Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Kolbeinn Tumi Daðason og Jón Þór Stefánsson skrifa 3. nóvember 2023 15:19 Stúlkan tók árásina upp á myndband sem var eitt af aðalsönnunargögnunum í málinu. Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir luktum dyrum á fjórða tímanum. Þinghald í málinu var lokað að kröfu verjenda sakborninga. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Karlmennirnir þrír voru allir ákærðir fyrir manndráp en þeir yngri voru dæmdir fyrir stórfellda líkamsárás. Það var aðfaranótt föstudagsins 21. apríl sem pólskur karlmaður fannst látinn á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru handteknir, þrír karlkyns og ein kvenkyns. Þrjú þeirra voru undir átján ára þegar atburðurinn átti sér stað og því ekki lögráða. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom upp ósætti hjá ungu Íslendingunum fjórum og hinum látna sem tengdist fíkniefnaneyslu á Íslenska rokkbarnum í nágrenni Fjarðarkaupa. Ósættið breyttist í átök á bílastæði Fjarðarkaupa þar sem piltarnir réðust á brotaþola. Hann lést af stungusárum. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum vegna málsins. Sæmundur Tryggvi, sem verður nítján ára í lok nóvember og lögráða ólíkt hinum þremur, og virðist af myndbandsupptöku og ákæru hafa haft sig mest í frammi, hefur setið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði síðan. Sautján ára piltarnir hafa verið vistaðir á Stuðlum en stúlkan var látin laus þremur dögum eftir manndrápið. Piltarnir voru ákærðir fyrir manndráp en stúlkan fyrir að hafa ekki komið hinum látna til hjálpar þar sem hann var staddur í lífsháska. Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun október. Dómari samþykkti að kröfu verjenda ákærðu að þinghald í málinu yrði lokað. Fjölmiðlar gátu því ekki fylgst með því sem fram fer og aðilum máls er óheimilt að tjá sig um það sem fram kemur. Fjallað verður nánar um niðurstöðu héraðsdóms þegar dómurinn hefur verið birtur. Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Deilur um fíkniefni upphafið að hrottalegu manndrápi Átök á milli þriggja 17 til 19 ára pilta við 27 ára pólskan karlmann sem lauk með manndrápi í Hafnarfirði í apríl má rekja til deilna sem tengdust fíkniefnum. Fólkið þekktist ekkert en því hafði verið vísað af Íslenska rokkbarnum fyrir neyslu fíkniefna fyrir opnum tjöldum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í október. 31. júlí 2023 07:00 Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59 Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir luktum dyrum á fjórða tímanum. Þinghald í málinu var lokað að kröfu verjenda sakborninga. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Karlmennirnir þrír voru allir ákærðir fyrir manndráp en þeir yngri voru dæmdir fyrir stórfellda líkamsárás. Það var aðfaranótt föstudagsins 21. apríl sem pólskur karlmaður fannst látinn á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru handteknir, þrír karlkyns og ein kvenkyns. Þrjú þeirra voru undir átján ára þegar atburðurinn átti sér stað og því ekki lögráða. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom upp ósætti hjá ungu Íslendingunum fjórum og hinum látna sem tengdist fíkniefnaneyslu á Íslenska rokkbarnum í nágrenni Fjarðarkaupa. Ósættið breyttist í átök á bílastæði Fjarðarkaupa þar sem piltarnir réðust á brotaþola. Hann lést af stungusárum. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum vegna málsins. Sæmundur Tryggvi, sem verður nítján ára í lok nóvember og lögráða ólíkt hinum þremur, og virðist af myndbandsupptöku og ákæru hafa haft sig mest í frammi, hefur setið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði síðan. Sautján ára piltarnir hafa verið vistaðir á Stuðlum en stúlkan var látin laus þremur dögum eftir manndrápið. Piltarnir voru ákærðir fyrir manndráp en stúlkan fyrir að hafa ekki komið hinum látna til hjálpar þar sem hann var staddur í lífsháska. Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun október. Dómari samþykkti að kröfu verjenda ákærðu að þinghald í málinu yrði lokað. Fjölmiðlar gátu því ekki fylgst með því sem fram fer og aðilum máls er óheimilt að tjá sig um það sem fram kemur. Fjallað verður nánar um niðurstöðu héraðsdóms þegar dómurinn hefur verið birtur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Deilur um fíkniefni upphafið að hrottalegu manndrápi Átök á milli þriggja 17 til 19 ára pilta við 27 ára pólskan karlmann sem lauk með manndrápi í Hafnarfirði í apríl má rekja til deilna sem tengdust fíkniefnum. Fólkið þekktist ekkert en því hafði verið vísað af Íslenska rokkbarnum fyrir neyslu fíkniefna fyrir opnum tjöldum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í október. 31. júlí 2023 07:00 Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59 Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Deilur um fíkniefni upphafið að hrottalegu manndrápi Átök á milli þriggja 17 til 19 ára pilta við 27 ára pólskan karlmann sem lauk með manndrápi í Hafnarfirði í apríl má rekja til deilna sem tengdust fíkniefnum. Fólkið þekktist ekkert en því hafði verið vísað af Íslenska rokkbarnum fyrir neyslu fíkniefna fyrir opnum tjöldum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í október. 31. júlí 2023 07:00
Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59
Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42