Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. október 2023 06:49 Um það bil 150 flutningabifreiðar bíða við landamærin en 20 verður hleypt yfir til að byrja með. Getty/Mahmoud Khaled Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. Alls verður 20 flutningabifreiðum hleypt yfir landamærin en Biden sagði í gær að samkomulagið væri háð eftirliti. Ef Hamas-samtökin yrðu uppvís að því að stela neyðarbirgðunum eða beina þeim annað en þær ættu að fara þýddi það að samtökin hefðu enga samúð með Palestínumönnum og að alþjóðasamfélagið gæti ekki komið til aðstoðar. Biden sagðist vonast til þess að neyðaraðstoð færi að berast frá og með föstudegi en hinar 20 bifreiðar væru aðeins fyrsti hlutinn. Um það bil 150 bifreiðar alls biðu þess að komast yfir landamærin. Neyðargögnin verða undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, að sögn utanríkisráðherra Egyptalands. Sheik Hassan Yousef, pólitískur leiðtogi Hamas á Vesturbakkanum, segist telja að samtökin myndu samþykkja að láta gísla lausa ef samið yrði um 24 klukkustunda vopnahlé til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Samtökin hefðu engan áhuga á að halda börnum og konum og væru viljug til að sleppa þeim og erlendum ríkisborgurum gegn fyrrnefndum skilyrðum. Stúlku bjargað úr húsarústum í Khan Yunis.Getty/Ahmad Hasaballah Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu við atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær þegar kosið var um ályktun þar sem skorað var á Ísrael að stöðva átök, endurkalla tilskipun um rýmingu norðurhluta Gasa og heimila neyðaraðstoð á svæðinu. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði ályktunina hins vegar óásættanlega þar sem hvergi væri minnst á rétt Ísraelsmanna til að verja sig. Bretar sátu hjá þar sem ekki var minnst á það hvernig Hamas væri að fela sig á bak við almenna borgara. Frakkar og Japanir greiddu atkvæði með tillögunni, sem og Rússar og Kínverjar. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í samtali við Mostafa Madbouli, forsætisráðherra Egyptalands í gær, að Kínverjar vildu vinna með Egyptum að því að tryggja stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Árásir Ísraelsmanna á Gasa hafa haldið áfram en herinn segir skotmörkin innviði Hamas-samtakanna. Yfirvöld á Gasa segja að minnsta kosti sjö Palestínumenn látna eftir árásir næturinnar. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í Tel Aviv, þar sem hann mun funda með Netanyahu og forsetanum Isaac Herzog. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fleiri fréttir Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Sjá meira
Alls verður 20 flutningabifreiðum hleypt yfir landamærin en Biden sagði í gær að samkomulagið væri háð eftirliti. Ef Hamas-samtökin yrðu uppvís að því að stela neyðarbirgðunum eða beina þeim annað en þær ættu að fara þýddi það að samtökin hefðu enga samúð með Palestínumönnum og að alþjóðasamfélagið gæti ekki komið til aðstoðar. Biden sagðist vonast til þess að neyðaraðstoð færi að berast frá og með föstudegi en hinar 20 bifreiðar væru aðeins fyrsti hlutinn. Um það bil 150 bifreiðar alls biðu þess að komast yfir landamærin. Neyðargögnin verða undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, að sögn utanríkisráðherra Egyptalands. Sheik Hassan Yousef, pólitískur leiðtogi Hamas á Vesturbakkanum, segist telja að samtökin myndu samþykkja að láta gísla lausa ef samið yrði um 24 klukkustunda vopnahlé til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Samtökin hefðu engan áhuga á að halda börnum og konum og væru viljug til að sleppa þeim og erlendum ríkisborgurum gegn fyrrnefndum skilyrðum. Stúlku bjargað úr húsarústum í Khan Yunis.Getty/Ahmad Hasaballah Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu við atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær þegar kosið var um ályktun þar sem skorað var á Ísrael að stöðva átök, endurkalla tilskipun um rýmingu norðurhluta Gasa og heimila neyðaraðstoð á svæðinu. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði ályktunina hins vegar óásættanlega þar sem hvergi væri minnst á rétt Ísraelsmanna til að verja sig. Bretar sátu hjá þar sem ekki var minnst á það hvernig Hamas væri að fela sig á bak við almenna borgara. Frakkar og Japanir greiddu atkvæði með tillögunni, sem og Rússar og Kínverjar. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í samtali við Mostafa Madbouli, forsætisráðherra Egyptalands í gær, að Kínverjar vildu vinna með Egyptum að því að tryggja stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Árásir Ísraelsmanna á Gasa hafa haldið áfram en herinn segir skotmörkin innviði Hamas-samtakanna. Yfirvöld á Gasa segja að minnsta kosti sjö Palestínumenn látna eftir árásir næturinnar. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í Tel Aviv, þar sem hann mun funda með Netanyahu og forsetanum Isaac Herzog.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fleiri fréttir Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Sjá meira