Erdogan leggur fram frumvarp um inngöngu Svía í Nató Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 07:03 Frumvarpið verður fyrst tekið til umfjöllunar í utanríkismálanefnd þingsins áður en það fer til atkvæðagreiðslu. AP/Mindaugas Kulbis Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lagði í gær fram frumvarp fyrir tyrkneska þingið um aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Virðist síðasta hindrunin fyrir inngöngu Svía í Nató þannig úr vegi. Forsetinn hét því á ráðstefnu Nató-ríkjanna í júlí síðastliðnum að leggja fram frumvarp um aðild Svíþjóðar þegar þingið kæmi saman í október. Tyrkir hafa hingað til sett ýmsar kröfur sem skilyrði inngöngu Svía, meðal annars framsal Kúrda og hertar aðgerðir gegn Verkamannaflokki Kúrdistan. Nú þegar Erdogan hefur lagt frumvarpið fram er samþykkt þess aðeins formsatriði. Welcome that President Erdo an signed Sweden s ratification protocol to NATO and submitted it to the Grand National Assembly of Türkiye. Parliamentary procedures will now commence. We are looking forward to becoming a member of NATO.— SwedishPM (@SwedishPM) October 23, 2023 Ungverjaland á einnig eftir að samþykkja aðildarumsókn Svía en stjórnvöld þar í landi hafa ýmist haldið því fram að „tæknileg atriði“ hafi staðið því í vegi eða kvartað yfir gagnrýni Svía á stjórnarháttum í Ungverjalandi. Guardian segir flesta sem þekkja til mála hins vegar sammála um að Ungverjar muni ekki vilja standa einir í vegi fyrir því að Svíar fái inngöngu og muni því fylgja Tyrkjum að málum nú þegar þeir hafa gefið sig. Þá segja embættismenn innan Nató að yfirvöld í Ungverjalandi hafi ítrekað sagt að ríkið verði ekki síðast í röðinn til að leggja blessun sína yfir inngöngu Svíþjóðar. Þau voru enda fljót til að samþykkja aðild Finnlands þegar Tyrkir sögðust myndu gefa grænt ljós hvað það varðaði. Óvíst er hvenær málið verður afgreitt á tyrkneska þinginu en það þarf að fara fyrir utanríkismálanefnd þingsins áður en það verður tekið til atkvæðagreiðslu. Tyrkland Svíþjóð NATO Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Forsetinn hét því á ráðstefnu Nató-ríkjanna í júlí síðastliðnum að leggja fram frumvarp um aðild Svíþjóðar þegar þingið kæmi saman í október. Tyrkir hafa hingað til sett ýmsar kröfur sem skilyrði inngöngu Svía, meðal annars framsal Kúrda og hertar aðgerðir gegn Verkamannaflokki Kúrdistan. Nú þegar Erdogan hefur lagt frumvarpið fram er samþykkt þess aðeins formsatriði. Welcome that President Erdo an signed Sweden s ratification protocol to NATO and submitted it to the Grand National Assembly of Türkiye. Parliamentary procedures will now commence. We are looking forward to becoming a member of NATO.— SwedishPM (@SwedishPM) October 23, 2023 Ungverjaland á einnig eftir að samþykkja aðildarumsókn Svía en stjórnvöld þar í landi hafa ýmist haldið því fram að „tæknileg atriði“ hafi staðið því í vegi eða kvartað yfir gagnrýni Svía á stjórnarháttum í Ungverjalandi. Guardian segir flesta sem þekkja til mála hins vegar sammála um að Ungverjar muni ekki vilja standa einir í vegi fyrir því að Svíar fái inngöngu og muni því fylgja Tyrkjum að málum nú þegar þeir hafa gefið sig. Þá segja embættismenn innan Nató að yfirvöld í Ungverjalandi hafi ítrekað sagt að ríkið verði ekki síðast í röðinn til að leggja blessun sína yfir inngöngu Svíþjóðar. Þau voru enda fljót til að samþykkja aðild Finnlands þegar Tyrkir sögðust myndu gefa grænt ljós hvað það varðaði. Óvíst er hvenær málið verður afgreitt á tyrkneska þinginu en það þarf að fara fyrir utanríkismálanefnd þingsins áður en það verður tekið til atkvæðagreiðslu.
Tyrkland Svíþjóð NATO Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira