Fótbolti

KSÍ óskar eftir að spila heima­leiki sína er­lendis

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ekki er hægt að spila á vellinum ef hann verður í þessu ásigkomulagi þegar þar að kemur.
Ekki er hægt að spila á vellinum ef hann verður í þessu ásigkomulagi þegar þar að kemur. Vísir/Vilhelm

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur óskað eftir því að leika möguleiga heimaleiki sína í umspili fyrir EM og í Þjóðadeildinni á erlendri grundu. Leikirnir fara fram snemma árs 2024. Ástæðan er aðstöðuleysi sambandsins yfir vetrartímann hér á landi.

Íslenska karlalandsliðið leikur að öllum líkindum í umspili um sæti á Evrópumótinu 2024 í mars á næsta ári. Kvennalandsliðið gæti leikið í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í febrúar.

Vegna þessa telur stjórn KSÍ að landsliðin þurfi að spila á erlendri grundu. Frá þessu er greint á vef KSÍ. Í fundargerð sambandsins segir:

„Stjórn KSÍ harmar ákaflega þá stöðu sem íslensk knattspyrnu er í vegna aðstöðuleysis, þrátt fyrir alla þá vinnu sem hefur verið unnin undanfarin ár.“

Í fundargerðinni segir einnig að það sé „þungbær ákvörðun“ fyrir stjórn KSÍ að formlega óska eftir því að mögulegir heimaleikir A-landsliðanna verði færðir á erlenda grundu.


Tengdar fréttir

KSÍ skoðar keppnis­velli á er­lendri grundu

Stjórn KSÍ, Knattspyrnusambands Íslands, ákvað á fundi sínum á fimmtudag að athuga með mögulega leikstaði A-landsliða Íslands á erlendri grundu fari svo að liðin þurfi að leika umspilssleiki í febrúar eða mars á komandi árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×