Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2023 10:31 Dómur í málinu var kveðinn upp fyrir stundu. AP/Kirsty Wigglesworth Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. Niðurstaðan er verulegt högg fyrir ríkisstjórn Rishi Sunak, sem hefur farið nokkuð hart fram í málefnum hælisleitenda og meðal annars heitið því að „stöðva bátana“. Er þar vísað til ferða hælisleitenda til Bretlands um Ermasund. Fyrirætlanir stjórnvalda um að flytja fólk til Rúanda áttu að fæla fólk frá því að leita yfir Ermasundið yfir höfuð en þær hafa verið gagnrýndar af hjáparsamtökum, sem segja þær ekki munu hafa tilætluð áhrif. Sunak hefur einnig sætt gagnrýni eigin samflokksmanna en Suella Braverman, sem Sunak vék úr embætti innanríkisráðherra á mánudag, birti í gær harðort bréf þar sem hún sagði forsætisráðherrann hafa svikið samkomulag um að gera lagabreytingar til að tryggja að áætlanir stjórnvalda stæðust lög. Sunak hefði ekkert „plan B“ og ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu sem hann hefur nú komist að væru stjórnvöld búin að eyða ári í ekki neitt og komin aftur á upphafsreit í málefnum hælisleitenda. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins mun funda í dag og ræða niðurstöðuna en fastlega er gert ráð fyrir að þeir muni í kjölfarið krefjast þess að Bretar segi sig frá Mannréttindadómstól Evrópu til að geta ráðið því hvernig þeir haga málaflokknum. Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Rúanda Tengdar fréttir Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. 13. nóvember 2023 09:02 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Niðurstaðan er verulegt högg fyrir ríkisstjórn Rishi Sunak, sem hefur farið nokkuð hart fram í málefnum hælisleitenda og meðal annars heitið því að „stöðva bátana“. Er þar vísað til ferða hælisleitenda til Bretlands um Ermasund. Fyrirætlanir stjórnvalda um að flytja fólk til Rúanda áttu að fæla fólk frá því að leita yfir Ermasundið yfir höfuð en þær hafa verið gagnrýndar af hjáparsamtökum, sem segja þær ekki munu hafa tilætluð áhrif. Sunak hefur einnig sætt gagnrýni eigin samflokksmanna en Suella Braverman, sem Sunak vék úr embætti innanríkisráðherra á mánudag, birti í gær harðort bréf þar sem hún sagði forsætisráðherrann hafa svikið samkomulag um að gera lagabreytingar til að tryggja að áætlanir stjórnvalda stæðust lög. Sunak hefði ekkert „plan B“ og ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu sem hann hefur nú komist að væru stjórnvöld búin að eyða ári í ekki neitt og komin aftur á upphafsreit í málefnum hælisleitenda. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins mun funda í dag og ræða niðurstöðuna en fastlega er gert ráð fyrir að þeir muni í kjölfarið krefjast þess að Bretar segi sig frá Mannréttindadómstól Evrópu til að geta ráðið því hvernig þeir haga málaflokknum.
Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Rúanda Tengdar fréttir Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. 13. nóvember 2023 09:02 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. 13. nóvember 2023 09:02
Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23