Innlent

Myndi mæla gegn bólu­setningu ungra karla gegn Co­vid-19

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Davíð segir flesta hafa sýnt væg einkenni og jafnað sig án inngrips. Einkennin eru brjóstverkir, aukin mæði og hjartsláttaróþægindi.
Davíð segir flesta hafa sýnt væg einkenni og jafnað sig án inngrips. Einkennin eru brjóstverkir, aukin mæði og hjartsláttaróþægindi.

Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segist líklega myndu mæla gegn því í dag að karlar 30 ára og yngri væru bólusettir gegn Covid-19. 

Frá þessu greinir Ríkisútvarpið.

Ástæðan er aukin áhætta þessa hóps til að þjást af hjartavöðvabólgu og gollurhúsabólgu í kjölfar bólusetningarinnar. Sjúkdómum í hjartavöðva fjölgaði í kringum þriðju bólusetninguna, meðal ungra karlmanna.

Ekki er vitað hvers vegna umræddur hópur virðist sérstaklega útsettur fyrir þessari aukaverkun. 

Davíð segir reyndar ekki fullkomlega víst að aukninguna megi rekja til bólusetningarinnar frekar en sýkingar en það gefi ákveðna vísbendingu að eftir toppinn í kringum þriðju bólusetningu þá hafi tilvikum ekki fjölgað aftur, þrátt fyrir aukningu í fjölda Covid-greininga í haust.

„Við myndum sennilega ekki mæla með því að þessi hópur færa í bólusetningu í dag. Það hefur verið talsverð umræða hverjir eiga að fá viðbótarbólusetningu. Þá er verið að horfa frá því að yngra fólk sé bólusett aftur en eldra fólk og þeir sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma séu frekar í forgangi. Núna er erfitt að sanna þetta en við myndum fara mjög varlega í að mæla með bólusetningu fyrir þá einstaklinga sem höfðu fengið mögulegar afleiðingar af þeim,“ segir Davíð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×