderaterne í Danmörku segjast samþykkja sambandið. Þau hafi vitað að það myndi vekja athygli. Sjálensku foreldrarnir sem kusu að halda nafnleynd ræddu við Ekstra Bladet og segja að Mike Villa Fonseca, stjórnarþingmaður, hafi verið góðkunnur fjölskyldunni í fleiri ár. Faðir stúlkunnar segist hafa kynnst Mike í gegnum sameiginlegan áhuga þeirra á mótorhjólum fyrir einhverjum árum síðan. Síðustu fimm árin hefur þingmaðurinn verið fjölskylduvinur samkvæmt foreldrum stúlkunnar og að fyrir fimm mánuðum síðan hafi hann tekið foreldrana á spjall og sagt þeim að hún væri „ótrúlega sæt stelpa“ og að þau væru orðin hrifin hvort af öðru. Samkvæmt Ekstra Bladet voru foreldrarnir hikandi fyrst um sinn en kusu að veita sambandinu samþykki sitt. Þau segjast treysta bæði fimmtán ára dóttur sinni og þingmanninum. „Umhyggjusamur kærasti“ „Þetta gerðist allt svolítið hratt en það er jú ekkert að því. Fólk bregst auðvitað misvel við aldursmuninum,“ segir faðir stúlkunnar við Ekstra Bladet. Foreldrarnir segja einnig að hefðu þau bannað dóttur sinni að eiga í sambandi við hann, hefði hún hitt hann hvort eð er. „Því erum við ánægð að þau komu til okkar,“ sögðu foreldrarnir og bættu því við að Mike væri „umhyggjusamur kærasti.“ Svo virðist sem lögreglan sé ekki sammála þessari niðurstöðu foreldranna. Samkvæmt TV 2 hefur Mike Villa Fonseca nefnilega verið ákærður fyrir tælingu. Forsvarsmenn Moderaterne hafa sagt að þingmaðurinn fái ekki að snúa aftur í raðir flokksins og segjast vona að aðrir flokkar taki undir. Villa Fonseca hefur nefnt þrjá flokka sem hann sér fyrir sér að ganga í eftir að hafa verið kastað úr Moderaterne, nefnilega Socialdemokratiet, Venstre og Liberal Alliance. Allir þrír hafa sagst ekki vilja fá hann. Danmörk Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Sjálensku foreldrarnir sem kusu að halda nafnleynd ræddu við Ekstra Bladet og segja að Mike Villa Fonseca, stjórnarþingmaður, hafi verið góðkunnur fjölskyldunni í fleiri ár. Faðir stúlkunnar segist hafa kynnst Mike í gegnum sameiginlegan áhuga þeirra á mótorhjólum fyrir einhverjum árum síðan. Síðustu fimm árin hefur þingmaðurinn verið fjölskylduvinur samkvæmt foreldrum stúlkunnar og að fyrir fimm mánuðum síðan hafi hann tekið foreldrana á spjall og sagt þeim að hún væri „ótrúlega sæt stelpa“ og að þau væru orðin hrifin hvort af öðru. Samkvæmt Ekstra Bladet voru foreldrarnir hikandi fyrst um sinn en kusu að veita sambandinu samþykki sitt. Þau segjast treysta bæði fimmtán ára dóttur sinni og þingmanninum. „Umhyggjusamur kærasti“ „Þetta gerðist allt svolítið hratt en það er jú ekkert að því. Fólk bregst auðvitað misvel við aldursmuninum,“ segir faðir stúlkunnar við Ekstra Bladet. Foreldrarnir segja einnig að hefðu þau bannað dóttur sinni að eiga í sambandi við hann, hefði hún hitt hann hvort eð er. „Því erum við ánægð að þau komu til okkar,“ sögðu foreldrarnir og bættu því við að Mike væri „umhyggjusamur kærasti.“ Svo virðist sem lögreglan sé ekki sammála þessari niðurstöðu foreldranna. Samkvæmt TV 2 hefur Mike Villa Fonseca nefnilega verið ákærður fyrir tælingu. Forsvarsmenn Moderaterne hafa sagt að þingmaðurinn fái ekki að snúa aftur í raðir flokksins og segjast vona að aðrir flokkar taki undir. Villa Fonseca hefur nefnt þrjá flokka sem hann sér fyrir sér að ganga í eftir að hafa verið kastað úr Moderaterne, nefnilega Socialdemokratiet, Venstre og Liberal Alliance. Allir þrír hafa sagst ekki vilja fá hann.
Danmörk Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira