Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Sverrir Mar Smárason skrifar 31. október 2023 21:15 Íslenska liðið mátti þola 0-2 tap gegn Þjóðverjum í kvöld. Vísir/Diego Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrri hálfleikurinn fór ágætlega af stað hjá íslenska liðinu. Eftir að Leah Schuller hafði klúðrað dauðafæri af markteignum á fjórðu mínútu leiksins, þar sem skot hennar fór í þverslánna, tók Ísland aðeins völdin á vellinum um stund. Þá herjaði íslenska liðið að marki gestanna en tókst þó ekki að skapa sér hreint marktækifæri. Eftir að um tíu mínútur voru liðnar og allt þar til flautað var til loka fyrri hálfleiks var leikurinn hins vegar algjör eign Þýskalands. Íslenska liðinu gekk mjög illa að halda í boltann og leysa pressu þýsku stúlknanna. Sendingarnar urðu lengri og það gekk sífellt verr að finna sóknarmenn framarlega á vellinum. Þýska liðið vann boltann fljótt og oft af Íslandi og fékk að sækja trekk í trekk. Vörn Íslands með Glódís Perlu, fyrirliða, í fararbroddi datt mjög neðarlega á völlinn og hleypti Þjóðverjum í fyrirgjafastöður. Þá var Telma Ívarsdóttir mjög djörf í því að koma út að grípa þær sendingar sem komu inn í teiginn. Þegar hálfleiksflautið gall var staðan jöfn, 0-0. Síðari hálfleikur bauð að mörgu leyti upp á meira af því sama. Þjóðverjar höfðu tögl og haldir á leiknum meira og minna allan síðari hálfleikinn. Varamaðurinn Jule Brand, sem kom inná í hálfleik, fékk tvö svipuð færi snemma í síðari hálfleiknum. Í bæði skiptin var boltinn sendir hátt á fjærstöngina þar sem hún mætti og náði skalla að marki en tókst ekki að hitta á rammann. Það var svo á 65. mínútu sem þýska liðið náði loks að brjóta niður varnarmúr Íslands. Það þurfti þó vítaspyrnu til. Telma Ívarsdóttir fór út í fyrirgjöf en Leah Schuller var á undan í boltann og Telma lenti á henni. Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði örugglega. Íslenska liðið tók aðeins við sér eftir markið og náði að skapa nokkrar fínar stöður. Besta færi Íslands kom á 85. mínútu þegar Hlín Eiríksdóttir átti flotta sendingu inn í teiginn á Diljá Zomers sem var ein gegn Berger í marki Þýskalands. Berger var snögg út á móti og náði að loka á Diljá. Þýskaland komst svo 2-0 yfir í uppbótartíma þegar Klara Buhl fékk boltann á vallarhelmingi Íslands og tók á rás í áttina að vítateignum. Hún náði að fipa Glódísi Perlu og búa sér til skotfæri. Skot Buhl fór meðfram jörðu og undir Telmu Ívarsdóttir í marki Íslands. Lokatölur 0-2 tap íslenska liðsins. Afhverju vann Þýskaland? Þær voru bara betri í öllum þáttum leiksins í kvöld. Héldu boltanum vel á sóknarhelmingi, voru yfir í baráttunni út um allan völl og sköpuðu sér urmul marktækifæra. 2-0 sigur er að mörgu leyti bara alltof lítill sigur. Hverjar stóðu uppúr? Í íslenska liðinu fannst mér hjartað í liðinu, Glódís Perla, Ingibjörg, Selma Sól og Hildur Antons, flottar varnarlega í því að loka svæðum en allar geta þær mikið bætt þegar kemur að sókn og boltameðferð. Sú eina sem var á pari sóknarlega en fékk boltann þó ekki mikið í góðum svæðum var Karólína Lea. Í þýska liðinu voru sóknarmennirnir Leah Schuller og Klara Buhl erfiðastar við að eiga. Hvað mætti betur fara? Íslenska liðið þarf að ákveða sig hvað það ætlar að gera. Ef það á að halda boltanum og láta hann ganga þá þarf að þora því. Ef það á að senda langt og sækja hratt þá þurfa þær sendingar að vera ætlaðar sóknarmönnum en ekki sendar blindandi upp völlin eins og á köflum í dag. Varnarlega gekk fínt þegar smá taktur komst á það eftir fyrstu 10-15 mínúturnar. Hvað gerist næst? Ísland er í þriðja sæti með þrjú stig. Næsti gluggi er í byrjun desember þegar liðið mætir Danmörku og Wales. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrri hálfleikurinn fór ágætlega af stað hjá íslenska liðinu. Eftir að Leah Schuller hafði klúðrað dauðafæri af markteignum á fjórðu mínútu leiksins, þar sem skot hennar fór í þverslánna, tók Ísland aðeins völdin á vellinum um stund. Þá herjaði íslenska liðið að marki gestanna en tókst þó ekki að skapa sér hreint marktækifæri. Eftir að um tíu mínútur voru liðnar og allt þar til flautað var til loka fyrri hálfleiks var leikurinn hins vegar algjör eign Þýskalands. Íslenska liðinu gekk mjög illa að halda í boltann og leysa pressu þýsku stúlknanna. Sendingarnar urðu lengri og það gekk sífellt verr að finna sóknarmenn framarlega á vellinum. Þýska liðið vann boltann fljótt og oft af Íslandi og fékk að sækja trekk í trekk. Vörn Íslands með Glódís Perlu, fyrirliða, í fararbroddi datt mjög neðarlega á völlinn og hleypti Þjóðverjum í fyrirgjafastöður. Þá var Telma Ívarsdóttir mjög djörf í því að koma út að grípa þær sendingar sem komu inn í teiginn. Þegar hálfleiksflautið gall var staðan jöfn, 0-0. Síðari hálfleikur bauð að mörgu leyti upp á meira af því sama. Þjóðverjar höfðu tögl og haldir á leiknum meira og minna allan síðari hálfleikinn. Varamaðurinn Jule Brand, sem kom inná í hálfleik, fékk tvö svipuð færi snemma í síðari hálfleiknum. Í bæði skiptin var boltinn sendir hátt á fjærstöngina þar sem hún mætti og náði skalla að marki en tókst ekki að hitta á rammann. Það var svo á 65. mínútu sem þýska liðið náði loks að brjóta niður varnarmúr Íslands. Það þurfti þó vítaspyrnu til. Telma Ívarsdóttir fór út í fyrirgjöf en Leah Schuller var á undan í boltann og Telma lenti á henni. Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði örugglega. Íslenska liðið tók aðeins við sér eftir markið og náði að skapa nokkrar fínar stöður. Besta færi Íslands kom á 85. mínútu þegar Hlín Eiríksdóttir átti flotta sendingu inn í teiginn á Diljá Zomers sem var ein gegn Berger í marki Þýskalands. Berger var snögg út á móti og náði að loka á Diljá. Þýskaland komst svo 2-0 yfir í uppbótartíma þegar Klara Buhl fékk boltann á vallarhelmingi Íslands og tók á rás í áttina að vítateignum. Hún náði að fipa Glódísi Perlu og búa sér til skotfæri. Skot Buhl fór meðfram jörðu og undir Telmu Ívarsdóttir í marki Íslands. Lokatölur 0-2 tap íslenska liðsins. Afhverju vann Þýskaland? Þær voru bara betri í öllum þáttum leiksins í kvöld. Héldu boltanum vel á sóknarhelmingi, voru yfir í baráttunni út um allan völl og sköpuðu sér urmul marktækifæra. 2-0 sigur er að mörgu leyti bara alltof lítill sigur. Hverjar stóðu uppúr? Í íslenska liðinu fannst mér hjartað í liðinu, Glódís Perla, Ingibjörg, Selma Sól og Hildur Antons, flottar varnarlega í því að loka svæðum en allar geta þær mikið bætt þegar kemur að sókn og boltameðferð. Sú eina sem var á pari sóknarlega en fékk boltann þó ekki mikið í góðum svæðum var Karólína Lea. Í þýska liðinu voru sóknarmennirnir Leah Schuller og Klara Buhl erfiðastar við að eiga. Hvað mætti betur fara? Íslenska liðið þarf að ákveða sig hvað það ætlar að gera. Ef það á að halda boltanum og láta hann ganga þá þarf að þora því. Ef það á að senda langt og sækja hratt þá þurfa þær sendingar að vera ætlaðar sóknarmönnum en ekki sendar blindandi upp völlin eins og á köflum í dag. Varnarlega gekk fínt þegar smá taktur komst á það eftir fyrstu 10-15 mínúturnar. Hvað gerist næst? Ísland er í þriðja sæti með þrjú stig. Næsti gluggi er í byrjun desember þegar liðið mætir Danmörku og Wales.
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn