Erlent

Tugir látnir eftir elds­voða á með­ferðar­heimili

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Eldsvoði varð minnst 32 að bana í Íran í morgun.
Eldsvoði varð minnst 32 að bana í Íran í morgun. EPA/Abedin Taherkenareh

Að minnsta kosti 32 létu lífið í eldsvoða í meðferðarheimili eiturlyfjafíknar í norðurhluta Írans dag. BBC greindi frá því að eldur hafi kviknað í Langarud, borg við Kaspíahaf í Gilan-héraði snemma í morgun.

Esmail Sadeghi, forseti héraðsdómstóls þar í landi, sagði á blaðamannafundi að 16 hafi þar að auki verið fluttir á spítala. Í Íran er dauðarefsing við endurteknu eiturlyfjasmygli og sölu en ríkisstjórnin rekur þó meðferðarheimili fyrir fíkla.

Allt bendir til þess að upptök eldsvoðans hafi orðið í hitara og eldurinn breiddist svo um meðferðarheimilið, samkvæmt miðlum frá svæðinu. Heimilið hafði leyfi til að hýsa allt að 40 en varahéraðsstjóri Gilan segir að heimilið hafi verið yfirfullt og að það hafi stuðlað að magni látinna og slasaðra.

Myndefni sem íranski ríkismiðiillinn Isna hefur birt sýnir slökkviliðsmenn og sjúkrabíla á vettvangi á meðan eldsvoðinn stóð yfir. Þakið hafði hrunið, gluggarnir mölvað og veggirnir svertir af reyk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×