Erlent

Tengsl forsetaframbjóðanda Græningja við Rússland til rannsóknar

Samúel Karl Ólason skrifar
Jill Stein, læknir og forsetaframbjóðandi Græningja.
Jill Stein, læknir og forsetaframbjóðandi Græningja. Vísir/Getty
Þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál rannsakar nú tengsl Jill Stein, forsetaframbjóðanda Græningja, við Rússland. Komið hefur í ljós að Stein var viðstödd kvöldverð í Moskvu árið 2015, þar sem verið var að fagna afmælis ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Rússlandi.

Kvöldverðurinn hefur vakið athygli þar sem Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, var einnig viðstaddur og sat við hliðina á Vladimir Putin, forseta Rússlands. Stein sat við sama borð.

Þingnefndin rannsakar afskipti stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.

Stein sagði í tilkynningu í dag að hún ætlaði að starfa að fullu með nefndinni og afhenda öll gögn sem sneru að málinu. Enn fremur segir hún að hún hafi fengið boð um að mæta á kvöldverðinn og að framboð hennar hefði ekki fengið neinar greiðslur fyrir ferðina.



Um eitt prósent Bandaríkjamanna kusu Stein í kosningunum í fyrra.

Samkvæmt frétt Washington Post eru þessar vendingar til marks um að rannsókn þingnefndarinnar sé ekki að ljúka, eins og hefur verið haldið fram um rannsóknarnefnd fulltrúadeildarinnar.


Tengdar fréttir

Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump

Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×