Innlent

Ekkert skutl upp að dyrum í Kefla­vík í næstu viku

Atli Ísleifsson skrifar
Margir þeir sem eru að skutla vinum og vandamönnum í flug nýta sér brottfararrennuna á Keflavíkurflugvelli.
Margir þeir sem eru að skutla vinum og vandamönnum í flug nýta sér brottfararrennuna á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Ekki verður hægt að keyra flugfarþega á leið úr landi um svokallaða brottfararrennu fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í næstu viku. Framkvæmdir munu þar hefjast á mánudag, 6. nóvember, og er reiknað með að þær standi fram á sunnudaginn 12. nóvember.

Í tilkynningu frá Isavia segir að fyrirhugaðar framkvæmdir gangi út á að tryggja betur umferðaröryggi og öryggi gangandi farþega á svæðinu. Stendur til að bæta við gönguþverun og því þarf á meðan að takmarka aðgengi að brottfararrennunni svonefndu fyrir utan brottfararsalinn.

Farþegar sem koma á einkabílum er bent á að hægt er að fara inn á skammtímabílastæði P1 (grænmerkta leiðin á myndinni).ISAVIA

„Á tímabilinu verður aðeins hægt að aka rútum, strætisvögnum og leigubílum um brottfararrennuna sem er rauðmerkt á svæðinu á myndinni hér fyrir neðan.

Farþegar sem koma á einkabílum er bent á að hægt er að fara inn á skammtímabílastæði P1 (grænmerkta leiðin á myndinni fyrir ofan) og leggja þar bifreið í allt að 15 mínútur þeim að kostnaðarlausu á hverjum sólarhring,“ segir í tilkynningunni.

Framkvæmdasvæðið er afmarkað með rauðum línum á myndinni.Isavia


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×