27 látnir og miklar skemmdir í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 14:40 Fellibylurinn Otis olli miklum skemmdum í Acapulco og víðar í Mexíkó í gær. AP/Marco Ugarte Yfirvöld Í Mexíkó segja minnst 27 látna og fjögurra saknað eftir að fellibylurinn Otis náði landi þar í gærmorgun. Fregnir um tjón eru enn á reiki en tugir þúsunda eru sagðir bíða í skemmdum og rafmagnslausum húsum eftir aðstoð. Fellibylurinn Otis kom veðurfræðingum verulega á óvart í vikunni. Nokkrum klukkutímum áður en hann náði landi jókst kraftur hans gífurlega mikið og varð óvænt fimmta stigs fellibylur. Hann missti þó fljótt mátt eftir að hann náði landi en fellibylnum fylgdu mjög sterkir vindar og mikil rigning, sem leiddi til flóða og aurskriða. Sjá einnig: Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis López Obrador, forseti, segir eyðilegginguna eftir Otis vera gífurlega mikla og að ekki einn einast rafmagnsstaur standi enn uppi þar sem fellibylurinn skall á. Hann segir þó það sárást að fólk hafi misst lífið. Hægt sé að byggja ónýta hluti aftur en það eigi ekki við líf. Einn hinna látnu er hermaður sem dó þegar veggur í húsi hans féll á hann. AP fréttaveitan hefur eftir forsetanum að það að ná rafmagni aftur á sé í forgangi. Fjölmargir viðgerðarmenn hafa verið sendir til að koma rafmagni á aftur en þeir eiga í erfiðum með viðgerðir þar sem rafmagnslínur liggja víða undir miklu magni af leðju og vatni. Fréttaveitan segir fyrstu fregnir frá Acapulco og nærliggjandi svæðum í héruðunum Guerro og Oaxaca til marks um miklar skemmdir og eru íbúar sagðir ósáttir við viðbrögð yfirvalda. Um tíu þúsund hermenn hafa verið sendir á svæðið en þeir hafa ekki búnað til að hreinsa mörg tonn af leðju og fallin tré af götum bæja og borga. Almenningur hefurfarið ránshendi um verslanir í Acapulco eftir að fellibylurinn Otis gekk þar yfir í gærmorgun.AP/Marco Ugarte Blaðamaður AP ræddi við mann sem var í Acapulco, þar sem hann gisti á hóteli. Sá sagðist hafa orðið hræddur um líf sitt þegar veðrið var sem varst. Gluggarnir á hótelherbergi hans brotnuðu en hann leitaði skjóls inn á baðherbergi og segist þakklátur fyrir að baðhurðin hafi haldið. Seinna í gær sagðist hann hafa fylgst með hundruðum manna fara ránshendi um verslun nærri hótelinu. Þar hafi fólk barist við að flytja allt frá nauðsynjum og matvælum upp í sjónvörp og önnur heimilistæki á innkaupakerrum í gegnum leðjuna. Hermenn eru sagðir hafa leyft fólki að taka matvæli úr verslunum en hafa reynt að stöðva fólk sem var að stela heimilistækjum. Einhverjir munu hafa bundið ísskápa upp á leigubíla og ekið á brott. Kona á leið heim með vörur sem hún stal úr verslun í Acapulco í Mexíkó.AP/Marco Ugarte Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira
Fellibylurinn Otis kom veðurfræðingum verulega á óvart í vikunni. Nokkrum klukkutímum áður en hann náði landi jókst kraftur hans gífurlega mikið og varð óvænt fimmta stigs fellibylur. Hann missti þó fljótt mátt eftir að hann náði landi en fellibylnum fylgdu mjög sterkir vindar og mikil rigning, sem leiddi til flóða og aurskriða. Sjá einnig: Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis López Obrador, forseti, segir eyðilegginguna eftir Otis vera gífurlega mikla og að ekki einn einast rafmagnsstaur standi enn uppi þar sem fellibylurinn skall á. Hann segir þó það sárást að fólk hafi misst lífið. Hægt sé að byggja ónýta hluti aftur en það eigi ekki við líf. Einn hinna látnu er hermaður sem dó þegar veggur í húsi hans féll á hann. AP fréttaveitan hefur eftir forsetanum að það að ná rafmagni aftur á sé í forgangi. Fjölmargir viðgerðarmenn hafa verið sendir til að koma rafmagni á aftur en þeir eiga í erfiðum með viðgerðir þar sem rafmagnslínur liggja víða undir miklu magni af leðju og vatni. Fréttaveitan segir fyrstu fregnir frá Acapulco og nærliggjandi svæðum í héruðunum Guerro og Oaxaca til marks um miklar skemmdir og eru íbúar sagðir ósáttir við viðbrögð yfirvalda. Um tíu þúsund hermenn hafa verið sendir á svæðið en þeir hafa ekki búnað til að hreinsa mörg tonn af leðju og fallin tré af götum bæja og borga. Almenningur hefurfarið ránshendi um verslanir í Acapulco eftir að fellibylurinn Otis gekk þar yfir í gærmorgun.AP/Marco Ugarte Blaðamaður AP ræddi við mann sem var í Acapulco, þar sem hann gisti á hóteli. Sá sagðist hafa orðið hræddur um líf sitt þegar veðrið var sem varst. Gluggarnir á hótelherbergi hans brotnuðu en hann leitaði skjóls inn á baðherbergi og segist þakklátur fyrir að baðhurðin hafi haldið. Seinna í gær sagðist hann hafa fylgst með hundruðum manna fara ránshendi um verslun nærri hótelinu. Þar hafi fólk barist við að flytja allt frá nauðsynjum og matvælum upp í sjónvörp og önnur heimilistæki á innkaupakerrum í gegnum leðjuna. Hermenn eru sagðir hafa leyft fólki að taka matvæli úr verslunum en hafa reynt að stöðva fólk sem var að stela heimilistækjum. Einhverjir munu hafa bundið ísskápa upp á leigubíla og ekið á brott. Kona á leið heim með vörur sem hún stal úr verslun í Acapulco í Mexíkó.AP/Marco Ugarte
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira