Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2023 06:54 Ísraelskur hermaður í barnaherbergi íbúðar á Gasa. AP/Ohad Zwigenberg Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. Forsætisráðherrann sagði fyrr í vikunni að Ísraelar myndu þurfa að hafa umsjón með öryggisástandinu á svæðinu um óákveðinn tíma að átökum loknum en ummælin mættu nokkurri andstöðu hjá stjórnvöldum vestanhafs. Netanyahu sagði svo í samtali við Fox News í gær að borgaraleg yfirvöld þyrftu að verða til á svæðinu en Ísrael myndi tryggja að árásir á borð við þær sem áttu sér stað 7. október síðastliðinn myndu ekki endurtaka sig. „Við leitumst ekki eftir því að sigra Gasa, við leitumst ekki eftir því að hernema Gasa og við leitumst ekki eftir því að stjórna Gasa,“ sagði forsætisráðherrann. Hann gaf þó í skyn að Ísraelsmenn myndu ekki veigra sér við því að fara inn á Gasa og „drepa morðingjana“ ef afl á borð við Hamas virtist í fæðingu. Palestínsk yfirvöld segja Ísraelsmenn hafa gert árásir á eða við þrjá spítala á Gasa í morgun, meðal annars Al Shifa. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökununum en hefur áður sagt að „hjarta“ aðgerða Hamas 7. október hafi verið á svæðinu umhverfis spítalann. Þúsundir íbúa Gasa streymdu suður í gær, á sama tíma og Bandaríkjamenn greindu frá því að Ísraelsmenn hefðu fallist á að gera reglubundin fjögurra klukkustunda hlé á árásum sínum til að hleypa fólki burtu og neyðaraðstoð að. Ekkert lát virðist þó á árásum enn sem komið er, ef marka má erlenda miðla. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði fyrr í vikunni að Ísraelar myndu þurfa að hafa umsjón með öryggisástandinu á svæðinu um óákveðinn tíma að átökum loknum en ummælin mættu nokkurri andstöðu hjá stjórnvöldum vestanhafs. Netanyahu sagði svo í samtali við Fox News í gær að borgaraleg yfirvöld þyrftu að verða til á svæðinu en Ísrael myndi tryggja að árásir á borð við þær sem áttu sér stað 7. október síðastliðinn myndu ekki endurtaka sig. „Við leitumst ekki eftir því að sigra Gasa, við leitumst ekki eftir því að hernema Gasa og við leitumst ekki eftir því að stjórna Gasa,“ sagði forsætisráðherrann. Hann gaf þó í skyn að Ísraelsmenn myndu ekki veigra sér við því að fara inn á Gasa og „drepa morðingjana“ ef afl á borð við Hamas virtist í fæðingu. Palestínsk yfirvöld segja Ísraelsmenn hafa gert árásir á eða við þrjá spítala á Gasa í morgun, meðal annars Al Shifa. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökununum en hefur áður sagt að „hjarta“ aðgerða Hamas 7. október hafi verið á svæðinu umhverfis spítalann. Þúsundir íbúa Gasa streymdu suður í gær, á sama tíma og Bandaríkjamenn greindu frá því að Ísraelsmenn hefðu fallist á að gera reglubundin fjögurra klukkustunda hlé á árásum sínum til að hleypa fólki burtu og neyðaraðstoð að. Ekkert lát virðist þó á árásum enn sem komið er, ef marka má erlenda miðla.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira