Utan vallar: Vonum að andi Mozart svífi yfir fótboltavöllum í Vín Aron Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2023 08:30 Frá leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM Vísir/Hulda Margrét Það er á slóðum Mozart sem íslenska karlalandsliðið hefur hafið undirbúning sinn fyrir komandi verkefni sitt í undankeppni EM, tvo síðustu leiki sína í J-riðli, að fullu hér í Vínarborg í Austurríki. Aron Guðmundsson skrifar frá Vínarborg. Afhverju er landsliðið í Vínarborg? Eins og fyrr sagði er íslenska landsliðið nú statt í Vínarborg og í dag fer fram seinni æfingardagur liðsins hér á æfingarsvæði austurríska úrvalsdeildarliðsins Rapid Wien við afbragðs aðstæður. Aðstæður hér í Vínarborg eru til fyrirmyndar. Hér má sjá Allianz leikvanginn, heimavöll Rapid Wien og svo æfingarsvæði félagsins þar sem íslenska landsliðið æfir.Mynd: Rapid Wien Eftir fremur blauta æfingu í gær, líkt og sjá mátti af myndum sem birtar voru á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands, heilsar Vínarborg skýjuðum og rigningalegum himni en hann á þó að haldast þurr fram eftir degi. Hitastigið í kringum fimmtán gráður. Það er virkilega hentugt fyrir landsliðið að æfa hér fyrir leikinn gegn Slóvökum í Bratislava á fimmtudaginn kemur. Bratislava er aðeins í klukkustundar fjarlægð frá Vínarborg og því alls ekki um langt ferðalag að ræða fyrir liðið þegar kemur að því að færa sig yfir til Slóvakíu. Íslenska landsliðið æfir í dag klukkan ellefu að staðartíma, klukkan tíu á íslenskum tíma. Mikilvægi komandi leikja Íslenska landsliðið á enn tölfræðilegan möguleika á því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í gegnum þennan J-riðil en þeir möguleikar eru samt sem áður afar litlir. Liðið myndi þurfa að vinna báða af þessum tveimur síðustu leikjum sínum, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal, og á sama tíma treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. En þó svo að EM sætið yrði ekki tryggt í gegnum þennan J-riðil er ekki öll nótt úti enn fyrir íslenska landsliðið. Það er fjallabaksleið í áttina á þessu eftirsótta EM-sæti í gegnum umspil er miðast við gengi liðanna í Þjóðadeild UEFA. Miðað við árangurinn þar, sem og núverandi stöðu í undankeppni EM, er Ísland inni í þessu umspili. Raunar metur tölfræðisíðan Football Rankings, sem gefur iðulega út spár byggðar á tölfræði í tengslum við hin ýmsu mót í knattspyrnuheiminum, að möguleikar Íslands á sæti í umræddu umspili séu 98% hvorki meira né minna. Chances to end up in EURO 2024 qualifying Play-offs: Greece - 99% Iceland - 98% Luxembourg - 97% Poland - 96% Estonia - 96% Kazakhstan - 91% Israel - 64% Wales - 60% Ukraine - 59% Croatia - 41% Italy - 41% Norway - 33% Azerbaijan - 11% pic.twitter.com/UxPMiq6mW1— Football Rankings (@FootRankings) November 13, 2023 Mikilvægi þessara komandi leikja er því gífurlegt. Íslenska landsliðið hefur verið í mótun frá því að Norðmaðurinn og landsliðsþjálfarinn Åge Hareide tók við stjórnartaumunum síðastliðið sumar. Komandi leikir munu marka fleiri skref í þeirri mótun. Åge sjálfur hefur sett stefnuna fyrir liðið á EM líkt og túlka mátti orð hans á blaðamannafundi þegar að landsliðshópur Íslands í yfirstandandi verkefni var opinberaður. Á slóðum Mozart Vínarborg er uppfull af sögu og menningu og ætla ég mér ekki að þykjast vera fróður um sögu borgarinnar. Hins vegar er auðveldlega hægt að finna hversu ríkulega sú saga er tengd við austurríska tónskáldið Wolfang Amadeus Mozart, eitt merkasta tónskáld sem gengið hefur um á þessari jörðu. Á Vísindavefnum má finna ítarlega grein um ævi og störf Mozart sem og tengingu hans við Vínarborg og segir meðal annars þar í grein sem tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson skrifar: „Konsertarnir sem Mozart samdi í Vínarborg eru með merkustu tónsmíðum hans og þeir opnuðu honum dyr að frægð og frama.“ Það er vonandi að andi Mozart svífi yfir fótboltavöllum hér í Vínarborg þessa dagana. Sér í lagi yfir æfingarvelli Rapid Wien og að íslenska landsliðið finni vísbendingar um hvar lyklana að EM-dyrunum sé að finna. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Austurríki Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Vínarborg. Afhverju er landsliðið í Vínarborg? Eins og fyrr sagði er íslenska landsliðið nú statt í Vínarborg og í dag fer fram seinni æfingardagur liðsins hér á æfingarsvæði austurríska úrvalsdeildarliðsins Rapid Wien við afbragðs aðstæður. Aðstæður hér í Vínarborg eru til fyrirmyndar. Hér má sjá Allianz leikvanginn, heimavöll Rapid Wien og svo æfingarsvæði félagsins þar sem íslenska landsliðið æfir.Mynd: Rapid Wien Eftir fremur blauta æfingu í gær, líkt og sjá mátti af myndum sem birtar voru á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands, heilsar Vínarborg skýjuðum og rigningalegum himni en hann á þó að haldast þurr fram eftir degi. Hitastigið í kringum fimmtán gráður. Það er virkilega hentugt fyrir landsliðið að æfa hér fyrir leikinn gegn Slóvökum í Bratislava á fimmtudaginn kemur. Bratislava er aðeins í klukkustundar fjarlægð frá Vínarborg og því alls ekki um langt ferðalag að ræða fyrir liðið þegar kemur að því að færa sig yfir til Slóvakíu. Íslenska landsliðið æfir í dag klukkan ellefu að staðartíma, klukkan tíu á íslenskum tíma. Mikilvægi komandi leikja Íslenska landsliðið á enn tölfræðilegan möguleika á því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í gegnum þennan J-riðil en þeir möguleikar eru samt sem áður afar litlir. Liðið myndi þurfa að vinna báða af þessum tveimur síðustu leikjum sínum, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal, og á sama tíma treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. En þó svo að EM sætið yrði ekki tryggt í gegnum þennan J-riðil er ekki öll nótt úti enn fyrir íslenska landsliðið. Það er fjallabaksleið í áttina á þessu eftirsótta EM-sæti í gegnum umspil er miðast við gengi liðanna í Þjóðadeild UEFA. Miðað við árangurinn þar, sem og núverandi stöðu í undankeppni EM, er Ísland inni í þessu umspili. Raunar metur tölfræðisíðan Football Rankings, sem gefur iðulega út spár byggðar á tölfræði í tengslum við hin ýmsu mót í knattspyrnuheiminum, að möguleikar Íslands á sæti í umræddu umspili séu 98% hvorki meira né minna. Chances to end up in EURO 2024 qualifying Play-offs: Greece - 99% Iceland - 98% Luxembourg - 97% Poland - 96% Estonia - 96% Kazakhstan - 91% Israel - 64% Wales - 60% Ukraine - 59% Croatia - 41% Italy - 41% Norway - 33% Azerbaijan - 11% pic.twitter.com/UxPMiq6mW1— Football Rankings (@FootRankings) November 13, 2023 Mikilvægi þessara komandi leikja er því gífurlegt. Íslenska landsliðið hefur verið í mótun frá því að Norðmaðurinn og landsliðsþjálfarinn Åge Hareide tók við stjórnartaumunum síðastliðið sumar. Komandi leikir munu marka fleiri skref í þeirri mótun. Åge sjálfur hefur sett stefnuna fyrir liðið á EM líkt og túlka mátti orð hans á blaðamannafundi þegar að landsliðshópur Íslands í yfirstandandi verkefni var opinberaður. Á slóðum Mozart Vínarborg er uppfull af sögu og menningu og ætla ég mér ekki að þykjast vera fróður um sögu borgarinnar. Hins vegar er auðveldlega hægt að finna hversu ríkulega sú saga er tengd við austurríska tónskáldið Wolfang Amadeus Mozart, eitt merkasta tónskáld sem gengið hefur um á þessari jörðu. Á Vísindavefnum má finna ítarlega grein um ævi og störf Mozart sem og tengingu hans við Vínarborg og segir meðal annars þar í grein sem tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson skrifar: „Konsertarnir sem Mozart samdi í Vínarborg eru með merkustu tónsmíðum hans og þeir opnuðu honum dyr að frægð og frama.“ Það er vonandi að andi Mozart svífi yfir fótboltavöllum hér í Vínarborg þessa dagana. Sér í lagi yfir æfingarvelli Rapid Wien og að íslenska landsliðið finni vísbendingar um hvar lyklana að EM-dyrunum sé að finna.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Austurríki Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira