Jill Stein gerir aðra atlögu að Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2023 22:05 Jill Stein sækist eftir tilnefningu Græningja fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. EPA/JUSTIN LANE Jill Stein tilkynnti í kvöld að hún ætlaði aftur að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna og aftur fyrir Græningja. Hún bauð sig einnig fram árið 2016 og hefur verið sökuð um það að hafa kostað Demókrata Hvíta húsið og tryggt Donald Trump embættið. Það er þrátt fyrir að hún hafi eingöngu fengið um eitt prósent atkvæða, eða um 1,4 milljónir. Í frétt Washington Post segir að Stein hafi fyrir skömmu stýrt framboði fræðimannsins Cornel West en hann sóttist upprunalega eftir tilnefningu Græningja, áður en hann sagðist ætla að bjóða sig fram sem óháður. Þá sagði Stein að West væri rétti maðurinn fyrir Bandaríkin. Í yfirlýsingu sem hún birti í dag segir Stein, sem er 73 ára gömul, að núverandi pólitískt kerfi Bandaríkjanna hafi misheppnast og brugðist Bandaríkjamönnum. The political system is broken. Over 60% of us now say the two-party establishment has failed us and we need a party that serves the people.I m running for President to offer a better choice for the people. Join us!https://t.co/sjGXNNSnmK pic.twitter.com/QkrugPGadb— Dr. Jill Stein (@DrJillStein) November 9, 2023 Eins og áður segir fékk Stein 1,4 milljónir en Demókratar hafa samt sakað hana um að hafa kostað Hillary Clinton forsetaembættið í kosningunum 2016. Það var vegna þess að í þremur barátturíkjum, fékk Stein fleiri atkvæði en Trump vann með. Það er að segja, hefði Clinton fengið atkvæði Stein í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin, þá hefði hún orðið forseti Bandaríkjanna en ekki Donald Trump. Í grein Washington Post segir þó að sérfræðingar telji líklegt að fólkið sem kaus Stein hefði frekar sleppt því að taka þátt en að kjósa Clinton. Eftir kosningarnar 2016 voru tengsl Stein við Rússland rannsökuð af njósnamálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Það var eftir að í ljós kom að hún var stödd á kvöldverði í Moskvu árið 2015 og sat hún við sama borð og Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat einnig við sama borð. Sjá einnig: Tengsl forsetaframbjóðanda Græningja við Rússland til rannsóknar Trump rak Flynn eftir að hann laug að starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Seinna meir, eftir að hann játaði að hafa framið glæp, náðaði Trump svo Flynn. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þetta er ekki kosningafundur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal. 6. nóvember 2023 18:13 Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. 6. nóvember 2023 07:20 Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. 31. október 2023 14:30 Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Það er þrátt fyrir að hún hafi eingöngu fengið um eitt prósent atkvæða, eða um 1,4 milljónir. Í frétt Washington Post segir að Stein hafi fyrir skömmu stýrt framboði fræðimannsins Cornel West en hann sóttist upprunalega eftir tilnefningu Græningja, áður en hann sagðist ætla að bjóða sig fram sem óháður. Þá sagði Stein að West væri rétti maðurinn fyrir Bandaríkin. Í yfirlýsingu sem hún birti í dag segir Stein, sem er 73 ára gömul, að núverandi pólitískt kerfi Bandaríkjanna hafi misheppnast og brugðist Bandaríkjamönnum. The political system is broken. Over 60% of us now say the two-party establishment has failed us and we need a party that serves the people.I m running for President to offer a better choice for the people. Join us!https://t.co/sjGXNNSnmK pic.twitter.com/QkrugPGadb— Dr. Jill Stein (@DrJillStein) November 9, 2023 Eins og áður segir fékk Stein 1,4 milljónir en Demókratar hafa samt sakað hana um að hafa kostað Hillary Clinton forsetaembættið í kosningunum 2016. Það var vegna þess að í þremur barátturíkjum, fékk Stein fleiri atkvæði en Trump vann með. Það er að segja, hefði Clinton fengið atkvæði Stein í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin, þá hefði hún orðið forseti Bandaríkjanna en ekki Donald Trump. Í grein Washington Post segir þó að sérfræðingar telji líklegt að fólkið sem kaus Stein hefði frekar sleppt því að taka þátt en að kjósa Clinton. Eftir kosningarnar 2016 voru tengsl Stein við Rússland rannsökuð af njósnamálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Það var eftir að í ljós kom að hún var stödd á kvöldverði í Moskvu árið 2015 og sat hún við sama borð og Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, sat einnig við sama borð. Sjá einnig: Tengsl forsetaframbjóðanda Græningja við Rússland til rannsóknar Trump rak Flynn eftir að hann laug að starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um samskipti sín við þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Seinna meir, eftir að hann játaði að hafa framið glæp, náðaði Trump svo Flynn.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þetta er ekki kosningafundur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal. 6. nóvember 2023 18:13 Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. 6. nóvember 2023 07:20 Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. 31. október 2023 14:30 Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
„Þetta er ekki kosningafundur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal. 6. nóvember 2023 18:13
Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. 6. nóvember 2023 07:20
Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. 31. október 2023 14:30
Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46