Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2023 23:17 Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki en eftir samráðsgáttina var hámarksfjárhæðin hækkuð í fimm. Vísir/Vilhelm Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í lok september og samkvæmt þingmálaskrá stóð til að leggja það fram á Alþingi í sama mánuði. Fyrst og fremst ákveðið ferli Forsætisráðherra stefnir nú að framlagningu frumvarpsins í næstu viku en samkvæmt því gæti fólk sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum fengið greiddar bætur. „Þetta er auðvitað mál sem snýst um ákveðið ferli fyrst og fremst. Það er að segja að fólk geti leitað matsnefndar sanngirnisbóta og fengið svo úrskurð frá svokallaðri sanngirnisbótanefnd,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hækkuðu hámarksfjárhæðina Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsóknir um bætur verði sendar inn til dómsmálaráðuneytisins sem athugar hvort þær uppfylli lágmarkskröfur. Þaðan fari þær til matsnefndarinnar sem geri tillögu um bótafjárhæð. Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki. „Sem er þá til samræmis við fjárhæðirnar sem þekkjast í Noregi þar sem þetta fyrirkomulag sem við byggjum á er fyrir hendi. En eftir samráðsgátt hækkuðum við þessa hámarksfjárhæð í fimm milljónir,“ heldur Katrín áfram. Verulegur fjöldi Í fjölmörgum umsögnum sögðu mörg þeirra sem hafa verið vistuð á stofnunum líkt og Hjalteyri, Vöggustofunum og Laugalandi á að þriggja milljóna þakið væri allt of lágt. Auk þess að búa við varanlegan skaða sem hái þeim fyrir lífstíð dugi fjárhæðin ekki fyrir sálfræði- og lækniskostnaði. Þó nokkur hópur gæti átt rétt á bótum og til dæmis var staðfest í nýlegri skýrslu að börn sem voru vistuð á vöggustofum í Reykjavík urðu fyrir illri meðferð. „Það liggur fyrir að það er verulegur fjöldi sem gæti leitað til matsnefndar sanngirnisbóta eftir það mál og það eru fleiri mál sem við þekkjum til. ÞAnnig það verður að koma í ljós að lokinni þinglegri meðferð, og ég á nú frekar von á því að fólk vilji gefa sér tíma til að fara yfir þetta mál, því það er auðvitað um algjört nýmæli að ræða ef þetta fyrirkomulag verður samþykkt á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistheimili Rekstur hins opinbera Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01 Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í lok september og samkvæmt þingmálaskrá stóð til að leggja það fram á Alþingi í sama mánuði. Fyrst og fremst ákveðið ferli Forsætisráðherra stefnir nú að framlagningu frumvarpsins í næstu viku en samkvæmt því gæti fólk sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum fengið greiddar bætur. „Þetta er auðvitað mál sem snýst um ákveðið ferli fyrst og fremst. Það er að segja að fólk geti leitað matsnefndar sanngirnisbóta og fengið svo úrskurð frá svokallaðri sanngirnisbótanefnd,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hækkuðu hámarksfjárhæðina Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsóknir um bætur verði sendar inn til dómsmálaráðuneytisins sem athugar hvort þær uppfylli lágmarkskröfur. Þaðan fari þær til matsnefndarinnar sem geri tillögu um bótafjárhæð. Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki. „Sem er þá til samræmis við fjárhæðirnar sem þekkjast í Noregi þar sem þetta fyrirkomulag sem við byggjum á er fyrir hendi. En eftir samráðsgátt hækkuðum við þessa hámarksfjárhæð í fimm milljónir,“ heldur Katrín áfram. Verulegur fjöldi Í fjölmörgum umsögnum sögðu mörg þeirra sem hafa verið vistuð á stofnunum líkt og Hjalteyri, Vöggustofunum og Laugalandi á að þriggja milljóna þakið væri allt of lágt. Auk þess að búa við varanlegan skaða sem hái þeim fyrir lífstíð dugi fjárhæðin ekki fyrir sálfræði- og lækniskostnaði. Þó nokkur hópur gæti átt rétt á bótum og til dæmis var staðfest í nýlegri skýrslu að börn sem voru vistuð á vöggustofum í Reykjavík urðu fyrir illri meðferð. „Það liggur fyrir að það er verulegur fjöldi sem gæti leitað til matsnefndar sanngirnisbóta eftir það mál og það eru fleiri mál sem við þekkjum til. ÞAnnig það verður að koma í ljós að lokinni þinglegri meðferð, og ég á nú frekar von á því að fólk vilji gefa sér tíma til að fara yfir þetta mál, því það er auðvitað um algjört nýmæli að ræða ef þetta fyrirkomulag verður samþykkt á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistheimili Rekstur hins opinbera Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01 Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06
Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01
Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25