„Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2023 12:04 Rishi Sunak og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherrar Bretlands og Ísraels. EPA/Simon Walker Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. Þetta sagði forsætisráðherrann í ávarpi á blaðamannafundi í morgun með Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Netanjahú hélt því fram að árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október hefði verið gerð til að stöðva friðarviðleitni Ísraela og annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Hann sagði að stríð Ísraela yrði langt og bað Sunak um stuðning Bretlands. Hann sagði að heimurinn yrði að berjast saman gegn Hamas, eins og heimurinn hefði gert gegn nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael. Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir heiminum. Við verðum að standa saman og við viljum vinna.“ "Hamas are the new Nazis, they're the new ISIS and we have to fight them together."Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu says he "values" Rishi Sunak's support and thanks him for travelling to Israel.Latest: https://t.co/qBAHA509yp Sky 501, Virgin 602 and YT pic.twitter.com/Qcv4nkgPve— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Sunak hét Ísraelum stuðningi og sagði Breta vonast eftir sigri Ísraels. Þá ítrekaði Sunak að óbreyttir borgarar á Gasaströndinni væru einnig fórnarlömb Hamas og hrósaði Netanjahú fyrir að leyfa takmarkaða birgðaflutninga inn á svæðið. Breski forsætisráðherrann sagði að ríkisstjórn sín myndi auka bæta á aðstoð til svæðisins, eins fljótt og auðið væri. "We recognise that the Palestinian people are victims of Hamas too".PM Sunak speaks in Jerusalem besides Israeli President Benjamin Netanyahu'I am proud to stand here as your friend and we also want you to win', he says.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501, Virgin 602 pic.twitter.com/fmdWXOW29I— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Netanjahú tilkynnti í gær að hann hefði samþykkt að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin frá Egyptalandi. Var það gert að beiðni Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en Ísraelar hafa hótað loftárásum á Rafa-landamærastöðina við landamæri Egyptalands, sem er eina landamærastöð Gasastrandarinnar sem Ísraelar stjórna ekki. Yfirvöld í Egyptalandi tilkynntu svo í morgun að tuttugu flutningabifreiðum yrði hleypt yfir landamærin. Farmur þeirra verður skoðaður fyrst og einnig verður fylgst með því hvort Hamas-samtökin steli birgðunum eða beina þeim annað. Fari svo, verða birgðaflutningarnir stöðvaðir aftur. Sameinuðu þjóðirnar eiga að sjá um þetta eftirlit. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bretland Egyptaland Tengdar fréttir Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Þetta sagði forsætisráðherrann í ávarpi á blaðamannafundi í morgun með Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Netanjahú hélt því fram að árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október hefði verið gerð til að stöðva friðarviðleitni Ísraela og annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Hann sagði að stríð Ísraela yrði langt og bað Sunak um stuðning Bretlands. Hann sagði að heimurinn yrði að berjast saman gegn Hamas, eins og heimurinn hefði gert gegn nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael. Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir heiminum. Við verðum að standa saman og við viljum vinna.“ "Hamas are the new Nazis, they're the new ISIS and we have to fight them together."Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu says he "values" Rishi Sunak's support and thanks him for travelling to Israel.Latest: https://t.co/qBAHA509yp Sky 501, Virgin 602 and YT pic.twitter.com/Qcv4nkgPve— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Sunak hét Ísraelum stuðningi og sagði Breta vonast eftir sigri Ísraels. Þá ítrekaði Sunak að óbreyttir borgarar á Gasaströndinni væru einnig fórnarlömb Hamas og hrósaði Netanjahú fyrir að leyfa takmarkaða birgðaflutninga inn á svæðið. Breski forsætisráðherrann sagði að ríkisstjórn sín myndi auka bæta á aðstoð til svæðisins, eins fljótt og auðið væri. "We recognise that the Palestinian people are victims of Hamas too".PM Sunak speaks in Jerusalem besides Israeli President Benjamin Netanyahu'I am proud to stand here as your friend and we also want you to win', he says.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501, Virgin 602 pic.twitter.com/fmdWXOW29I— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Netanjahú tilkynnti í gær að hann hefði samþykkt að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin frá Egyptalandi. Var það gert að beiðni Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en Ísraelar hafa hótað loftárásum á Rafa-landamærastöðina við landamæri Egyptalands, sem er eina landamærastöð Gasastrandarinnar sem Ísraelar stjórna ekki. Yfirvöld í Egyptalandi tilkynntu svo í morgun að tuttugu flutningabifreiðum yrði hleypt yfir landamærin. Farmur þeirra verður skoðaður fyrst og einnig verður fylgst með því hvort Hamas-samtökin steli birgðunum eða beina þeim annað. Fari svo, verða birgðaflutningarnir stöðvaðir aftur. Sameinuðu þjóðirnar eiga að sjá um þetta eftirlit.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bretland Egyptaland Tengdar fréttir Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26
Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49