Hvernig kemst Ísland inn á EM í fótbolta á sunnudaginn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 07:30 Alfreð Finnbogason er að sjálfsögðu með hlutina á hreinu. Þrjú stig á móti Slóvakíu. Það er það eina sem dugar. Vísir/Hulda Margré Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enn tölfræðilega möguleika á því að komast beint á Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári. Tveir síðustu leikir riðlakeppninnar eru fram undan en íslenska liðið situr nú í fjórða sæti riðilsins, sex stigum frá EM-sætinu. Þökk sé 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta verkefni lifir enn smá vonarglæta. Það eru bara sex stig eftir í pottinum og það þarf því margt að ganga upp til þess að íslenska liðið nái öðru sætinu í riðlinum. Baráttan á milli þriggja þjóða Portúgal er með fullt hús á toppi riðilsins og fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM næsta sumar. Baráttan um hitt sætið stendur á milli Slóvakíu, Lúxemborgar og Íslands. Slóvakar eru auðvitað í langbestu stöðunni. Slóvakía er með sextán stig eða sex stigum meira en Ísland. Lúxemborg er einu stigi á undan Íslandi. Til þess að komast á EM á sunnudaginn þá þurfa íslensku strákarnir að vinna báða sína leiki og fá að auki mikla hjálp frá Bosníumönnum. Orri Steinn Óskarron og Hákon Arnar Haraldsson eru tveir ungir leikmenn að skapa sér nafn í íslenska landsliðinu. Það væri gaman að sjá þá á EM næsta sumar.Vísir/Hulda Margrét Úrslitin gætu reyndar ráðist strax í fyrri leiknum þar sem Slóvakar taka á móti íslenska liðinu á fimmtudagskvöldið. Slóvakar geta tryggt sig inn á EM Vinni Slóvakar leikinn á móti Íslandi þá tryggja þeir sér sæti á EM en jafntefli gæti líka dugað takist Lúxemborg ekki að vinna sinn leik. Ísland verður að vinna leikinn til að vonin lifi. Vinni íslenska liðið Slóvakíu þá mun liðið eiga enn möguleika á sæti á EM í lokaleiknum á sunnudaginn. Íslensku strákarnir þyrftu þá að vinna Portúgal á útivelli á sama tíma og Slóvakar myndu tapa fyrir Bosníumönnum á útivelli. Markatalan góð Með sigri á Slóvökum þá væri markatala Íslands þegar orðin betri en sú hjá Slóvökum þökk sé meðal annars tveimur stórsigrum íslenska liðsins á Liechtenstein. Það myndi jafnframt þýða að aðeins eins marks sigur Íslands og eins mars tap Slóvakíu á sunnudagskvöldið myndi færa strákunum okkar EM-sætið. Svo framarlega auðvitað að Lúxemborg missi af stigum í öðrum leikja sinna. Hákon Arnar Haraldsson er lykilmaður íslenska liðsins í dag.Vísir/Hulda Margrét Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Sjá meira
Tveir síðustu leikir riðlakeppninnar eru fram undan en íslenska liðið situr nú í fjórða sæti riðilsins, sex stigum frá EM-sætinu. Þökk sé 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta verkefni lifir enn smá vonarglæta. Það eru bara sex stig eftir í pottinum og það þarf því margt að ganga upp til þess að íslenska liðið nái öðru sætinu í riðlinum. Baráttan á milli þriggja þjóða Portúgal er með fullt hús á toppi riðilsins og fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM næsta sumar. Baráttan um hitt sætið stendur á milli Slóvakíu, Lúxemborgar og Íslands. Slóvakar eru auðvitað í langbestu stöðunni. Slóvakía er með sextán stig eða sex stigum meira en Ísland. Lúxemborg er einu stigi á undan Íslandi. Til þess að komast á EM á sunnudaginn þá þurfa íslensku strákarnir að vinna báða sína leiki og fá að auki mikla hjálp frá Bosníumönnum. Orri Steinn Óskarron og Hákon Arnar Haraldsson eru tveir ungir leikmenn að skapa sér nafn í íslenska landsliðinu. Það væri gaman að sjá þá á EM næsta sumar.Vísir/Hulda Margrét Úrslitin gætu reyndar ráðist strax í fyrri leiknum þar sem Slóvakar taka á móti íslenska liðinu á fimmtudagskvöldið. Slóvakar geta tryggt sig inn á EM Vinni Slóvakar leikinn á móti Íslandi þá tryggja þeir sér sæti á EM en jafntefli gæti líka dugað takist Lúxemborg ekki að vinna sinn leik. Ísland verður að vinna leikinn til að vonin lifi. Vinni íslenska liðið Slóvakíu þá mun liðið eiga enn möguleika á sæti á EM í lokaleiknum á sunnudaginn. Íslensku strákarnir þyrftu þá að vinna Portúgal á útivelli á sama tíma og Slóvakar myndu tapa fyrir Bosníumönnum á útivelli. Markatalan góð Með sigri á Slóvökum þá væri markatala Íslands þegar orðin betri en sú hjá Slóvökum þökk sé meðal annars tveimur stórsigrum íslenska liðsins á Liechtenstein. Það myndi jafnframt þýða að aðeins eins marks sigur Íslands og eins mars tap Slóvakíu á sunnudagskvöldið myndi færa strákunum okkar EM-sætið. Svo framarlega auðvitað að Lúxemborg missi af stigum í öðrum leikja sinna. Hákon Arnar Haraldsson er lykilmaður íslenska liðsins í dag.Vísir/Hulda Margrét Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki
Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Sjá meira