Innlent

Hleypa öllum inn í bæinn: Há­mark tveir í hverjum bíl

Árni Sæberg skrifar
Bílaröðin mun nú streyma inn í Grindavík.
Bílaröðin mun nú streyma inn í Grindavík. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa öllum íbúum Grindavíkur inn í bæinn núna.

Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að aðeins tveir megi vera í hverjum einkabíl og fólk sé beðið um að taka eins stuttan tíma og hægt er. Einungis sé unnt að vinna í dagsbirtu.

Viðbragsaðilar hafi merkt þar sem skemmdir eru í vegum í bænum með keilum. Íbúar verði hlusta eftir hljóðmerkjum ef viðbragðsaðilar gefa slík merki og virða slíkt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×