Tilfinningaríkt kvöld fram undan á Old Trafford bæði hjá Man. Utd og Orra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2023 13:01 Orri Óskarsson í leik með FC Kaupmannahöfn. Hann fær vonandi að spila á móti Manchester United í kvöld. Getty/Lars Ronbog Manchester United og Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn mætast í kvöld á fyrra Meistaradeildarkvöldi vikunnar og það verða mörg augu á þessum leik í Manchester. United sem félag syrgir þessa dagana eina mestu goðsögnina í sögu félagsins og liðið er jafnframt að reyna að komast aftur á skrið eftir dapurt gengi í haust. Gengið í Meistaradeildinni er áhyggjuefni enda er liðið stigalaust á botni síns riðils. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði fallega um Sir Bobby Charlton heitinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Hann vonast til þess að Sir Bobby geti gefið leikmönnum innblástur til að komast loksins á blað í Meistaradeildinni. Erik ten Hag pays tribute to Sir Bobby Charlton pic.twitter.com/kGHwpLAnb4— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 23, 2023 Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FCK mæta á Old Trafford í kvöld í þriðju umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni en þetta verður fyrsti heimaleikur Manchester United síðan að Charlton féll frá 86 ára gamall. Charlton er af mörgum talinn besti leikmaðurinn í sögu Manchester United en hann var bæði hluti af Busby babes liðinu sem og liðinu sem reis upp eftir flugslysið í München og vann Evrópukeppni meistaraliða tíu árum síðar. Ten Hag býst við tilfinningaríku kvöldi á Old Trafford og segir að Bobby verði með þeim í anda í þessum leik. A bond that can never be broken United in every sense for Sir Bobby pic.twitter.com/QlDsKAbL3m— Manchester United (@ManUtd) October 23, 2023 „Hann gefur okkur mikinn innblástur á hverjum degi,“ sagði Erik ten Hag. „Hann er hér fyrir framan Old Trafford með þeim Denis Law og George Best [stytta]. Hann er alltaf með okkur. Ég er viss um að þetta verður tilfinningaríkt kvöld,“ sagði Ten Hag. Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn hefur ekkert farið leynt með það að hann er stuðningsmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður því sérstök stund fyrir hann að fá mögulega spila á Old Trafford leikvanginum. Traditionen tro er vi dykket lidt ned i historien bag aftenens kamparena - et af de helt store og traditionsrige stadioner i fodboldverdenen. Man kommer ikke sovende til succes på The Theatre of Dreams! #fcklive https://t.co/t4ZCoVbKXY— F.C. København (@FCKobenhavn) October 24, 2023 Orri Steinn skoraði þrjú mörk í undankeppni Meistaradeildarinnar en hefur bara fengið 30 mínútur í Meistaradeildarleikjum liðsins. Það væri mjög gaman fyrir þennan stórefnilega framherja ef Orri fengi að upplifa það að spila á móti United í meistaradeildinni á Old Trafford. FCK er stigi á undan Manchester United í riðlinum en efstu liðin eru Bayern München og Galatasaray.Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 18.50. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira
United sem félag syrgir þessa dagana eina mestu goðsögnina í sögu félagsins og liðið er jafnframt að reyna að komast aftur á skrið eftir dapurt gengi í haust. Gengið í Meistaradeildinni er áhyggjuefni enda er liðið stigalaust á botni síns riðils. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði fallega um Sir Bobby Charlton heitinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Hann vonast til þess að Sir Bobby geti gefið leikmönnum innblástur til að komast loksins á blað í Meistaradeildinni. Erik ten Hag pays tribute to Sir Bobby Charlton pic.twitter.com/kGHwpLAnb4— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 23, 2023 Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FCK mæta á Old Trafford í kvöld í þriðju umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni en þetta verður fyrsti heimaleikur Manchester United síðan að Charlton féll frá 86 ára gamall. Charlton er af mörgum talinn besti leikmaðurinn í sögu Manchester United en hann var bæði hluti af Busby babes liðinu sem og liðinu sem reis upp eftir flugslysið í München og vann Evrópukeppni meistaraliða tíu árum síðar. Ten Hag býst við tilfinningaríku kvöldi á Old Trafford og segir að Bobby verði með þeim í anda í þessum leik. A bond that can never be broken United in every sense for Sir Bobby pic.twitter.com/QlDsKAbL3m— Manchester United (@ManUtd) October 23, 2023 „Hann gefur okkur mikinn innblástur á hverjum degi,“ sagði Erik ten Hag. „Hann er hér fyrir framan Old Trafford með þeim Denis Law og George Best [stytta]. Hann er alltaf með okkur. Ég er viss um að þetta verður tilfinningaríkt kvöld,“ sagði Ten Hag. Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn hefur ekkert farið leynt með það að hann er stuðningsmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður því sérstök stund fyrir hann að fá mögulega spila á Old Trafford leikvanginum. Traditionen tro er vi dykket lidt ned i historien bag aftenens kamparena - et af de helt store og traditionsrige stadioner i fodboldverdenen. Man kommer ikke sovende til succes på The Theatre of Dreams! #fcklive https://t.co/t4ZCoVbKXY— F.C. København (@FCKobenhavn) October 24, 2023 Orri Steinn skoraði þrjú mörk í undankeppni Meistaradeildarinnar en hefur bara fengið 30 mínútur í Meistaradeildarleikjum liðsins. Það væri mjög gaman fyrir þennan stórefnilega framherja ef Orri fengi að upplifa það að spila á móti United í meistaradeildinni á Old Trafford. FCK er stigi á undan Manchester United í riðlinum en efstu liðin eru Bayern München og Galatasaray.Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 18.50.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira