Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2023 09:02 Braverman nýtur mikils stuðnings ákveðins hóps innan Íhaldsflokksins en meirihlutinn virðist hafa verið fylgjandi því að hún yrði látin fara. AP Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. PA hefur eftir heimildarmönnum innan Íhaldsflokksins að um sé að ræða uppstokkun af hálfu forsætisráðherrans til að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar til að taka langtíma ákvarðanir „fyrir bjartari framtíð“. Kallað hefur verið eftir afsögn Braverman síðustu daga og vikur en hún vakti meðal annars reiði meðal flokkssystkina sinna í síðustu viku þegar hún hunsaði beiðnir frá skrifstofu forsætisráðherrans um að hún mildaði aðsenda grein sem birtist í Times. Braverman vakti mikla reiði þegar hún kallaði áköll mótmælenda eftir vopnahléi á Gasa „hatursgöngu“. Þá gaf hún í um helgina og kallaði eftir frekari aðgerðum gegn mótmælum stuðningsmanna Palestínu. Sagði ráðherrann á X/Twitter: „Þetta má ekki halda áfram. Viku eftir viku eru götur Lundúna mengaðar hatri, ofbeldi og gyðingaandúð. Ráðist er á almenna borgara og þeim ógnað. Gyðingar sérstaklega upplifa ógn. Frekari aðgerða er þörf,“ sagði Braverman. Menn hafa velt því fyrir sér hvort Sunak hefði kjark til að láta Braverman fara en hún nýtur dyggs stuðnings ákveðins hóps meðal íhaldssamari Íhaldsmanna. Fyrrverandi ráðherra sagði á dögunum að málið hefði leitt til þess að Sunak hefði misst traust á miðjunni. Allt væri ástandið til þess fallið að skafa fylgi af flokknum. Bretland Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
PA hefur eftir heimildarmönnum innan Íhaldsflokksins að um sé að ræða uppstokkun af hálfu forsætisráðherrans til að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar til að taka langtíma ákvarðanir „fyrir bjartari framtíð“. Kallað hefur verið eftir afsögn Braverman síðustu daga og vikur en hún vakti meðal annars reiði meðal flokkssystkina sinna í síðustu viku þegar hún hunsaði beiðnir frá skrifstofu forsætisráðherrans um að hún mildaði aðsenda grein sem birtist í Times. Braverman vakti mikla reiði þegar hún kallaði áköll mótmælenda eftir vopnahléi á Gasa „hatursgöngu“. Þá gaf hún í um helgina og kallaði eftir frekari aðgerðum gegn mótmælum stuðningsmanna Palestínu. Sagði ráðherrann á X/Twitter: „Þetta má ekki halda áfram. Viku eftir viku eru götur Lundúna mengaðar hatri, ofbeldi og gyðingaandúð. Ráðist er á almenna borgara og þeim ógnað. Gyðingar sérstaklega upplifa ógn. Frekari aðgerða er þörf,“ sagði Braverman. Menn hafa velt því fyrir sér hvort Sunak hefði kjark til að láta Braverman fara en hún nýtur dyggs stuðnings ákveðins hóps meðal íhaldssamari Íhaldsmanna. Fyrrverandi ráðherra sagði á dögunum að málið hefði leitt til þess að Sunak hefði misst traust á miðjunni. Allt væri ástandið til þess fallið að skafa fylgi af flokknum.
Bretland Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira