Segja þrjú þúsund börn látin Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 15:27 Ísraelar hafa gert liinnulausar og mannskæðar loftárásir á Gasaströndina. AP/Hatem Ali Sendiherra Palestínu gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir þrjú þúsund börn hafa dáið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina. Riyad Mansour, segir að stöðva þurfi sprengjuregnið. Auk barnanna segir Mansour að um 1.700 konur séu látnar og í heildina hafi um sjö þúsund manns fallið loftárásunum. Hann segir langflest þeirra vera óbreytta borgara, samkvæmt frétt Sky News. „Þetta eru glæpir. Þetta er villimennska,“ sagði Mansour. Hann sagði einnig að ef sprengjuregnið og átökin yrðu ekki stöðvuð myndu þau vinda upp á sig og dreifast til annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Einn talsmanna Hamas-samtakanna, sem stjórna Gasaströndinni, sagði Sky í dag að um fimmtíu af þeim minnst 224 gíslum sem Hamas-liðar tóku í árásinni á Ísrael þann 7. október, hafi fallið í loftárásum Ísraela. AP fréttaveitan segir loftárásir sem gerðar voru í dag hafa hæft flóttamannabúðir í Khan Younis í suðurhluta Gasa. Átta heimili í eigu sömu stórfjölskyldunnar hafi verið jöfnuð við jörðu og minnst fimmtán manns hafi fallið, þar af minnst einn drengur. Hafa dregið úr aðstoð Sameinuðu þjóðirnar hafa dregið úr aðstoð sinni við íbúa á gasa, þar sem eldsneytisbirgðir þeirra eru að klárast. Því hefur þurft að draga úr stuðningi við sjúkrahús, þar sem álag er gífurlegt, og bakarí. BBC hefur eftir Julietta Touma, frá Sameinuðu þjóðunum, að aðstæðurnar á Gasaströndinni séu fordæmalausar. Verið sé að kyrkja tvær milljónir manna og lítil aðstoð berist þangað. „Við erum stærstu hjálparsamtökin og við erum á barmi þess að hætta aðstoð okkar. Okkur er meinað að gera það sem allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað okkur að gera. Það eina sem við biðjum um er að fá að vinna vinnuna okkar,“ sagði Touma. Yfirvöld í Ísrael hafa meinað flutning eldsneytis inn á Gasaströndina á þeim grundvelli að það gæti reynst Hamas-samtökunum vel. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Auk barnanna segir Mansour að um 1.700 konur séu látnar og í heildina hafi um sjö þúsund manns fallið loftárásunum. Hann segir langflest þeirra vera óbreytta borgara, samkvæmt frétt Sky News. „Þetta eru glæpir. Þetta er villimennska,“ sagði Mansour. Hann sagði einnig að ef sprengjuregnið og átökin yrðu ekki stöðvuð myndu þau vinda upp á sig og dreifast til annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Einn talsmanna Hamas-samtakanna, sem stjórna Gasaströndinni, sagði Sky í dag að um fimmtíu af þeim minnst 224 gíslum sem Hamas-liðar tóku í árásinni á Ísrael þann 7. október, hafi fallið í loftárásum Ísraela. AP fréttaveitan segir loftárásir sem gerðar voru í dag hafa hæft flóttamannabúðir í Khan Younis í suðurhluta Gasa. Átta heimili í eigu sömu stórfjölskyldunnar hafi verið jöfnuð við jörðu og minnst fimmtán manns hafi fallið, þar af minnst einn drengur. Hafa dregið úr aðstoð Sameinuðu þjóðirnar hafa dregið úr aðstoð sinni við íbúa á gasa, þar sem eldsneytisbirgðir þeirra eru að klárast. Því hefur þurft að draga úr stuðningi við sjúkrahús, þar sem álag er gífurlegt, og bakarí. BBC hefur eftir Julietta Touma, frá Sameinuðu þjóðunum, að aðstæðurnar á Gasaströndinni séu fordæmalausar. Verið sé að kyrkja tvær milljónir manna og lítil aðstoð berist þangað. „Við erum stærstu hjálparsamtökin og við erum á barmi þess að hætta aðstoð okkar. Okkur er meinað að gera það sem allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað okkur að gera. Það eina sem við biðjum um er að fá að vinna vinnuna okkar,“ sagði Touma. Yfirvöld í Ísrael hafa meinað flutning eldsneytis inn á Gasaströndina á þeim grundvelli að það gæti reynst Hamas-samtökunum vel.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira