Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. nóvember 2023 16:18 Spænskir sósíalistar undir stjórn Pedro Sanchez ná samkomulagi við katalónska aðskilnaðarsinnum um uppreist æru. Getty/Eduardo Parra Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. Sakaruppgjöfin mun ná yfir meira en fjögur þúsund manns, flest hverra eru opinberir starfsmenn og óbreyttir borgarar sem tóku með einum eða öðrum hætti þátt í kosningu um sjálfstæðisyfirlýsingu sem var úrskurðuð ólögmæt af spænskum dómsvöldum. Sakaruppgjöfin mun einnig ná allt til ársins 2012, talsvert fyrir kosninguna. Þessu greinir DW frá. Útlaginn snúi aftur Andstæðingar sósíalista segja samkomulagið jafngilda því að fá atkvæði í skiptum fyrir lögleysu. Samningurinn er gríðarlega umdeildur á Spáni en án þingmanna Junts-flokksins sem útlaginn Carles Puigdemont stofnaði, er líklegt að ganga þurfi til kosninga á ný. Sósíalistar hafa þegar náð samkomulagi við annan katalónskan aðskilnaðarflokk, Katalónska vinstri-lýðveldisflokkinn, um ríkisstjórnarmyndun. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti KatalóníuVísir/AFP Carles Puigdemont var forseti Katalóníu og leiðtogi sjálfstæðisherferðarinnar. Eftir mikil mótmæli og átök í Katalóníu var kosningin dæmd ólögmæt af hæstarétti Spánar og Carles kærður fyrir landráð. Í kjölfarið flúði hann til Brussel og hefur verið í útlegð þar síðan. Ef spænska þingið samþykkir þetta samkomulag má leiða að því líkum að Carles snúi aftur til Spánar og til katalónskra stjórnmála. Ofbeldisfull mótmæli Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, kallar þetta ógn við samheldni spænsku þjóðarinnar og sakar Pedro um að gera hvað sem er til að halda völdum. Leiðtogar Lýðflokksins, helsta andstöðuflokks sósíalista, efndu til stórra mótmæla í borginni Malaga á sunnudaginn og halda því fram að meira en 20 þúsund manns hafi sótt þau. Margir særðust á fjölmennum mótmælum öfgahægrimanna í Madríd AP/Paul White Það var einnig mótmælt í Madríd á þriðjudagskvöld fyrir utan höfuðstöðvar sósíalista. Um sjö þúsund manns sóttu mótmælin, þar á meðal öfgamenn úr röðum Vox, fleiri öfgahópa og nýnasistahópa. Myndbandsefni frá mótmælunum frá El País sýnir hóp mótmælenda úthrópa forsætisráðherrann. Þeir kölluðu hann meðal annars „tíkarson,“ „glæpamann“ og „einræðisherra“ ásamt „fagga“. 39 manns særðust á téðum mótmælum, flestir þeirra lögreglumenn. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Sakaruppgjöfin mun ná yfir meira en fjögur þúsund manns, flest hverra eru opinberir starfsmenn og óbreyttir borgarar sem tóku með einum eða öðrum hætti þátt í kosningu um sjálfstæðisyfirlýsingu sem var úrskurðuð ólögmæt af spænskum dómsvöldum. Sakaruppgjöfin mun einnig ná allt til ársins 2012, talsvert fyrir kosninguna. Þessu greinir DW frá. Útlaginn snúi aftur Andstæðingar sósíalista segja samkomulagið jafngilda því að fá atkvæði í skiptum fyrir lögleysu. Samningurinn er gríðarlega umdeildur á Spáni en án þingmanna Junts-flokksins sem útlaginn Carles Puigdemont stofnaði, er líklegt að ganga þurfi til kosninga á ný. Sósíalistar hafa þegar náð samkomulagi við annan katalónskan aðskilnaðarflokk, Katalónska vinstri-lýðveldisflokkinn, um ríkisstjórnarmyndun. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti KatalóníuVísir/AFP Carles Puigdemont var forseti Katalóníu og leiðtogi sjálfstæðisherferðarinnar. Eftir mikil mótmæli og átök í Katalóníu var kosningin dæmd ólögmæt af hæstarétti Spánar og Carles kærður fyrir landráð. Í kjölfarið flúði hann til Brussel og hefur verið í útlegð þar síðan. Ef spænska þingið samþykkir þetta samkomulag má leiða að því líkum að Carles snúi aftur til Spánar og til katalónskra stjórnmála. Ofbeldisfull mótmæli Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, kallar þetta ógn við samheldni spænsku þjóðarinnar og sakar Pedro um að gera hvað sem er til að halda völdum. Leiðtogar Lýðflokksins, helsta andstöðuflokks sósíalista, efndu til stórra mótmæla í borginni Malaga á sunnudaginn og halda því fram að meira en 20 þúsund manns hafi sótt þau. Margir særðust á fjölmennum mótmælum öfgahægrimanna í Madríd AP/Paul White Það var einnig mótmælt í Madríd á þriðjudagskvöld fyrir utan höfuðstöðvar sósíalista. Um sjö þúsund manns sóttu mótmælin, þar á meðal öfgamenn úr röðum Vox, fleiri öfgahópa og nýnasistahópa. Myndbandsefni frá mótmælunum frá El País sýnir hóp mótmælenda úthrópa forsætisráðherrann. Þeir kölluðu hann meðal annars „tíkarson,“ „glæpamann“ og „einræðisherra“ ásamt „fagga“. 39 manns særðust á téðum mótmælum, flestir þeirra lögreglumenn.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira