Gert að endurgreiða gjald vegna afhendingar sjúkraskrár Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 13:37 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan muni að sjálfsögðu fara eftir úrskurði heilbrigðisráðuneytins. Vísir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið gert að endurgreiða manni 15.791 krónur eftir að hafa rukkað viðkomandi um upphæðina vegna afhendingar á sjúkraskrá hjá heilsugæslunni. Þetta kemur fram í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins sem kveðinn var upp í gær, en málið snýr að afhendingu sjúkraskrár í desember 2021. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir farið verði eftir niðurstöðu úrskurðar ráðuneytisins. Kærandinn vildi meina að gjaldtaka vegna afhendingar á sjúkraskrá ætti sér ekki stoð í lögum og gengi í berhögg við ákvæði laga um sjúkraskár. Í þeim lögum væri kveðið á um almennan rétt sjúklinga til afrits af sjúkraskrám sínum en í lögunum væri hvergi kveðið á um gjaldtöku. Heilsugæslan vísaði hins vegar til þess að innheimta gjaldsins byggi á ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Snýr að sjúkraskrá, ekki læknisvottorði Fram kemur í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að við málsins verði að líta til þeirrar meginreglu að gjald verði ekki innheimt fyrir þjónustu stjórnvalda nema heimild sé til gjaldtökunnar í lögum. „Ljóst er að lög um sjúkraskrár veita sjúklingi eða umboðsmanni hans rétt á að fá afrit af sjúkraskrá afhenta í heild eða hluta. Í lögunum er engin heimild til stjórnvalda til að innheimta gjald af sjúklingi í tengslum við beiðni um afhendingu á sjúkraskrá,“ segir í úrskurðinum. Þó að heimild sé til gjaldtöku vegna útgáfu læknisvottorða á heilsugæslu er bent á að beiðni mannsins hafi einungis lotið að afhendingu á sjúkraskrá en ekki læknisvottorði. „Þótt skilja megi orðalag 9. tölul. 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar á þann veg að heimilt sé að taka gjald fyrir vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, án þess að vinnan sé í tengslum við útgáfu læknisvottorðs, verður að horfa til þess að engin heimild er til slíkrar gjaldtöku í lögum um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldtakan ógild Ennfremur segir að þannig liggi ekki fyrir með skýrum hætti vilji löggjafans til að krefja sjúklinga um sérstakt gjald vegna vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu. „Með vísan til þeirra meginreglna sem raktar hafa verið um lagastoð fyrir gjaldtöku vegna þjónustu sem stjórnvöld veita er það mat ráðuneytisins að sjúklingar verði ekki krafðir um gjald vegna afhendingar á sjúkraskrá ef vinnan lýtur ekki að útgáfu læknisvottorðs skv. 14. gr. reglugerðar nr. 1551/2022. Á þetta við jafnvel þó svo afhendingin hafi í för með sér vinnu læknis við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, svo sem til að gæta að 2. mgr. 14. gr. laga um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldataka Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna afhendingar á sjúkraskrá er ógilt og leggur heilbrigðisráðuneytið fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að endurgreiða kæranda útlagðan kostnað vegna afhendingar á sjúkraskrá. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að Heilsugæslan muni að sjálfsögðu endurgreiða gjaldið til kæranda. „Við munum fara eftir úrskurðinum og við sjáum fyrir okkur að þessi niðurstaða muni svo flýta fyrir því ferli að afhenda fólki sjúkraskrár,“ segir Sigríður Dóra. Heilsugæsla Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins sem kveðinn var upp í gær, en málið snýr að afhendingu sjúkraskrár í desember 2021. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir farið verði eftir niðurstöðu úrskurðar ráðuneytisins. Kærandinn vildi meina að gjaldtaka vegna afhendingar á sjúkraskrá ætti sér ekki stoð í lögum og gengi í berhögg við ákvæði laga um sjúkraskár. Í þeim lögum væri kveðið á um almennan rétt sjúklinga til afrits af sjúkraskrám sínum en í lögunum væri hvergi kveðið á um gjaldtöku. Heilsugæslan vísaði hins vegar til þess að innheimta gjaldsins byggi á ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Snýr að sjúkraskrá, ekki læknisvottorði Fram kemur í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að við málsins verði að líta til þeirrar meginreglu að gjald verði ekki innheimt fyrir þjónustu stjórnvalda nema heimild sé til gjaldtökunnar í lögum. „Ljóst er að lög um sjúkraskrár veita sjúklingi eða umboðsmanni hans rétt á að fá afrit af sjúkraskrá afhenta í heild eða hluta. Í lögunum er engin heimild til stjórnvalda til að innheimta gjald af sjúklingi í tengslum við beiðni um afhendingu á sjúkraskrá,“ segir í úrskurðinum. Þó að heimild sé til gjaldtöku vegna útgáfu læknisvottorða á heilsugæslu er bent á að beiðni mannsins hafi einungis lotið að afhendingu á sjúkraskrá en ekki læknisvottorði. „Þótt skilja megi orðalag 9. tölul. 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar á þann veg að heimilt sé að taka gjald fyrir vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, án þess að vinnan sé í tengslum við útgáfu læknisvottorðs, verður að horfa til þess að engin heimild er til slíkrar gjaldtöku í lögum um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldtakan ógild Ennfremur segir að þannig liggi ekki fyrir með skýrum hætti vilji löggjafans til að krefja sjúklinga um sérstakt gjald vegna vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu. „Með vísan til þeirra meginreglna sem raktar hafa verið um lagastoð fyrir gjaldtöku vegna þjónustu sem stjórnvöld veita er það mat ráðuneytisins að sjúklingar verði ekki krafðir um gjald vegna afhendingar á sjúkraskrá ef vinnan lýtur ekki að útgáfu læknisvottorðs skv. 14. gr. reglugerðar nr. 1551/2022. Á þetta við jafnvel þó svo afhendingin hafi í för með sér vinnu læknis við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, svo sem til að gæta að 2. mgr. 14. gr. laga um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldataka Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna afhendingar á sjúkraskrá er ógilt og leggur heilbrigðisráðuneytið fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að endurgreiða kæranda útlagðan kostnað vegna afhendingar á sjúkraskrá. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að Heilsugæslan muni að sjálfsögðu endurgreiða gjaldið til kæranda. „Við munum fara eftir úrskurðinum og við sjáum fyrir okkur að þessi niðurstaða muni svo flýta fyrir því ferli að afhenda fólki sjúkraskrár,“ segir Sigríður Dóra.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira