Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 14:30 Greta Thunberg borin burt af lögreglumönnum við mótmæli við höfnina í Malmö 19. júní. Vísir/EPA Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt. Thunberg var í hópi loftslagsaðgerðasinna sem stöðvuðu umferð olíuflutningabíla á hafnarsvæði í Malmö 19. júní. Hún er sögð hafa neitað að færa sig þegar lögreglumenn skipuðu henni og öðrum að gera það. Hún og fleiri voru þá dregin í burtu. Fréttasíðan Sydsvenskan hefur eftir lögreglu að Thunberg og félagar hafi heft för um þrjátíu flutningabíla. Mótmælendurnir hafi verið beðnir um að færa sig þegar umferðarröskunin hafi verið talin of mikil. „Þú hefur rétt til að mótmæla en þú mátt ekki mótmæla þannig að það valdi öðrum truflunum,“ segir Charlotte Ottosen, saksóknarinn sem ákærði Thunberg. Thunberg sjálf sagði að hún og félagar hennar hafi ákveðið að standa ekki þögul hjá heldur grípa til aðgerða gegn jarðefnaeldsneytisinnviðum. „Við erum að endurheimta framtíðina,“ sagði Thunberg í færslu á Instagram á sínum tíma. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thunberg komst í kast við lögin á þessu ári. Hún var handtekin við loftslagsmótmæli við kolanámu í Þýskalandi í janúar. Mótmælin beindust að áformum yfirvalda um að jafna þorp við jörðu til þess að rýma til fyrir stækkun kolanámunnar. Thunberg öðlaðist heimsfrægð fyrir vikuleg loftslagsmótmæli sín sem hún kallaði skólaverkföll. Þau urðu ungmennum um allan heim fyrirmynd að sambærilegum aðgerðum. Hún hefur nú sagt skilið við þau mótmæli þar sem hún er orðin tvítug og útskrifuð úr skóla. Svíþjóð Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39 Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. 21. mars 2023 14:34 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Thunberg var í hópi loftslagsaðgerðasinna sem stöðvuðu umferð olíuflutningabíla á hafnarsvæði í Malmö 19. júní. Hún er sögð hafa neitað að færa sig þegar lögreglumenn skipuðu henni og öðrum að gera það. Hún og fleiri voru þá dregin í burtu. Fréttasíðan Sydsvenskan hefur eftir lögreglu að Thunberg og félagar hafi heft för um þrjátíu flutningabíla. Mótmælendurnir hafi verið beðnir um að færa sig þegar umferðarröskunin hafi verið talin of mikil. „Þú hefur rétt til að mótmæla en þú mátt ekki mótmæla þannig að það valdi öðrum truflunum,“ segir Charlotte Ottosen, saksóknarinn sem ákærði Thunberg. Thunberg sjálf sagði að hún og félagar hennar hafi ákveðið að standa ekki þögul hjá heldur grípa til aðgerða gegn jarðefnaeldsneytisinnviðum. „Við erum að endurheimta framtíðina,“ sagði Thunberg í færslu á Instagram á sínum tíma. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thunberg komst í kast við lögin á þessu ári. Hún var handtekin við loftslagsmótmæli við kolanámu í Þýskalandi í janúar. Mótmælin beindust að áformum yfirvalda um að jafna þorp við jörðu til þess að rýma til fyrir stækkun kolanámunnar. Thunberg öðlaðist heimsfrægð fyrir vikuleg loftslagsmótmæli sín sem hún kallaði skólaverkföll. Þau urðu ungmennum um allan heim fyrirmynd að sambærilegum aðgerðum. Hún hefur nú sagt skilið við þau mótmæli þar sem hún er orðin tvítug og útskrifuð úr skóla.
Svíþjóð Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39 Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. 21. mars 2023 14:34 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39
Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. 21. mars 2023 14:34