Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2023 19:48 Einn af þýsku flugmönnunum við svifflugu á Sandskeiði sumarið 1938. Svifflugfélag Íslands Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en bakgrunnur þess er koma þýsks svifflugleiðangurs til Íslands árið 1938, merktum hakakrossinum. Níu dögum áður en fræg flugsýning var haldin á Sandskeiði fannst þýskur flugkennari, sem komið hafði til landsins haustið áður, látinn. Guðjón Jensson bókasafnsfræðingur er höfundur bókarinnar Löngu horfin spor - Njósnari nasista á Íslandi?Arnar Halldórsson „Ég held að það megi fullyrða það að þeir hafi allir verið meðlimir í SS-sveitunum og þessi svifflugkennari, sem kemur hingað fyrst, hann hefur væntanlega ekki staðist væntingar nasistanna. Og það eru vísbendingar um, og líkurnar eru frekar meiri en minni, að honum hafi bókstaflega verið rutt úr vegi og látið líta út sem sjálfsmorð,“ segir Guðjón Jensson rithöfundur, höfundur bókarinnar Löngu horfin spor – Njósnari nasista á Íslandi? Þýskur flugmaður við eina af svifflugunum á Sandskeiði á Flugdeginum 1938.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Andlátið varð fréttamál í Reykjavíkurblöðunum. „Svifflugkennarinn þýski fremur sjálfsmorð. Carl Reichstein fannst örendur í gær,“ stóð í Morgunblaðinu. „Hann hafði verið kallaður heim til Þýskalands,“ sagði Þjóðviljinn. „Betra að deyja hér en lifa í Þýskalandi,“ sagði Alþýðublaðið. Frétt Morgunblaðsins 9. júlí 1938 af andláti flugkennarans Carls Reichstein. Í frétt blaðsins segir að Reichstein hafi verið liðsmaður SS.Grafík/Kristján Jónsson „Hann var skemtilegur og glaðlyndur maður og dagfarsgóður meðan hann dvaldi hjer í bænum og bar ekkert á þunglyndi hjá honum,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. Niðurstaða rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík var sjálfsmorð, hann sagður hafa bæði skorið sig á púls og hengt sig. Vélflugvél Þjóðverja sem notuð var til að draga svifflugurnar á loft.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar „Hann er sendur hingað að öllum líkindum sem njósnari. Og hann hefur átt meðal annars að grennslast fyrir um ræðismanninn til þess að finna ástæðu fyrir nasista að þeir gætu skipt honum út fyrir sinn mann,“ segir Guðjón en aðalræðismaðurinn Günter Timmermann var snemma vors 1939 látinn víkja fyrir nasistanum Werner Gerlach. Þýsku flugmennirnir á Sandskeiði á Flugdeginum 17. júlí 1938. Þeir eru allir taldir hafa verið meðlimir SS-sveita nasista.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Guðjón segist byggja bók sína á tíu ára rannsóknum en kallar hana þó sögulega skáldsögu. Hann segir vísbendingu að finna í bréfi sem Reichstein barst frá Þýskalandi mánuði fyrir andlát sitt. Bréfinu lýkur á kveðjunni „Heil Hitler“ en þar voru réttindi hans sem flugkennara afturkölluð. Svifflugur merktar hakakrossi nasista á Sandskeiði sumarið 1938.Svifflugfélag Íslands „Hann kvaddur heim og skorað á hann að gera grein fyrir starfi sínu á Íslandi.“ Guðjón telur Carl Reichstein hafa verið orðinn afhuga málstað nasista. Nafn hans bendi til að hann hafi verið af gyðingaættum. Nasistar á Sandskeiði.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar „Það er mjög líklegt að, þar sem hann hafði ekki staðist væntingar nasista, að hann hafi verið fyrir áformum Þjóðverja, það er að segja nasista, á Íslandi.“ Nasistinn Werner Gerlach varð aðalræðismaður Þýskalands á Íslandi snemma vors 1939. Hann var handtekinn þegar Bretar hernámu Ísland 10. maí 1940. Guðjón hefur þýskan nasista, Arthur Hensing, sem starfaði á Íslandi sem kjötiðnaðarmaður og gerðist svo aðstoðarmaður þýska ræðismannsins Werners Gerlachs, sterklega grunaðan um verknaðinn, mann sem Þjóðviljinn kallaði nasistaflugumann og útsendara Hitlers. Í frétt Þjóðviljans þann 10. júlí 1938, um andlát Carls Reichstein, er birt hótunarbréf Arthurs Hensing til Þjóðverja í Reykjavík, hann kallaður nasistaflugmaður og útsendari Hitlers, og þess krafist að honum verði vísað úr landi.Grafík/Kristján Jónsson Guðjón lýsir Hensing svo að hann hafi þótt einstaklega harður í horn að taka og svo hliðhollur foringja sínum að hann taldi að sér væri allt heimilt þegar heiður Hitlers væri í húfi. „Arthur Hensing var svo mikill nasisti að hann lét sig hverfa áður en Bretarnir komu hingað og gekk í þýska herinn. Það er talið að hann hafi fallið á austurvígstöðvunum,“ segir Guðjón Jensson. Ein af þýsku svifflugunum lendir á Sandskeiði.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Bókaútgáfa Bókmenntir Þýskaland Lögreglumál Tengdar fréttir Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57 Benz bíll Werner Gerlach sýndur í Öskju Er talinn hafa verið notaður sem njósnabíll Þjóðverja hér á landi í síðari heimstyrjöldinni. 30. ágúst 2013 17:03 Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en bakgrunnur þess er koma þýsks svifflugleiðangurs til Íslands árið 1938, merktum hakakrossinum. Níu dögum áður en fræg flugsýning var haldin á Sandskeiði fannst þýskur flugkennari, sem komið hafði til landsins haustið áður, látinn. Guðjón Jensson bókasafnsfræðingur er höfundur bókarinnar Löngu horfin spor - Njósnari nasista á Íslandi?Arnar Halldórsson „Ég held að það megi fullyrða það að þeir hafi allir verið meðlimir í SS-sveitunum og þessi svifflugkennari, sem kemur hingað fyrst, hann hefur væntanlega ekki staðist væntingar nasistanna. Og það eru vísbendingar um, og líkurnar eru frekar meiri en minni, að honum hafi bókstaflega verið rutt úr vegi og látið líta út sem sjálfsmorð,“ segir Guðjón Jensson rithöfundur, höfundur bókarinnar Löngu horfin spor – Njósnari nasista á Íslandi? Þýskur flugmaður við eina af svifflugunum á Sandskeiði á Flugdeginum 1938.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Andlátið varð fréttamál í Reykjavíkurblöðunum. „Svifflugkennarinn þýski fremur sjálfsmorð. Carl Reichstein fannst örendur í gær,“ stóð í Morgunblaðinu. „Hann hafði verið kallaður heim til Þýskalands,“ sagði Þjóðviljinn. „Betra að deyja hér en lifa í Þýskalandi,“ sagði Alþýðublaðið. Frétt Morgunblaðsins 9. júlí 1938 af andláti flugkennarans Carls Reichstein. Í frétt blaðsins segir að Reichstein hafi verið liðsmaður SS.Grafík/Kristján Jónsson „Hann var skemtilegur og glaðlyndur maður og dagfarsgóður meðan hann dvaldi hjer í bænum og bar ekkert á þunglyndi hjá honum,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. Niðurstaða rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík var sjálfsmorð, hann sagður hafa bæði skorið sig á púls og hengt sig. Vélflugvél Þjóðverja sem notuð var til að draga svifflugurnar á loft.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar „Hann er sendur hingað að öllum líkindum sem njósnari. Og hann hefur átt meðal annars að grennslast fyrir um ræðismanninn til þess að finna ástæðu fyrir nasista að þeir gætu skipt honum út fyrir sinn mann,“ segir Guðjón en aðalræðismaðurinn Günter Timmermann var snemma vors 1939 látinn víkja fyrir nasistanum Werner Gerlach. Þýsku flugmennirnir á Sandskeiði á Flugdeginum 17. júlí 1938. Þeir eru allir taldir hafa verið meðlimir SS-sveita nasista.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Guðjón segist byggja bók sína á tíu ára rannsóknum en kallar hana þó sögulega skáldsögu. Hann segir vísbendingu að finna í bréfi sem Reichstein barst frá Þýskalandi mánuði fyrir andlát sitt. Bréfinu lýkur á kveðjunni „Heil Hitler“ en þar voru réttindi hans sem flugkennara afturkölluð. Svifflugur merktar hakakrossi nasista á Sandskeiði sumarið 1938.Svifflugfélag Íslands „Hann kvaddur heim og skorað á hann að gera grein fyrir starfi sínu á Íslandi.“ Guðjón telur Carl Reichstein hafa verið orðinn afhuga málstað nasista. Nafn hans bendi til að hann hafi verið af gyðingaættum. Nasistar á Sandskeiði.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar „Það er mjög líklegt að, þar sem hann hafði ekki staðist væntingar nasista, að hann hafi verið fyrir áformum Þjóðverja, það er að segja nasista, á Íslandi.“ Nasistinn Werner Gerlach varð aðalræðismaður Þýskalands á Íslandi snemma vors 1939. Hann var handtekinn þegar Bretar hernámu Ísland 10. maí 1940. Guðjón hefur þýskan nasista, Arthur Hensing, sem starfaði á Íslandi sem kjötiðnaðarmaður og gerðist svo aðstoðarmaður þýska ræðismannsins Werners Gerlachs, sterklega grunaðan um verknaðinn, mann sem Þjóðviljinn kallaði nasistaflugumann og útsendara Hitlers. Í frétt Þjóðviljans þann 10. júlí 1938, um andlát Carls Reichstein, er birt hótunarbréf Arthurs Hensing til Þjóðverja í Reykjavík, hann kallaður nasistaflugmaður og útsendari Hitlers, og þess krafist að honum verði vísað úr landi.Grafík/Kristján Jónsson Guðjón lýsir Hensing svo að hann hafi þótt einstaklega harður í horn að taka og svo hliðhollur foringja sínum að hann taldi að sér væri allt heimilt þegar heiður Hitlers væri í húfi. „Arthur Hensing var svo mikill nasisti að hann lét sig hverfa áður en Bretarnir komu hingað og gekk í þýska herinn. Það er talið að hann hafi fallið á austurvígstöðvunum,“ segir Guðjón Jensson. Ein af þýsku svifflugunum lendir á Sandskeiði.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Bókaútgáfa Bókmenntir Þýskaland Lögreglumál Tengdar fréttir Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57 Benz bíll Werner Gerlach sýndur í Öskju Er talinn hafa verið notaður sem njósnabíll Þjóðverja hér á landi í síðari heimstyrjöldinni. 30. ágúst 2013 17:03 Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57
Benz bíll Werner Gerlach sýndur í Öskju Er talinn hafa verið notaður sem njósnabíll Þjóðverja hér á landi í síðari heimstyrjöldinni. 30. ágúst 2013 17:03
Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05