Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 06:32 Þetta var í annað sinn sem Biden ávarpar þjóðina frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu. Getty/Jonathan Ernst Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. Í ræðu sinni sagðist forsetinn myndu fara fram á fjárframlög frá þinginu til handa bæði Ísrael og Úkraínu og þá fordæmdi hann gyðingaandúð og „íslamfóbíu“ heima fyrir. „Hamas og Pútín eru ólíkar ógnir en þær eiga þetta sameginlegt: Báðir vilja gjöreyða lýðræðislegu nágrannaríki,“ sagði Biden. Hamans hefði framið sannkölluð illvirki og að í heimsókn sinni til Ísrael í gær hefði hann hitt fyrir fólk sem væri að upplifa mikinn sársauka. Auk þess að funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist Biden hafa átt samtal, líklega í gegnum síma, við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og ítrekað afstöðu Bandaríkjanna varðandi tveggja ríkja lausn á deilunni. Biden greindi einnig frá því að hann hefði rætt við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta nokkrum klukkustundum áður. „Ég veit að þessi átök kunna að virðast langt í burtu. Það er eðlilegt að spyrja hvernig þær varða Bandaríkin. Leyfið mér að segja ykkur hvers vegna velgengni Ísrael og Úkraínu skiptir öllu máli fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Sagan hefur kennt okkur að þegar hryðjuverkamenn gjalda ekki fyrir gjörðir sínar, þegar einræðisherrar gjalda ekki fyrir yfirgang sinn, þá valda þeir meiri kaos og dauða og eyðileggingu. Þeir halda áfram og kostnaðurinn og ógnirnar gagnvart Bandaríkjunum og heiminum halda áfram að aukast.“ The terror and tyranny of Hamas and Putin represent different threats, but they both want to completely annihilate a neighboring democracy.Let me share with you why this is vital for America s national security: https://t.co/MoClTKCBCw— President Biden (@POTUS) October 20, 2023 Þá sagði forsetinn: „Forysta Bandaríkjanna er það sem heldur heiminum saman. Bandalög Bandaríkjanna eru það sem gerir okkur, Bandaríkin, örugg. Bandarísk gildi gera okkur að bandamanni sem aðrar þjóðir vilja vinna með. Að setja það allt í hættu ef við yfirgefum Úkraínu, ef við yfirgefum Ísrael, er ekki þessi virði.“ Biden sagði aðstoð við ríkin tvö „skynsamlega fjárfestingu“ sem myndi gefa vel í aðra hönd fyrir komandi kynslóðir hvað varðaði öryggi þeirra. „Bandaríkin eru enn leiðarljós heimsins,“ sagði forsetinn. „En tíminn skiptir öllu. Ég veit að við glímum við sundrung heima fyrir. Við verðum að komast yfir það. Við megum ekki láta smásmugulega og reiðilega flokkapólitík þvælast fyrir ábyrgð okkar sem mikil þjóð. Við megum ekki og munum ekki leyfa hryðjuverkamönnum eins og Hamas og Pútín að fara með sigur.“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og líklegasti keppninautur Biden í forsetakosningunum á næsta ári, tjáði sig um ræðuna í gær og sagði Biden íkveikjusegg sem væri að lofa því að bjarga Bandaríkjamönnum frá heimi sem hann hefði sjálfur kveikt í. Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Í ræðu sinni sagðist forsetinn myndu fara fram á fjárframlög frá þinginu til handa bæði Ísrael og Úkraínu og þá fordæmdi hann gyðingaandúð og „íslamfóbíu“ heima fyrir. „Hamas og Pútín eru ólíkar ógnir en þær eiga þetta sameginlegt: Báðir vilja gjöreyða lýðræðislegu nágrannaríki,“ sagði Biden. Hamans hefði framið sannkölluð illvirki og að í heimsókn sinni til Ísrael í gær hefði hann hitt fyrir fólk sem væri að upplifa mikinn sársauka. Auk þess að funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist Biden hafa átt samtal, líklega í gegnum síma, við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og ítrekað afstöðu Bandaríkjanna varðandi tveggja ríkja lausn á deilunni. Biden greindi einnig frá því að hann hefði rætt við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta nokkrum klukkustundum áður. „Ég veit að þessi átök kunna að virðast langt í burtu. Það er eðlilegt að spyrja hvernig þær varða Bandaríkin. Leyfið mér að segja ykkur hvers vegna velgengni Ísrael og Úkraínu skiptir öllu máli fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Sagan hefur kennt okkur að þegar hryðjuverkamenn gjalda ekki fyrir gjörðir sínar, þegar einræðisherrar gjalda ekki fyrir yfirgang sinn, þá valda þeir meiri kaos og dauða og eyðileggingu. Þeir halda áfram og kostnaðurinn og ógnirnar gagnvart Bandaríkjunum og heiminum halda áfram að aukast.“ The terror and tyranny of Hamas and Putin represent different threats, but they both want to completely annihilate a neighboring democracy.Let me share with you why this is vital for America s national security: https://t.co/MoClTKCBCw— President Biden (@POTUS) October 20, 2023 Þá sagði forsetinn: „Forysta Bandaríkjanna er það sem heldur heiminum saman. Bandalög Bandaríkjanna eru það sem gerir okkur, Bandaríkin, örugg. Bandarísk gildi gera okkur að bandamanni sem aðrar þjóðir vilja vinna með. Að setja það allt í hættu ef við yfirgefum Úkraínu, ef við yfirgefum Ísrael, er ekki þessi virði.“ Biden sagði aðstoð við ríkin tvö „skynsamlega fjárfestingu“ sem myndi gefa vel í aðra hönd fyrir komandi kynslóðir hvað varðaði öryggi þeirra. „Bandaríkin eru enn leiðarljós heimsins,“ sagði forsetinn. „En tíminn skiptir öllu. Ég veit að við glímum við sundrung heima fyrir. Við verðum að komast yfir það. Við megum ekki láta smásmugulega og reiðilega flokkapólitík þvælast fyrir ábyrgð okkar sem mikil þjóð. Við megum ekki og munum ekki leyfa hryðjuverkamönnum eins og Hamas og Pútín að fara með sigur.“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og líklegasti keppninautur Biden í forsetakosningunum á næsta ári, tjáði sig um ræðuna í gær og sagði Biden íkveikjusegg sem væri að lofa því að bjarga Bandaríkjamönnum frá heimi sem hann hefði sjálfur kveikt í.
Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira