Vill sjá íslenska landsliðið spila mikilvægan heimaleik í Malmö Aron Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2023 12:10 Åge Hareide, landsliðsþjálfari, og Guðlaugur Victor. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann var meðal annars spurður út í stöðuna á Laugardalsvelli og þá ákvörðun KSÍ að óska eftir því að leika mikilvæga leiki utan landssteinanna í mars á næsta ári. Eins og greint hefur verið frá hefur KSÍ hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi. Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Litlar líkur eru á því að heimaleikur Íslands í mögulegu umspili verði spilaður hér á landi. „Auðvitað er þetta ekki góð staða en við getum ekki ráðið við veðurfarslegar aðstæður í Reykjavík í mars. Eina sem hægt er að gera í stöðunni til framtíðar er að byggja nýjan völl eða setja hita undir Laugardalsvöll,“ sagði Hareide um stöðu mála á blaðamannafundinum fyrr í dag. Slíkt verður ekki gert fyrir mögulegan umspilsleik í Þjóðadeildinni í mars á næsta ári. „Ég hef lagt til við KSÍ að við myndum spila í Malmö ef það er möguleiki,“ sagði Hareide en hann á góðar tengingar þangað eftir að hafa starfað sem aðalþjálfari Malmö á sínum tíma um nokkurra ára skeið. „Ég hef verið þar áður og veit að stuðningsmenn Malmö myndu styðja vel við bakið á okkur. Þá er tiltölulega auðvelt fyrir stuðningsmenn Íslands að ferðast þangað. Ég væri til í að við myndum spila þar.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Åge með eldræðu á blaðamannafundi: „Verði ykkur að því“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. 8. nóvember 2023 11:28 Jóhann Berg og Stefán Teitur koma aftur inn í landsliðið Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í síðasta landsliðsverkefni ársins 2023. 8. nóvember 2023 10:42 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá hefur KSÍ hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi. Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Litlar líkur eru á því að heimaleikur Íslands í mögulegu umspili verði spilaður hér á landi. „Auðvitað er þetta ekki góð staða en við getum ekki ráðið við veðurfarslegar aðstæður í Reykjavík í mars. Eina sem hægt er að gera í stöðunni til framtíðar er að byggja nýjan völl eða setja hita undir Laugardalsvöll,“ sagði Hareide um stöðu mála á blaðamannafundinum fyrr í dag. Slíkt verður ekki gert fyrir mögulegan umspilsleik í Þjóðadeildinni í mars á næsta ári. „Ég hef lagt til við KSÍ að við myndum spila í Malmö ef það er möguleiki,“ sagði Hareide en hann á góðar tengingar þangað eftir að hafa starfað sem aðalþjálfari Malmö á sínum tíma um nokkurra ára skeið. „Ég hef verið þar áður og veit að stuðningsmenn Malmö myndu styðja vel við bakið á okkur. Þá er tiltölulega auðvelt fyrir stuðningsmenn Íslands að ferðast þangað. Ég væri til í að við myndum spila þar.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Åge með eldræðu á blaðamannafundi: „Verði ykkur að því“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. 8. nóvember 2023 11:28 Jóhann Berg og Stefán Teitur koma aftur inn í landsliðið Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í síðasta landsliðsverkefni ársins 2023. 8. nóvember 2023 10:42 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Åge með eldræðu á blaðamannafundi: „Verði ykkur að því“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. 8. nóvember 2023 11:28
Jóhann Berg og Stefán Teitur koma aftur inn í landsliðið Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í síðasta landsliðsverkefni ársins 2023. 8. nóvember 2023 10:42