Neville gagnrýnir kaupin á Antony og kennir Glazerunum um þau Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 12:31 Antony hefur ekki fundið fjölina sína hjá Manchester United. getty/Robbie Jay Barratt Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, gagnrýnir kaup félagsins á brasilíska kantmanninum Antony. Hann kennir hins vegar eigendum United um þau en ekki knattspyrnustjóranum og segir að þau hafi verið gerð í óðagoti. United keypti Antony frá Ajax í fyrra fyrir rúmlega 82 milljónir punda. Hann er næstdýrasti leikmaður í sögu félagsins. Brassinn hefur ekki gert mikið til að réttlæta verðmiðann en hann hefur aðeins skorað átta mörk í 53 leikjum fyrir United og ekki átt fast sæti í byrjunarliði Rauðu djöflanna. Phil McNulty, blaðamaður BBC, gagnrýndi kaupin á Antony og sagði að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, væri ábyrgur fyrir þeim en ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan umdeilda. Antony lék undir stjórn Ten Hags hjá Ajax. Neville var ekki sammála McNulty, tók til máls á Twitter og kenndi Glazerunum um kaupin á Antony. „Ég skil hvað þú ert að segja en ef krakkarnir biðja endalaust um eitthvað og foreldrarnir halda áfram að borga hverjum kennirðu um?“ skrifaði Neville. „Setjum þetta í samhengi. Við töpuðum fyrir Brighton og Brentford og félagið var í óðagotsástandi eins og venjulega og sagði já við kaupunum á Casemiro og Antony. Algjöra óðagotið og skortur á leiðtogahæfni er allt Glazerunum að kenna! Þeir hafa gert þetta í áratug.“ Antony kom inn á sem varamaður undir lok leiks United og Manchester City um helgina og gerði ekkert annað en sparka í Belgann Jérémy Doku. Neville sagði að Antony hefði verið stálheppinn að sleppa við rautt spjald. United er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir tíu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham á Craven Cottage á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira
United keypti Antony frá Ajax í fyrra fyrir rúmlega 82 milljónir punda. Hann er næstdýrasti leikmaður í sögu félagsins. Brassinn hefur ekki gert mikið til að réttlæta verðmiðann en hann hefur aðeins skorað átta mörk í 53 leikjum fyrir United og ekki átt fast sæti í byrjunarliði Rauðu djöflanna. Phil McNulty, blaðamaður BBC, gagnrýndi kaupin á Antony og sagði að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, væri ábyrgur fyrir þeim en ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan umdeilda. Antony lék undir stjórn Ten Hags hjá Ajax. Neville var ekki sammála McNulty, tók til máls á Twitter og kenndi Glazerunum um kaupin á Antony. „Ég skil hvað þú ert að segja en ef krakkarnir biðja endalaust um eitthvað og foreldrarnir halda áfram að borga hverjum kennirðu um?“ skrifaði Neville. „Setjum þetta í samhengi. Við töpuðum fyrir Brighton og Brentford og félagið var í óðagotsástandi eins og venjulega og sagði já við kaupunum á Casemiro og Antony. Algjöra óðagotið og skortur á leiðtogahæfni er allt Glazerunum að kenna! Þeir hafa gert þetta í áratug.“ Antony kom inn á sem varamaður undir lok leiks United og Manchester City um helgina og gerði ekkert annað en sparka í Belgann Jérémy Doku. Neville sagði að Antony hefði verið stálheppinn að sleppa við rautt spjald. United er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir tíu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham á Craven Cottage á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira