Þriggja ára drengur tekinn hálstaki og foreldrarnir ekki látnir vita Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2023 11:04 Fjölskyldunni er alvarlega brugðið vegna málsins. Aðsend Móðir þriggja ára drengs, sem tekinn var hálstaki af leikskólakennara, segir miður að foreldrar hafi ekki verið látnir vita af atvikinu fyrr en seint og um síðir. Eydís Ögn Guðmundsdóttir er móðir þriggja ára drengs í leikskólanum Árborg í Árbænum í Reykjavík. Hún segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við leikskólann og Reykjavíkurborg eftir atvik sem átti sér stað í skólanum í ágúst síðastliðnum. DV greindi frá málinu í morgun. Sonur hennar, sem er orkumikill að hennar sögn, hafi verið órólegur í samverustund og verið að trufla hana. „Þá situr sem sagt kennari við hliðina á honum og segir honum að hætta og hann tók ekki nógu vel í það og ætlar að standa upp. Þá grípur hún í peysuna hans og hann nær nokkurn veginn að losa sig svolítið, og þá tekur hún hann hálstaki og stendur sjálf þannig upp og heldur á honum og skellir honum svo á stól,“ segir Eydís Ögn í samtali við Vísi. Ekki látin vita fyrr en töluvert eftir atvikið Eftir að samkennari lét vita af atvikinu hafi ekki verið haft samband við foreldrana, eins og Eydís Ögn hefði búist við eftir atvik sem þetta. „Þetta gerðist greinilega miðvikudaginn 23. ágúst, ef ég man rétt, og svo var vitni, annar leikskólakennari, sem tilkynnti á föstudeginum. Við fengum ekkert að vita af þessu fyrr en vikuna eftir, 31. ágúst. Í þeirri viku sem við vissum ekkert þá var hann svolítið að gráta, vildi ekki fara í leikskólann og hékk utan í mér, sem var rosalega ólíkt honum af því hann hefur alltaf verið mikil félagsvera.“ Kennarinn hafi verið settur í tímabundið launað leyfi en sé komin aftur til starfa í leikskólanum, en þó á annarri deild en sonur hennar er á. Eydís Ögn kveðst óttast að þurfa að færa son sinn á annan leikskóla vegna málsins. Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Eydís Ögn Guðmundsdóttir er móðir þriggja ára drengs í leikskólanum Árborg í Árbænum í Reykjavík. Hún segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við leikskólann og Reykjavíkurborg eftir atvik sem átti sér stað í skólanum í ágúst síðastliðnum. DV greindi frá málinu í morgun. Sonur hennar, sem er orkumikill að hennar sögn, hafi verið órólegur í samverustund og verið að trufla hana. „Þá situr sem sagt kennari við hliðina á honum og segir honum að hætta og hann tók ekki nógu vel í það og ætlar að standa upp. Þá grípur hún í peysuna hans og hann nær nokkurn veginn að losa sig svolítið, og þá tekur hún hann hálstaki og stendur sjálf þannig upp og heldur á honum og skellir honum svo á stól,“ segir Eydís Ögn í samtali við Vísi. Ekki látin vita fyrr en töluvert eftir atvikið Eftir að samkennari lét vita af atvikinu hafi ekki verið haft samband við foreldrana, eins og Eydís Ögn hefði búist við eftir atvik sem þetta. „Þetta gerðist greinilega miðvikudaginn 23. ágúst, ef ég man rétt, og svo var vitni, annar leikskólakennari, sem tilkynnti á föstudeginum. Við fengum ekkert að vita af þessu fyrr en vikuna eftir, 31. ágúst. Í þeirri viku sem við vissum ekkert þá var hann svolítið að gráta, vildi ekki fara í leikskólann og hékk utan í mér, sem var rosalega ólíkt honum af því hann hefur alltaf verið mikil félagsvera.“ Kennarinn hafi verið settur í tímabundið launað leyfi en sé komin aftur til starfa í leikskólanum, en þó á annarri deild en sonur hennar er á. Eydís Ögn kveðst óttast að þurfa að færa son sinn á annan leikskóla vegna málsins.
Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira