Þriggja ára drengur tekinn hálstaki og foreldrarnir ekki látnir vita Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2023 11:04 Fjölskyldunni er alvarlega brugðið vegna málsins. Aðsend Móðir þriggja ára drengs, sem tekinn var hálstaki af leikskólakennara, segir miður að foreldrar hafi ekki verið látnir vita af atvikinu fyrr en seint og um síðir. Eydís Ögn Guðmundsdóttir er móðir þriggja ára drengs í leikskólanum Árborg í Árbænum í Reykjavík. Hún segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við leikskólann og Reykjavíkurborg eftir atvik sem átti sér stað í skólanum í ágúst síðastliðnum. DV greindi frá málinu í morgun. Sonur hennar, sem er orkumikill að hennar sögn, hafi verið órólegur í samverustund og verið að trufla hana. „Þá situr sem sagt kennari við hliðina á honum og segir honum að hætta og hann tók ekki nógu vel í það og ætlar að standa upp. Þá grípur hún í peysuna hans og hann nær nokkurn veginn að losa sig svolítið, og þá tekur hún hann hálstaki og stendur sjálf þannig upp og heldur á honum og skellir honum svo á stól,“ segir Eydís Ögn í samtali við Vísi. Ekki látin vita fyrr en töluvert eftir atvikið Eftir að samkennari lét vita af atvikinu hafi ekki verið haft samband við foreldrana, eins og Eydís Ögn hefði búist við eftir atvik sem þetta. „Þetta gerðist greinilega miðvikudaginn 23. ágúst, ef ég man rétt, og svo var vitni, annar leikskólakennari, sem tilkynnti á föstudeginum. Við fengum ekkert að vita af þessu fyrr en vikuna eftir, 31. ágúst. Í þeirri viku sem við vissum ekkert þá var hann svolítið að gráta, vildi ekki fara í leikskólann og hékk utan í mér, sem var rosalega ólíkt honum af því hann hefur alltaf verið mikil félagsvera.“ Kennarinn hafi verið settur í tímabundið launað leyfi en sé komin aftur til starfa í leikskólanum, en þó á annarri deild en sonur hennar er á. Eydís Ögn kveðst óttast að þurfa að færa son sinn á annan leikskóla vegna málsins. Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Eydís Ögn Guðmundsdóttir er móðir þriggja ára drengs í leikskólanum Árborg í Árbænum í Reykjavík. Hún segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við leikskólann og Reykjavíkurborg eftir atvik sem átti sér stað í skólanum í ágúst síðastliðnum. DV greindi frá málinu í morgun. Sonur hennar, sem er orkumikill að hennar sögn, hafi verið órólegur í samverustund og verið að trufla hana. „Þá situr sem sagt kennari við hliðina á honum og segir honum að hætta og hann tók ekki nógu vel í það og ætlar að standa upp. Þá grípur hún í peysuna hans og hann nær nokkurn veginn að losa sig svolítið, og þá tekur hún hann hálstaki og stendur sjálf þannig upp og heldur á honum og skellir honum svo á stól,“ segir Eydís Ögn í samtali við Vísi. Ekki látin vita fyrr en töluvert eftir atvikið Eftir að samkennari lét vita af atvikinu hafi ekki verið haft samband við foreldrana, eins og Eydís Ögn hefði búist við eftir atvik sem þetta. „Þetta gerðist greinilega miðvikudaginn 23. ágúst, ef ég man rétt, og svo var vitni, annar leikskólakennari, sem tilkynnti á föstudeginum. Við fengum ekkert að vita af þessu fyrr en vikuna eftir, 31. ágúst. Í þeirri viku sem við vissum ekkert þá var hann svolítið að gráta, vildi ekki fara í leikskólann og hékk utan í mér, sem var rosalega ólíkt honum af því hann hefur alltaf verið mikil félagsvera.“ Kennarinn hafi verið settur í tímabundið launað leyfi en sé komin aftur til starfa í leikskólanum, en þó á annarri deild en sonur hennar er á. Eydís Ögn kveðst óttast að þurfa að færa son sinn á annan leikskóla vegna málsins.
Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira