„Maður þarf stundum að reyna að leika aðeins á þessa dómara“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2023 22:08 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var eðlilega súr eftir tapið. Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var eðlilega súr og svekkt eftir 2-0 tap gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. „Mér fannst þetta helvíti súrt. Þær fá eitthvað 50/50 víti og annars hefðum við bara getað haldið þeim í núllinu,“ sagði Karólína að leik loknum. „Maður er aldrei sáttur með tap, en mér fannst ákveðinn stígandi í þessum glugga.“ Þýska liðið hafði nánast öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og íslensku stelpurnar komust varla yfir miðju. Karólína segir að íslenska vörnin hafi staðið sína vakt vel. „Þetta er Þýskaland þannig að maður býst kannski ekki við því að maður sé að sækja mikið. En mér leið aldrei eins og þær væru að fara að skora og við vorum óheppnar að dómarinn dæmi þetta víti þegar hann hefði mögulega getað sleppt því. Og þá veit maður ekki hvort maður hefði getað haldið þeim bara í núllinu.“ Hún vildi þó ekki tjá sig of mikið um vítaspyrnuna sem Þjóðverjar fengu. „Ég heyrði að það hafi verið eitthvað 50/50 og ég þarf bara að sjá það aftur. Ég er ekki alveg viss.“ Þá var einnig alveg hægt að færa rök fyrir því að Karólína sjálf hafi átt að fá vítaspyrnu í leiknum, en líkt og með vítaspyrnuna sem Þjóðverjar fengu vildi hún lítið tjá sig um það. „Þú verður eiginlega að segja mér það,“ sagði Karólína létt, aðspurð að því hvort hún hafi átt að fá víti. „Ég veit það ekki. Það var smá snerting, en maður þarf stundum að reyna að leika aðeins á þessa dómara.“ Hún segir einnig að íslenska liðið hafi klárlega átt að setja meiri pressu á mark gestanna. „Klárlega. Við fáum færi til að jafna, en þetta féll þeirra megin í dag og það var ansi sárt.“ Íslenska liðið hefur nú ekki skorað í þremur leikjum í röð, en Karólína virðist þó ekki hafa of miklar áhyggjuar af því. „Mér finnst það persónulega ekkert áhyggjuefni. Markið kemur bara þegar það kemur og við höldum bara áfram að æfa þessi slútt. Ég hef engar áhyggjur.“ „Mér finnst sóknarleikurinn mun betri en í síðasta glugga og það er stígandi þar. Við erum að skapa okkur fleiri færi en í síðasta glugga þannig að í næsta glugga hljóta mörkin að koma,“ sagði Karólína að lokum. Klippa: Karólína Lea eftir Þýskalandsleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Selma Sól: Mér fannst við bara gera nóg Ísland tapaði 2-0 gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Eftir fjóra leiki er íslenska liðið með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins. Selma Sól lék 86 mínútur á miðjunni hjá Íslandi í dag og var svekkt með tapið. 31. október 2023 22:03 Sædís Rún: „Ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap þegar liðið tók á móti Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður liðsins, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. 31. október 2023 21:55 Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira
„Mér fannst þetta helvíti súrt. Þær fá eitthvað 50/50 víti og annars hefðum við bara getað haldið þeim í núllinu,“ sagði Karólína að leik loknum. „Maður er aldrei sáttur með tap, en mér fannst ákveðinn stígandi í þessum glugga.“ Þýska liðið hafði nánast öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og íslensku stelpurnar komust varla yfir miðju. Karólína segir að íslenska vörnin hafi staðið sína vakt vel. „Þetta er Þýskaland þannig að maður býst kannski ekki við því að maður sé að sækja mikið. En mér leið aldrei eins og þær væru að fara að skora og við vorum óheppnar að dómarinn dæmi þetta víti þegar hann hefði mögulega getað sleppt því. Og þá veit maður ekki hvort maður hefði getað haldið þeim bara í núllinu.“ Hún vildi þó ekki tjá sig of mikið um vítaspyrnuna sem Þjóðverjar fengu. „Ég heyrði að það hafi verið eitthvað 50/50 og ég þarf bara að sjá það aftur. Ég er ekki alveg viss.“ Þá var einnig alveg hægt að færa rök fyrir því að Karólína sjálf hafi átt að fá vítaspyrnu í leiknum, en líkt og með vítaspyrnuna sem Þjóðverjar fengu vildi hún lítið tjá sig um það. „Þú verður eiginlega að segja mér það,“ sagði Karólína létt, aðspurð að því hvort hún hafi átt að fá víti. „Ég veit það ekki. Það var smá snerting, en maður þarf stundum að reyna að leika aðeins á þessa dómara.“ Hún segir einnig að íslenska liðið hafi klárlega átt að setja meiri pressu á mark gestanna. „Klárlega. Við fáum færi til að jafna, en þetta féll þeirra megin í dag og það var ansi sárt.“ Íslenska liðið hefur nú ekki skorað í þremur leikjum í röð, en Karólína virðist þó ekki hafa of miklar áhyggjuar af því. „Mér finnst það persónulega ekkert áhyggjuefni. Markið kemur bara þegar það kemur og við höldum bara áfram að æfa þessi slútt. Ég hef engar áhyggjur.“ „Mér finnst sóknarleikurinn mun betri en í síðasta glugga og það er stígandi þar. Við erum að skapa okkur fleiri færi en í síðasta glugga þannig að í næsta glugga hljóta mörkin að koma,“ sagði Karólína að lokum. Klippa: Karólína Lea eftir Þýskalandsleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Selma Sól: Mér fannst við bara gera nóg Ísland tapaði 2-0 gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Eftir fjóra leiki er íslenska liðið með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins. Selma Sól lék 86 mínútur á miðjunni hjá Íslandi í dag og var svekkt með tapið. 31. október 2023 22:03 Sædís Rún: „Ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap þegar liðið tók á móti Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður liðsins, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. 31. október 2023 21:55 Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira
Selma Sól: Mér fannst við bara gera nóg Ísland tapaði 2-0 gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Eftir fjóra leiki er íslenska liðið með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins. Selma Sól lék 86 mínútur á miðjunni hjá Íslandi í dag og var svekkt með tapið. 31. október 2023 22:03
Sædís Rún: „Ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap þegar liðið tók á móti Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður liðsins, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. 31. október 2023 21:55
Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15