Erlent

Greta Thun­berg hand­tekin á mót­mælum í Lundúnum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Í tilkynningu frá lögreglunni í Lundúnum segir að um tuttugu manns hafi verið hanteknir í tengslum við mótmælin í dag.
Í tilkynningu frá lögreglunni í Lundúnum segir að um tuttugu manns hafi verið hanteknir í tengslum við mótmælin í dag. EPA

Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekinn í Lundúnum í dag þegar hún og aðrir aðgerðarsinnar mótmæltu fyrir utan ráðstefnu eldsneytisfyrirtækja. 

Í frétt Reuters kemur fram að mótmælendurnir hafi hindrað nokkra gesti ráðstefnunnar frá því að komast inn á hótelið þar sem hún var haldin. 

Þetta er í fjórða skiptið á árinu sem lögregla hefur haft afskipti af eða handtekið Thunberg á mótmælum. Hún var ásamt fleiri aðgerðarsinnum handtekin á mótmælum við kolanámu í Luetzerath í Þýskalandi í janúar. Í febrúar handtók lögregla hana og aðra mótmælendur í Ósló þar sem þau mótmæltu byggingu vindmylla á sögulegu svæði Sama. 

Í júlí var Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu þegar hún stöðvaði umferð olíuflutningabíla í Malmö mánuði áður. 

Í myndskeiði má sjá Thunberg bera barmmerki sem á stóð „út með olíukennda peninga“. Í myndskeiðinu má sjá hana bíða rólega meðan lögregluþjónar halda í hana og ræða við hana. Í öðru myndskeiði sést hún inni í lögreglubifreið. 

Mótmælin voru haldin fyrir utan Intercontinental hótelið í Mayfair-hverfi þar sem ráðstefna á vegum eldsneytisfyrirtækja fór fram. 

„Heimurinn er að drukkna í jarðefnaeldsneyti. Fólk út um allan heim er að þjást og deyja úr afleiðingum loftslagsvárinnar sem þessi fyrirtæki hafa orsakað,“ sagði Thunberg þegar hún tók til máls á mótmælunum. 


Tengdar fréttir

Thun­berg á­kærð fyrir að ó­hlýðnast lög­reglu

Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×