Erlent

Fleiri særðir eftir skot­á­rás á geð­sjúkra­húsi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögreglan þar í landi segir að hinn grunaði sé látinn.
Lögreglan þar í landi segir að hinn grunaði sé látinn. AP/Geoff Forester

Margir eru særðir eftir skotárás á sjúkrahúsi í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum fyrr í kvöld.

Þessu greinir BBC frá.

Yfirvöld í New Hampshire gáfu frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að árásin hafi átt sér stað á sjúkrahúsi í borginni Concord upp úr níu. Þar kemur fram að lögreglan sé á vettvangi og að búið sé að girða af svæði í kringum svæðið.

Talsmaður yfirvöld segir að árásarmaðurinn sé látinn en ekki liggi fyrir hversu margir séu særðir eða hvort einhver hafi látist.

Sjúkrahúsið þar sem árásin átti sér stað er eina ríkisrekna geðsjúkrahúsið fyrir fullorðna í New Hampshire. Á blaðamannafundi sagði talsmaður lögreglunnar í Concord að árásarmaðurinn hafi ekki komist lengra en í anddyri sjúkrahússins og að allir sjúklingar væru óhultir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×