Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2023 14:58 Aleksandar Vucic, forseti Serbíu. AP/Darko Vojinovic Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. Vucic tryggði sér sitt annað fimm ára kjörtímabil í fyrra. Næstu forsetakosningar verða samhliða sveitarstjórnarkosningum „Við lifum á tímum þar sem nauðsynlegt er að við séum sameinuðu í baráttu okkar fyrir hagsmunum Serbíu,“ sagði Vucic í ávarpi. Hann sagði Serba undir miklu álagi, bæði vegna afstöðu þeirra til Kósovó og vegna annarra málefna. Þá sagði hann mikilvægt fyrir Serba að tryggja frið, stöðugleika og samstöðu. Forsetinn og flokkurinn SNS, sem hann stjórnaði þar til í maí, hafa setið undir ásökunum um einræðistilburði, að grafa undan frjálsum fjölmiðlum, kosningasvindl, ofbeldi gegn stjórnarandstöðu, spillingu og tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Reuters hefur eftir sérfræðingum að nýjar kosningar og óstarfhæft þing muni gefa Vucic tíma til að takast á við sjálfstætt Kósóvó, ríki sem Serbar telja tilheyra þeim. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Serbar hafa þrýst verulega á yfirvöld í Kósovó að undanförnu. Mikill spenna skapaðist á svæðinu í september þegar fjórir létust í skotárás í klaustri í Kósovó, nærri landamærum Serbíu. Þar kom til skotbardaga milli mannanna og lögregluþjóna. Serbar sendu töluvert af herliði að landamærum ríkjanna. Sjá einnig: Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er á ferðalagi um Balkanskaga en Serbar vilja inngöngu í sambandið. Hún sagði í gær að eitt af skilyrðum fyrir inngöngu væri að Serbía og Kósovó ættu í eðlilegum pólitískum samskiptum. Aleksandar Vucic og Ursula Von der Leyen funduðu í gær.AP/Darko Vojinovic Segir að draga þurfi línu í sandinn Í samtali við Guardian segir hollenskur evrópuþingmaður að draga verði línuna í sandinn, hvað varði Serbíu. Vucic neiti að viðurkenna Kósovó og neiti að taka skref í átt að viðurkenningu. Þá hafi hann sagt við Ursulu Von der Leyen að hann sé stoltur af því að viðurkenna ekki sjálfstæði Kósovó. Nú ætli hann að taka höndum saman við far hægri þjóðernissinna í komandi kosningum. Þingmaðurinn Thijs Reuten sagði Vucic ekki geta haldið áfram að vera vinveittur Rússlandi, bera ábyrgð á óstöðugleika í nágrannaríkjum Serbíu, leyfa og styðja aðgerðir sem grafi undan stöðugleika og á sama tíma tala um vilja til að ganga í Evrópusambandið og fá milljarða evra í stuðning frá bandalaginu. Reuten vísaði einnig til þess að sem yfirmaður nefndar ESB um framkvæmd kosninga hafi hann og samstarfsmenn hans séð í síðustu forsetakosningum Serbíu að frambjóðendur hefðu ekki notið sömu aðstæðna, sérstaklega hvað varði fjölmiðlaumfjöllum. Hann segir Vucic einungis hafa boðað til nýrra kosninga til að tryggja stöðu sína. Serbía Evrópusambandið Kósovó Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. 24. september 2023 23:46 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Forsetinn segir af sér sem flokksformaður vegna ólgu Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur sagt af sér formennsku Framfaraflokksins í skugga mikilla mótmæla. Varnarmálaráðherrann Milos Vucevic tekur við formennskunni að ósk Vucic. 27. maí 2023 15:00 Vucic og flokkur hans með örugga sigra í Serbíu Útgönguspár benda til að Aleksandar Vucic Serbíuforseti og Framfaraflokkur hans hafi unnið örugga sigra í forseta- og þingkosningum sem fram fóru í Serbíu um helgina. 4. apríl 2022 14:51 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Vucic tryggði sér sitt annað fimm ára kjörtímabil í fyrra. Næstu forsetakosningar verða samhliða sveitarstjórnarkosningum „Við lifum á tímum þar sem nauðsynlegt er að við séum sameinuðu í baráttu okkar fyrir hagsmunum Serbíu,“ sagði Vucic í ávarpi. Hann sagði Serba undir miklu álagi, bæði vegna afstöðu þeirra til Kósovó og vegna annarra málefna. Þá sagði hann mikilvægt fyrir Serba að tryggja frið, stöðugleika og samstöðu. Forsetinn og flokkurinn SNS, sem hann stjórnaði þar til í maí, hafa setið undir ásökunum um einræðistilburði, að grafa undan frjálsum fjölmiðlum, kosningasvindl, ofbeldi gegn stjórnarandstöðu, spillingu og tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Reuters hefur eftir sérfræðingum að nýjar kosningar og óstarfhæft þing muni gefa Vucic tíma til að takast á við sjálfstætt Kósóvó, ríki sem Serbar telja tilheyra þeim. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Serbar hafa þrýst verulega á yfirvöld í Kósovó að undanförnu. Mikill spenna skapaðist á svæðinu í september þegar fjórir létust í skotárás í klaustri í Kósovó, nærri landamærum Serbíu. Þar kom til skotbardaga milli mannanna og lögregluþjóna. Serbar sendu töluvert af herliði að landamærum ríkjanna. Sjá einnig: Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er á ferðalagi um Balkanskaga en Serbar vilja inngöngu í sambandið. Hún sagði í gær að eitt af skilyrðum fyrir inngöngu væri að Serbía og Kósovó ættu í eðlilegum pólitískum samskiptum. Aleksandar Vucic og Ursula Von der Leyen funduðu í gær.AP/Darko Vojinovic Segir að draga þurfi línu í sandinn Í samtali við Guardian segir hollenskur evrópuþingmaður að draga verði línuna í sandinn, hvað varði Serbíu. Vucic neiti að viðurkenna Kósovó og neiti að taka skref í átt að viðurkenningu. Þá hafi hann sagt við Ursulu Von der Leyen að hann sé stoltur af því að viðurkenna ekki sjálfstæði Kósovó. Nú ætli hann að taka höndum saman við far hægri þjóðernissinna í komandi kosningum. Þingmaðurinn Thijs Reuten sagði Vucic ekki geta haldið áfram að vera vinveittur Rússlandi, bera ábyrgð á óstöðugleika í nágrannaríkjum Serbíu, leyfa og styðja aðgerðir sem grafi undan stöðugleika og á sama tíma tala um vilja til að ganga í Evrópusambandið og fá milljarða evra í stuðning frá bandalaginu. Reuten vísaði einnig til þess að sem yfirmaður nefndar ESB um framkvæmd kosninga hafi hann og samstarfsmenn hans séð í síðustu forsetakosningum Serbíu að frambjóðendur hefðu ekki notið sömu aðstæðna, sérstaklega hvað varði fjölmiðlaumfjöllum. Hann segir Vucic einungis hafa boðað til nýrra kosninga til að tryggja stöðu sína.
Serbía Evrópusambandið Kósovó Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. 24. september 2023 23:46 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Forsetinn segir af sér sem flokksformaður vegna ólgu Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur sagt af sér formennsku Framfaraflokksins í skugga mikilla mótmæla. Varnarmálaráðherrann Milos Vucevic tekur við formennskunni að ósk Vucic. 27. maí 2023 15:00 Vucic og flokkur hans með örugga sigra í Serbíu Útgönguspár benda til að Aleksandar Vucic Serbíuforseti og Framfaraflokkur hans hafi unnið örugga sigra í forseta- og þingkosningum sem fram fóru í Serbíu um helgina. 4. apríl 2022 14:51 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. 24. september 2023 23:46
NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56
Forsetinn segir af sér sem flokksformaður vegna ólgu Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur sagt af sér formennsku Framfaraflokksins í skugga mikilla mótmæla. Varnarmálaráðherrann Milos Vucevic tekur við formennskunni að ósk Vucic. 27. maí 2023 15:00
Vucic og flokkur hans með örugga sigra í Serbíu Útgönguspár benda til að Aleksandar Vucic Serbíuforseti og Framfaraflokkur hans hafi unnið örugga sigra í forseta- og þingkosningum sem fram fóru í Serbíu um helgina. 4. apríl 2022 14:51