Þetta hafi verið gert til að draga úr áhættunni í komandi landhernaði sem er sagður yfirvofandi á svæðinu. Þá gerðu Ísraelsmenn einnig árásir á fjórum stöðum í norðurhluta landsins, sem þeir segja hafa beinst gegn skæruliðum Hesbollah samtakanna.
Innanríkisráðuneyti Gasa, sem lýtur stjórn Hamas, segir að fjölmargir almennir borgarar hafi dáið í árásunum síðasta sólarhringinn og að margar sprengjur hafi fallið nærri spítölum á svæðinu. Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Kanada, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu ræddu saman á símafundi í gærkvöldi þar sem stuðningur við Ísrael var ítrekaður um leið og biðlað var til þeirra um að fylgja alþjóðalögum í aðgerðum sínum.
Hjálpargögn héldu áfram að berast inn á Gasa-svæðið í gær þegar fjórtán flutningabílum var hleypt inn á svæðið.