Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 11:59 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Stöð 2/Arnar Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024, sem birt var í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt stutta kynningu á áætluninni í Ráðhúsinu á tólfta tímanum í dag. Hann segir að áætlunin sé lögð fram við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu og að Reykjavíkurborg hafi tekist að takast á við þær aðstæður í ár og við gerð fjárhagsáætlanar. Áætlunin sé lögð fram með afgangi ári á undan áætlun, gert sé ráð fyrir jákvæðu veltufé frá rekstri, hlutfall launa fari lækkandi. „Þetta er auðvitað beint viðbragð við erfiðu rekstrarumhverfi. Það er áhugavert hvað efnahagslegt umhverfi sveitarfélaga og heimila er ótrúlega sveiflukennt á Íslandi,“ segir hann. Tíu milljarða viðsnúningur Þá segir Dagur að útkomuspá sýnir að það stefni í tíu milljarða króna viðsnúning í rekstri borgarinnar milli áranna 2022 og 2023. Áfram verði hagrætt í rekstri og dregið úr fjárfestingum, án þess þó að grunnþjónusta verði skert. Þá sé borgin í sögulegum vexti og tekjur aukist í samræmi við það. „Fjöldi starfandi er að aukast mjög mikið, atvinnuleysi er mjög lítið af því að atvinnulífinu gengur býsna vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Batnandi afkoma næstu fimm ár Fjárhagsáætlun ársins 2024, sem lögð er fyrir borgarstjórn í dag, gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 7,6 milljarða króna. Á árunum 2025-2028 er gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta. Gert er ráð fyrir að í lok árs 2024 nemi eignir samtals 969 milljörðum og aukist um 58,4 milljarða á árinu. Þá er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 46,8 prósent og hækki um 0,7 prósent. Fjárhags- og fimm ára áætlun gerir ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að skuldaviðmið verði yfir viðmiði árin 2024 til 2026, en haldi frá og með árinu 2027. Málefni fatlaðra áfram þungur baggi á borginni Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að draga fram stöðuna í málaflokki fatlaðs fólks. Halli í rekstri málaflokksins hafi farið vaxandi á síðustu árum og reynst vanfjármagnaður um 9,3 milljarða króna árið 2022. „Þessi staða ein og sér hefur mikil áhrif á rekstur borgarinnar og fjárhagslega getu hennar til áframhaldandi þróunar og vaxtar, en auk rekstrarhalla af núverandi þjónustu eru biðlistar eftir búsetuíbúðum og nýjum NPA samningum ófjármagnaðir.“ Á fundinum sagði fjárhagsleg samskipti við ríkið í tengslum við málaflokkinn væru skilgreind sem stærsti áhættuþátturinn í fjármálum Reykjavíkurborgar. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024, sem birt var í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt stutta kynningu á áætluninni í Ráðhúsinu á tólfta tímanum í dag. Hann segir að áætlunin sé lögð fram við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu og að Reykjavíkurborg hafi tekist að takast á við þær aðstæður í ár og við gerð fjárhagsáætlanar. Áætlunin sé lögð fram með afgangi ári á undan áætlun, gert sé ráð fyrir jákvæðu veltufé frá rekstri, hlutfall launa fari lækkandi. „Þetta er auðvitað beint viðbragð við erfiðu rekstrarumhverfi. Það er áhugavert hvað efnahagslegt umhverfi sveitarfélaga og heimila er ótrúlega sveiflukennt á Íslandi,“ segir hann. Tíu milljarða viðsnúningur Þá segir Dagur að útkomuspá sýnir að það stefni í tíu milljarða króna viðsnúning í rekstri borgarinnar milli áranna 2022 og 2023. Áfram verði hagrætt í rekstri og dregið úr fjárfestingum, án þess þó að grunnþjónusta verði skert. Þá sé borgin í sögulegum vexti og tekjur aukist í samræmi við það. „Fjöldi starfandi er að aukast mjög mikið, atvinnuleysi er mjög lítið af því að atvinnulífinu gengur býsna vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Batnandi afkoma næstu fimm ár Fjárhagsáætlun ársins 2024, sem lögð er fyrir borgarstjórn í dag, gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 7,6 milljarða króna. Á árunum 2025-2028 er gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta. Gert er ráð fyrir að í lok árs 2024 nemi eignir samtals 969 milljörðum og aukist um 58,4 milljarða á árinu. Þá er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 46,8 prósent og hækki um 0,7 prósent. Fjárhags- og fimm ára áætlun gerir ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að skuldaviðmið verði yfir viðmiði árin 2024 til 2026, en haldi frá og með árinu 2027. Málefni fatlaðra áfram þungur baggi á borginni Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að draga fram stöðuna í málaflokki fatlaðs fólks. Halli í rekstri málaflokksins hafi farið vaxandi á síðustu árum og reynst vanfjármagnaður um 9,3 milljarða króna árið 2022. „Þessi staða ein og sér hefur mikil áhrif á rekstur borgarinnar og fjárhagslega getu hennar til áframhaldandi þróunar og vaxtar, en auk rekstrarhalla af núverandi þjónustu eru biðlistar eftir búsetuíbúðum og nýjum NPA samningum ófjármagnaðir.“ Á fundinum sagði fjárhagsleg samskipti við ríkið í tengslum við málaflokkinn væru skilgreind sem stærsti áhættuþátturinn í fjármálum Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira