Man. United ætti að vera enn neðar miðað við gæði marktækifæra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 14:00 Mason Mount var keyptur til Manchester United í sumar til að hjálpa við að skapa færi í sóknarleiknum en hann hefur ekki byrjað vel. AP/Dave Thompson Manchester United hefur fengið fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni en þeir hafa átt skilið ef marka má tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar yfir xG eða áætluð mörk. Áætluð mörk eru reiknuð út frá gögnum yfir mörk og færanýtingu en út frá því er fundið út hversu miklar líkur eru á því að hvert færi skili marki miðað við söguna af nýtingu svipaðra færa. Sky Sports birti töflu ensku úrvalsdeildarinnar eins og hún ætti að líta út ef farið værið eftir xG. Manchester United er í áttunda sæti deildarinnar í dag en liðið er ellefu stigum á eftir toppliði Tottenham og átta stigum frá Meistaradeildarsæti. Samkvæmt xG þá ætti liðið hins vegar að vera þremur sætum neðar eða í ellefta sætinu. United ætti að vera með tæpum þremur stigum minna en þeir eru með. Newcastle United er bara í sjötta sæti í raunheimi en ætti að vera á toppnum í deildinni ef farið væri eftir gæði marktækifæra liðsins. Newcaste ætti að vera með rúmum fjórum stigum meira. Topplið Tottenham hefur aftur á móti fengið 8,5 stigum meira en þeir hafa átti skilið út frá færasköpun sinni og eru þeir því aðeins í sjötta sæti í xG stigatöflunni. Miklu munar á Chelsea sem ætti að vera í fimmta sæti en er í ellefta sæti í alvörunni. Liðið hefur fengið rúmum sjö stigum minna en það hefur átt skilið. Manchester City og Liverpool ættu að vera ofar en þau eru sem og lið Brentford og Everton. Arsenal, Aston Villa og Brighton ættu aftur á móti öll að vera neðar alveg eins og Wolves, West Ham og Fulham. Nýliðar Luton Town ættu ekki að sitja í fallsætinu heldur Bournemouth. Tvö neðstu liðin, Burnley og Sheffield United, eru aftur á móti þar sem þau ættu að vera. Það má sjá alla töfluna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Áætluð mörk eru reiknuð út frá gögnum yfir mörk og færanýtingu en út frá því er fundið út hversu miklar líkur eru á því að hvert færi skili marki miðað við söguna af nýtingu svipaðra færa. Sky Sports birti töflu ensku úrvalsdeildarinnar eins og hún ætti að líta út ef farið værið eftir xG. Manchester United er í áttunda sæti deildarinnar í dag en liðið er ellefu stigum á eftir toppliði Tottenham og átta stigum frá Meistaradeildarsæti. Samkvæmt xG þá ætti liðið hins vegar að vera þremur sætum neðar eða í ellefta sætinu. United ætti að vera með tæpum þremur stigum minna en þeir eru með. Newcastle United er bara í sjötta sæti í raunheimi en ætti að vera á toppnum í deildinni ef farið væri eftir gæði marktækifæra liðsins. Newcaste ætti að vera með rúmum fjórum stigum meira. Topplið Tottenham hefur aftur á móti fengið 8,5 stigum meira en þeir hafa átti skilið út frá færasköpun sinni og eru þeir því aðeins í sjötta sæti í xG stigatöflunni. Miklu munar á Chelsea sem ætti að vera í fimmta sæti en er í ellefta sæti í alvörunni. Liðið hefur fengið rúmum sjö stigum minna en það hefur átt skilið. Manchester City og Liverpool ættu að vera ofar en þau eru sem og lið Brentford og Everton. Arsenal, Aston Villa og Brighton ættu aftur á móti öll að vera neðar alveg eins og Wolves, West Ham og Fulham. Nýliðar Luton Town ættu ekki að sitja í fallsætinu heldur Bournemouth. Tvö neðstu liðin, Burnley og Sheffield United, eru aftur á móti þar sem þau ættu að vera. Það má sjá alla töfluna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira