Lee Sharpe sendir Grindvíkingum kveðju: „Mjög sérstakur staður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2023 13:04 Lee Sharpe fagnar marki í leik með Manchester United. getty/David Davies Lee Sharpe, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur sent Grindvíkingum kveðju vegna ástandsins þar í bæ. Öllum íbúum Grindavíkur var gert að yfirgefa bæinn á föstudaginn vegna skjálftavirkni á svæðinu. Enn eru taldar miklar líkur á gosi sem yrði að öllum líkindum við kvikuganginn. Grindvíkingum hafa borist baráttukveðjur víða að undanfarna daga. Meðal þeirra sem hafa sýnt bæjarbúum stuðning í þeirri erfiðu stöðu sem þeir eru í er Sharpe. Hann sló í gegn með United í byrjun 10. áratugarins og varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu. Sharpe lék átta landsleiki fyrir England. Eftir að hann yfirgaf United 1996 fjaraði undan ferlinum og hann samdi við Grindavík 2003. Sharpe stoppaði þó stutt við í Grindavík og lék aðeins fimm leiki í deild og bikar með liðinu. Hann er þó ekki búinn að gleyma dvöl sinni í bænum fyrir tuttugu árum og sendi bæjarbúum kveðju á Twitter í dag. „Er að hugsa um magnaða fólkið í Grindavík. Þetta er mjög sérstakur staður,“ skrifaði Sharpe á Twitter. Thinking of the wonderful people of Grindavik. A very special place — Lee Sharpe (@Sharpeyofficial) November 14, 2023 Í sjónvarpsþættinum Foringjarnir viðurkenndi Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur að Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. „Enn og aftur var ég efins um þetta. Auðvitað er frábært að fá svona nafn en ég sagði strax að við myndum ekki höndla það, hvorki leikmenn, stjórnarmenn né þjálfarar. Þetta væri bara það stórt nafn og svo kostaði þetta þvílíka fjármuni,“ sagði Jónas. „Það voru tveir bræður sem eru miklir stuðningsmenn og ævintýramenn, yndislegir drengir, sem stóðu að baki þessu. Þeir komu þrisvar og bönkuðu og sögðu að allt væri klárt, að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að safna peningunum. Á endanum var þetta samþykkt og það fór eins og það fór. Hann stoppaði bara í tvo til þrjá mánuði.“ Sharpe lagði skóna á hilluna 2004 eftir að hafa leikið með Garforth Town. Hann hefur síðan gert garðinn frægan í sjónvarpi og gerðist atvinnumaður í golfi. Sharpe er búsettur á Spáni í dag. UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Enn miklar líkur á gosi sem yrði líklegast við kvikuganginn Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Öllum íbúum Grindavíkur var gert að yfirgefa bæinn á föstudaginn vegna skjálftavirkni á svæðinu. Enn eru taldar miklar líkur á gosi sem yrði að öllum líkindum við kvikuganginn. Grindvíkingum hafa borist baráttukveðjur víða að undanfarna daga. Meðal þeirra sem hafa sýnt bæjarbúum stuðning í þeirri erfiðu stöðu sem þeir eru í er Sharpe. Hann sló í gegn með United í byrjun 10. áratugarins og varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu. Sharpe lék átta landsleiki fyrir England. Eftir að hann yfirgaf United 1996 fjaraði undan ferlinum og hann samdi við Grindavík 2003. Sharpe stoppaði þó stutt við í Grindavík og lék aðeins fimm leiki í deild og bikar með liðinu. Hann er þó ekki búinn að gleyma dvöl sinni í bænum fyrir tuttugu árum og sendi bæjarbúum kveðju á Twitter í dag. „Er að hugsa um magnaða fólkið í Grindavík. Þetta er mjög sérstakur staður,“ skrifaði Sharpe á Twitter. Thinking of the wonderful people of Grindavik. A very special place — Lee Sharpe (@Sharpeyofficial) November 14, 2023 Í sjónvarpsþættinum Foringjarnir viðurkenndi Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur að Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. „Enn og aftur var ég efins um þetta. Auðvitað er frábært að fá svona nafn en ég sagði strax að við myndum ekki höndla það, hvorki leikmenn, stjórnarmenn né þjálfarar. Þetta væri bara það stórt nafn og svo kostaði þetta þvílíka fjármuni,“ sagði Jónas. „Það voru tveir bræður sem eru miklir stuðningsmenn og ævintýramenn, yndislegir drengir, sem stóðu að baki þessu. Þeir komu þrisvar og bönkuðu og sögðu að allt væri klárt, að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að safna peningunum. Á endanum var þetta samþykkt og það fór eins og það fór. Hann stoppaði bara í tvo til þrjá mánuði.“ Sharpe lagði skóna á hilluna 2004 eftir að hafa leikið með Garforth Town. Hann hefur síðan gert garðinn frægan í sjónvarpi og gerðist atvinnumaður í golfi. Sharpe er búsettur á Spáni í dag.
UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Enn miklar líkur á gosi sem yrði líklegast við kvikuganginn Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Vaktin: Enn miklar líkur á gosi sem yrði líklegast við kvikuganginn Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó