Leit stendur enn yfir að byssumanninum í Maine Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2023 08:29 Lögregla leitaði Card í alla nótt. AP Photo/Steven Senne Mannsins, sem skaut átján til bana og særði þrettán í Lewiston á miðvikudagskvöld, er enn leitað. Lögregla leitaði hús úr húsi í heimabæ mannsins í gærkvöldi. Maðurinn sem grunaður er um skotárásina heitir Robert Card, er fertugur og sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Lögregla segir Card hafa lagst inn á geðdeild í tvær vikur í sumar. Hann starfar sem liðþjálfi í varaliðabúðum bandaríska hersins í Maine. Í gærkvöldi sat lögregla um hús fjölskyldu Cards í bænum Bowdoin, sem er næsti bær við Lewiston, í meira en tvær klukkustundir. Fulltrúar Alríkislögreglunnar FBI kölluðu í gjallarhorn að Card ætti að ganga út með hendur fyrir ofan höfuð en hvorki hann né nokkur annar reyndist inni á heimilinu. Kvöldið sem hann framdi skotárásina var leið hans frá árásarstað rakin til bæjarins Lisbon, um ellefu kílómetra í suðaustur átt. Þar fann lögreglan hvítan jeppling sem Card var talinn hafa notað til að flýja. Bílnum hafði verið lagt við bryggju í ánni Androscoggin. Lögreglu grunar að Card hafi skilið jeppann eftir og siglt áfram á einum þriggja báta í hans eigu. Skotvopnalöggjöfin í Maine er lítil sem engin og talið er að um helmingur fullorðinna búi á heimilum þar sem finna má skotvopn. Fólk þarf hvorki leyfi til að kaupa né ganga með skotvopn í ríkinu. Þá gilda þar ekki svokölluð „rauðra-flagga“ lög (e. red flag laws) eins og í sumum öðrum ríkjum, sem gera lögreglu kleift að taka skotvopn af fólki tímabundið ef það er talið hættulegt sér eða samfélaginu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02 Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32 Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um skotárásina heitir Robert Card, er fertugur og sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Lögregla segir Card hafa lagst inn á geðdeild í tvær vikur í sumar. Hann starfar sem liðþjálfi í varaliðabúðum bandaríska hersins í Maine. Í gærkvöldi sat lögregla um hús fjölskyldu Cards í bænum Bowdoin, sem er næsti bær við Lewiston, í meira en tvær klukkustundir. Fulltrúar Alríkislögreglunnar FBI kölluðu í gjallarhorn að Card ætti að ganga út með hendur fyrir ofan höfuð en hvorki hann né nokkur annar reyndist inni á heimilinu. Kvöldið sem hann framdi skotárásina var leið hans frá árásarstað rakin til bæjarins Lisbon, um ellefu kílómetra í suðaustur átt. Þar fann lögreglan hvítan jeppling sem Card var talinn hafa notað til að flýja. Bílnum hafði verið lagt við bryggju í ánni Androscoggin. Lögreglu grunar að Card hafi skilið jeppann eftir og siglt áfram á einum þriggja báta í hans eigu. Skotvopnalöggjöfin í Maine er lítil sem engin og talið er að um helmingur fullorðinna búi á heimilum þar sem finna má skotvopn. Fólk þarf hvorki leyfi til að kaupa né ganga með skotvopn í ríkinu. Þá gilda þar ekki svokölluð „rauðra-flagga“ lög (e. red flag laws) eins og í sumum öðrum ríkjum, sem gera lögreglu kleift að taka skotvopn af fólki tímabundið ef það er talið hættulegt sér eða samfélaginu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02 Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32 Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02
Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32
Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31