Erlent

Andspyrnumenn felldu þrjá rúss­neska leyni­þjónustu­menn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Árásir úkraínskra andspyrnumanna hafa verið tíðar í Melitopol.
Árásir úkraínskra andspyrnumanna hafa verið tíðar í Melitopol. AP Photo/Laurent Cipriani

Að minnsta kosti þrír rússneskir leyniþjónustumenn voru drepnir í úkraínsku borginni Melitopol í gær.

 Borgin sem er í Zaphorizia héraði hefur verið á valdi Rússa undanfarin misseri og segir úkraínska leyniþjónustan að árásin hafi verið gerð af úkraínskum andspyrnumönnum í borginni. Rússarnir voru á fundi á pósthúsi borgarinnar og þar voru samankomnir fulltrúar frá FSB leyniþjónustunni og frá rússneska heimavarnarliðinu.

Úkraínumenn segja að þrír hið minnsta hafi látið lífið þegar sprengja sprakk á pósthúsinu en Rússar hafa ekki tjáð sig um málið. Úkraínumenn hafa margsinnis gert slíkar árásir í Melitopol en borgin hefur orðið verið ákveðin miðstöð fyrir rússneska innrásarliðið allt frá því þeir tóku borgina á fyrstu dögum stríðsins.


Tengdar fréttir

Selenskí varar Úkraínumenn við auknum árásum á innviði

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur varað Úkraínumenn við auknar árásir Rússa á innviði í landinu nú þegar vetur gengur í garð. Hann segir herinn búinn undir sókn Rússa á austurvígstöðvunum.

Dó þeg­ar af­mæl­is­gjöf­in sprakk

Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×